Stillingar eftir vexti barnsins
Hæð axlabelta/höfuðpúða
1.
Hægt er að stilla hæð axlabeltanna og höfuðpúðans með því að toga
handfang höfuðpúðans upp aftan á höfuðpúðanum og færa hann upp
eða niður. Til að þetta sé hægt verður beltissylgjan að vera opin og beltin
þurfa að vera toguð út. (1)
2.
Til að finna rétta hæð fyrir barnið skaltu færa höfuðpúðann alla leið upp,
setja barnið í bílstólinn og færa síðan höfuðpúðann niður þar til hann
situr á öxlum barnsins. (2)
3.
Fyrir börn yfir 75 cm á hæð má hafa axlabeltin í mesta lagi 2 cm yfir
raufunum á höfuðpúðanum.
Púðainnlegg
•
Fjarlægðu barnapúðann þegar barnið er stærra en 60 cm eða eldra en
6 mánaða.
1
2
BeSafe Go Beyond | 546