Athugið:
Þennan skynjara má aðeins nota á loftræsta
rafgeyma.
Skynjara fyrir rafvökva og hitastig (Fig. 1 plús3)
verður að tengja að minnsta kosti ± 3
rafhlöðueiningum frá núgildandi skynjara
rafgeymisins svo skynjarinn virki rétt.
4 Borið 12 mm (0,472 tommu) gat ofan í
rafhlöðueininguna fyrir skynjara fyrir rafvökva
og hitastig.
5 Komið þéttingunni fyrir (Fig. 3 plús 1).
6 Styttið blýkannann (Fig. 3 plús 2) og plasthlífina
á skynjaranum svo hann gefi merki með góðum
fyrirvara ef vatnið lækkar niðurfyrir hættuleg
mörk í rafgeyminum. Skurðurinn þarf að vera
skáhallur svo brúnin sé skörp.
Ef magn rafvökva er (Fig. 3 plús 3) lægra en
blýkanninn mun merki um lítinn rafvökva
kvikna.
.
Rafvökvinn þarf að ná upp fyrir blýplöturnar
(Fig. 3 plús 4) í rafgeyminum.
Varúð
Hætta á skammhlaupi!
Háspenna!
Vertu viss um að skynjari fyrir rafvökva og
hitastig snerti ekki blýplöturnar í rafgeyminum.
Slíkt getur valdið skammhlaupi og röngum
mælingum.
7 Komdu skynjaranum fyrir magn rafvökva og
hita fyrir á sínum stað. Gakktu úr skugga um að
þéttingin loki gatinu vel.
8 Tengdu rauðu rafmagnsleiðsluna frá
eftirlistbúnaðnum (Fig. 1 plús 2) við plústengi
rafgeymisins (Fig. 1 plús 1).
Allar tilvísanir á stjórnborði eftirlitsbúnaðarins
kvikna stuttlega.
9 Athugaðu og leiðréttu í samræmi við þær
upplýsingar. Tilvísanir eru útskýrðar í Status
indicator.
10 Festu Access™ BMU búnaðinn og snúrur með
benslum sem fylgja.
11 Athugaðu að öll tengi milli rafhlöðueininganna
séu hert í samræmi við tilmæli framleiðanda.
92
Varúð
Eldhætta!
Ranglega hert tengi geta valdið skemmdum á
rafgeyminum, hita og eldhættu.
Herðið samkvæmt snúningsvægi í samræmi
við tilmæli framleiðanda.
Tengt við net
Við afhendingu er Access™ BMU búnaðurinn
tengdur við net framleiðanda.
Færibreytur fyrir hleðslu og aðrar stillingar á
Access™ BMU búnaðinum þarf að stilla fyrir
viðkomandi rafgeymi.
Stillingar eru aðgengilega með Access™ Service
tool hugbúnaðinum sem þarf að tengja viðkomandi
Access™ BMU.
Sumar stillingar fyrir Access™ BMU má einnig
nálgast í valmynd á Access™ hleðslutækinu þegar
tækin eru tengd hvort öðru.
Aðgát
Rangar færibreytur fyrir hleðslu geta skemmt
rafgeyminn.
Tengið viðkomandi net við
Access™ Hleðslutækið
1. Stillið færibreytur fyrir hleðslu á hleðslutækinu
með því að velja Source í valmynd, Service/
Chargin parameters og BMU eða annan BMU
valmöguleika.
2. Virkið Join enable á hleðslutækinu.
3. Tengið hleðslutækið við viðkomandi rafgeymi
þar sem Access™ BMU búnaðurinn hefur verið
settur upp.
4. Ef hleðsla hefst innan 1 mínútu hefur Access™
BMU búnaðurinn tengst netinu.
Upplýsingar um rafgeyminn birtast á skjánum á
Access™ hleðslutækinu.
Tengdu aðeins við önnur net
(ekki net framleiðanda) sem
tengd eru öðrum Access™
BMU einingum.
Access™ BMU tækið sem tengja á netinu þarf að
núllstilla með því tengja það aftur neti
framleiðanda. Þetta er svo Activate connection