3M PELTOR ComTac XPI MT20H682FB Serie Manual Del Usuario página 35

Ocultar thumbs Ver también para PELTOR ComTac XPI MT20H682FB Serie:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 20
IS
3M™ PELTOR™ ComTac XPI
3M™ PELTOR™ ComTac XPI eru heyrnarhlífar með styrkstýringu
fyrir umhverfishljóð og innstungu til að tengja ytri búnað. Mismunur
getur verið á þeim eiginleikum sem í boði eru í ákveðnum gerðum.
Lestu leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun og geymdu til þess
að geta leitað í þær síðar.
1. ÍHLUTIR
A:1 Samanbrjótanleg höfuðspöng (ryðfrítt stálspöng, leður)
A:2 Skálarhaldari (ryðfrítt stál)
A:3 Tveggja punkta festing (POM)
A:4 Skál
A:5 Rafhlöðulok
A:6 Hljóðnemi með styrkstillingu fyrir umhverfishlustun
A:7 Deyfipúði (PUR-frauð)
A:8 Eyrnapúði (PVC þynna, PUR-frauð)
A:9 Innstunga fyrir talnema (J22) (aðeins ákveðnar gerðir)
A:10 Innstunga fyrir ytri búnað (PUR) (aðeins ákveðnar gerðir)
A:11 [-] hnappur
A:12 [+] hnappur
A:13 Hljóðnemi fyrir hljóðleiðni í beini (aðeins ákveðnar gerðir)
A:14 Talnemi (TPE, PC) (aðeins ákveðnar gerðir)
A:15 Hálsspöng (ryðfrítt stál, TPO)
2. AÐ SETJA UPP OG STILLA
Athugasemd! Ýta þarf hárinu kringum eyrun frá svo þéttihringirnir
(A:8) falli þétt að. Gleraugnaspangir ættu að vera eins mjóar og
mögulegt er og falla þétt að höfðinu til að lágmarka hljóðleka.
2:1 Höfuðspöng sem má brjóta saman (mynd B)
(B:1) Renndu skálunum út og hallaðu efra hluta þeirra út vegna
þess að snúran á að vera fyrir utan höfuðspöngina.
(B:2) Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða niður á
meðan höfuðspönginni er haldið kyrri.
(B:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2:2 Hálsspöng (mynd C)
(C:1) Settu skálarnar á sinn stað yfir eyrunum.
(C:2) Haltu heyrnartólunum á sínum stað, komdu höfuðbandinu
fyrir efst á höfðinu og smelltu því í rétta stöðu.
(C:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2:3 Talhljóðnemi (mynd D)
Hafðu raddhljóðnemann sem næst munninum (<3 mm) til þess að
fá sem mesta hávaðadeyfingu.
2:4 Hljóðnemi fyrir hljóðleiðni í beini
Hljóðnemi fyrir hljóðleiðni í beini (A:13) skilar bestum hljómgæðum
þegar hann er hafður á milli kjálkabeins og kinnbeins.
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3:1 Að setja í rafhlöður
Losaðu lokin af rafhlöðuhólfinu og settu rafhlöðurnar í (2xAAA).
Rafhlöðurnar verða að snúa rétt miðað við merkingu á rafhlöðulokinu.
Lokunum þarf að þrýsta alla leið niður til þess að tryggja góða
einangrun. Þegar hleðslan er orðin lítil, heyrast raddskilaboðin "low
battery" (rafhlaða að tæmast) endurtekin.
3:2 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Þrýstu á [+] eða [-] hnappinn í tvær sekúndur til þess að kveikja
eða slökkva á heyrnartólunum. Gildandi stilling vistast alltaf þegar
slökkt er á heyrnartólunum nema þegar stillt er á eyrnatappa. Það
slökknar sjálfkrafa á heyrnartækjunum eftir tvo tíma án virkni.
Raddskilaboð gefa það til kynna síðustu mínútuna áður en það
slökknar á heyrnartólunum.
3:3 Hljóðstyrkur
Stillingin hljóðstyrkur stýrir styrkstýrðri stillingu fyrir umhverfishljóð.
Stillingarstigin eru fjögur, auk þagnarstillingar. Raddskilaboð
staðfesta þagnarstillingu. Hljóðstyrkurinn takmarkast við 82 dB(A).
3:4 Valmynd
Þrýstu á [+] eða [-] hnappinn í eina sekúndu til að fá valmynd.
Farðu í gegnum valmyndina með því að þrýsta snöggt á [-]
hnappinn. Þrepum valmyndar er lýst hér að neðan í 3:5-3:8.
[+] hnappurinn er notaður í hverju þrepi valmyndar til þess að
breyta stillingu og fara í gegnum stillingar í boði, séu þær til
staðar. Raddskilaboð staðfesta hvert þrep í valmynd ásamt
gildandi stillingu. Raddskilaboð staðfesta einnig allar breytingar.
Valmynd fer aftur á styrkstillingarstöðu, hafi engu verið breytt í
nokkrar sekúndur. Þrýstu á [+] eða [-] hnappinn til þess að fara
beint í styrkstillingu hvar sem er í valmyndinni.
3:5 Equalizer (tónjafnari)
Tónjafnarinn stillir tón styrkstillingaraðgerðar fyrir umhverfis-
hlustun Um er að ræða fjórar styrkstillingar: Lágt, Eðlilegt, Hátt
og Mjög hátt.
3:6 Microphone (hljóðnemi) (aðeins á sumum gerðum)
Hljóðnemastillingin er eingöngu notuð til þess að skipta á milli
hljóðnema fyrir bein og ytri hljóðnema. „Ytri" stilling er notuð
þegar talhljóðnemi er tengdur ytri innstungu.
3:7 Factory reset (verksmiðjustillingar)
Þessi kostur endurstillir allar valmyndir í gildi frá verksmiðju.
Þessa stillingu verður að staðfesta með því að þrýsta á [+] þegar
raddskilaboðin „confirm factory reset" (staðfestið verksmiðjustill-
ingar) heyrast.
3:8 Advanced settings (ýtarlegri stillingar)
Í valmynd fyrir ýtarlegri stillingar er líka að finna viðbótarstillingar
þær sem lýst er í 3:9-3:14. Valmyndarskref ýtarlegri stillinga
bætast við venjuleg valmyndarskref þegar þau eru virk. Þau
verða sjálfkrafa óvirk þegar farið er út úr valmyndinni.
3:9 Release time (biðtími)
Biðtímastillingin tilgreinir þann tíma sem líður áður en takmarkari
styrkstýrðu aðgerðarinnar ræsist eftir að kveikt hefur verið á
honum. Hún er með tveimur stigum: Hratt og Hægt.
3:10 Balance (jafnvægi)
Jafnvægisstillingin stillir jafnvægi í hljóðstyrk á milli hægra og
vinstra eyra. Jafnvægisstillingarnar eru sjö: Miðja, Hægri/1,
Hægri/2, Hám. hægri, Hám. vinstri, Vinstri/2, Vinstri/1.
3:11 External input sensitivity (næmi ytra hljóðúttaks)
Stillingar á næmi ytri hljóðgjafa stilla hækkun hljóðmerkis inn um
35
IS

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Peltor comtac xpi mt20h682bb serie

Tabla de contenido