Virkja Dæluna; Ræsa Dæluna - Lowara HM P Serie Manual De Instalación, Funcionamiento Y Mantenimiento

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 27
AÐVÖRUN:
Tryggið að aftöppunarvökvi valdi hvorki
skemmdum né líkamstjóni.
ATHUGA:
• Dælan skal aldrei vera í gangi undir lágmarks
rennslisafköstum.
• Dælan skal aldrei vera í gangi með ON-OFF
framrásarlokann lokaðan lengur en fáeinar sek-
úndur.
• Ekki skal láta dælu vera í frosti, ef hún er ekki í
gangi. Tappið af dælunni öllum vökva sem er inni
í henni. Ef það er ekki gert, getur vökvinn frosið
og skemmt dæluna.
• Samanlagður þrýstingur á soghlið (aðalvatn-
slögn, vatnsgeymi) og hámarks dæluþrýstingur
má ekki fara yfir leyfðan hámarks vinnuþrýsting
(nafnþrýsting PN) dælunnar.
• Notið ekki dæluna ef straumtæring kemur upp.
Straumtæring getur skemmt innri íhluti.
Hávaðastig
Hljóðþrýstistig eininganna er undir 70 LpA.
5.1 Virkja dæluna
Til að sjá skýringarmynd með dæluhlutunum,
sjáMynd 6
á blaðsíðu 190.
1. Áfyllingartappi
2. Afrennslistappi
3. Trekt
Uppsetningar þar sem vökvayfirborð er ofan við
dæluna (inntaksþrýstingur)
1. Lokaðu stopplokanum sem er neðan við dæl-
una.
2. Fjarlægðu áfyllingartappann () og opnaðu
stopplokann ofan við þar til vatn rennur út um
gatið.
3. Settu tappann fyrir áfylliopið.
Uppsetningar þar sem vökvayfirborð er neðan
við dæluna (soglyftihæð)
1. Opnaðu stopplokann sem er framan við dæluna
og lokaðu stopplokanum neðan við dæluna.
2. Fjarlægðu áfyllingartappann () og notaðu trekt til
að fylla á dæluna þar til vatn rennur út um gatið.
3. Settu tappann fyrir áfylliopið.
5.2 Kannaðu snúningsstefnu snúðs
(þriggja fasa vél)
Fylgdu þessu ferli fyrir gangsetningu.
1. Notið örvarnar á dælu eða á vélarviftuhlíf til að
ákvarða rétta snúningsstefnu.
2. Ræstu hreyfilinn.
3. Kanna skal snúningsstefnu gegnum viftuhlíf.
4. Stöðvaðu hreyfilinn.
5. Ef snúningsáttin er röng, skal gera sem hér seg-
ir:
a) Taktu búnað úr sambandi við rafmagn.
b) Í tengjabretti hreyfilsins eða í stjórnborðinu skal-
tu víxla stöðunni á tveim til þrem vírum í raf-
magnssnúrunni.
c) Kannaðu snúningsáttina aftur.
is - Þýðing af upprunalega eintakinu
5.3 Ræsa dæluna
1. Ræstu hreyfilinn.
2. Opnaðu kveikt-slökkt lokann varlega á frástrey-
mishlið dælunnar.
Við væntanleg rekstrarskilyrði skal dælan ganga
hnökralaust og hljóðlega. Ef ekki, sjá
á blaðsíðu 75.
3. Ef dælan fer ekki rétt í gang á hálfri mínútu skal
gera eftirfarandi:
a) Slökkva á dælunni.
b) Præma dæluna aftur.
c) Ræsa dæluna aftur.
4. Slökktu og kveiktu á dælunni (um hálfa mínútu
samfleytt í senn) og tryggðu að allt loft sé losað
út með því að endurtaka þetta 2-3 sinnum.
ATHUGA:
Gakktu úr skugga um að dælan hafi losað allt loft
sem eftir var. Ef það er ekki gert getur það skemmt
dæluna.
6 Viðhald
Varúðarráðstafanir
Spennuhætta:
Aftengja skal og lokið endanlega fyrir raf-
magnið áður en samstæðan er sett upp
eða þjónustuð.
AÐVÖRUN:
• Viðhaldsvinnu og þjónustu skal að-
eins hæft og viðurkennt starfsfólk
framkvæma.
• Fylgið slysavarnarreglum sem eru í
gildi.
• Notið viðeigandi búnað og varnir.
6.1 Þjónusta
Þessi dæla þarfnast ekki reglulegs viðhalds. Ef not-
andi óskar að setja upp reglubundna viðhaldsáætlun
skal hún miðuð við tegund dæluvökva og starfsskil-
yrði dælunnar.
Hafa skal samband við viðkomandi sölu- og þjón-
ustudeild varðandi beiðnir eða upplýsingar um við-
hald og þjónustu.
Mikils viðhalds kann að vera þörf til að þrífa vö-
kvaendann og/eða skipta um slitna hluta.
7 Bilanaleit
Inngangur
Alltaf skal taka fram nákvæmlega hvaða dælu um er
að ræða og kennikóðann þegar beðið er um upplýs-
ingar eða varahluti frá Sölu- og þjónustudeildinni.
Fyrir aðrar aðstæður sem ekki eru nefndar í þessari
töflu, er vísað á sölu- og þjónustudeildina.
Bilanaleitartafla
Vandamál
Orsök og lausn
Dælan fer
• Hita- og straumvörnin sem er inn-
ekki í gang.
byggð í einfasa gerðina hefur sleg-
Bilanaleit
75

Publicidad

Tabla de contenido

Solución de problemas

loading

Tabla de contenido