ESPRESSÓ-LÖGUNARTÆKNI
Lögunarhiti
Hiti vatnsins og hversu jafn hann er, hefur bein áhrif á bragðið af
espressó-kaffinu. Frábært espressó verður til þegar það er lagað
við heppilegasta hita, helst 90º–96º C.
Til að tryggja réttan lögunarhita:
Festu alltaf síugreipina (með síu) við lögunarhausinn þegar
Espressó-vélin er að hitna. Þetta hitar síuna.
• Bíddu ávallt þar til katlarnir eru fullheitir áður en lagað er -
um það bil 6 mínútur.
• Skammtaðu og þjappaðu kaffið í snatri og lagaðu þegar í stað.
Þetta kemur í veg fyrir að síugreipin kólni að ráði.
• Skolaðu aldrei síugreipina með köldu vatni ef laga á fleiri bolla.
Eftir að korgurinn hefur verið sleginn úr síunni skaltu þurrka
það sem eftir er úr körfunni með hreinum klút. Gakktu úr
skugga um að sían sé þurr áður en meira kaffi er sett í hana.
• Hafðu tómu síugreipinni fasta við lögunarhausinn þegar unnið
er við annað, eins og að mala eða búa til froðu.
• Hitaðu bolla eða mokkabolla með því að leggja hann ofan
á Espressó-vélina fyrir lögun. Bolla má einnig hita í snatri
með gufu úr froðuarminum.
Mölun
Frábært espressó krefst þess að í það sé notað ferskt kaffi, og
ferskasta kaffið er ávallt malað rétt fyrir lögun. Viðkvæmustu
ilmgjafarnir í kaffinu ganga úr sér á fáum mínútum eftir mölun,
því er best að mala ekki meira en ætlað er að laga úr í hvert sinn.
Skömmtun
Skömmtun er ferlið að mæla malað kaffi ofan í síuna. Í einn
bolla (30 ml) af espressó þarf 7 grömm af kaffi – í tvo bolla,
tvisvar sinnum það. Sé sían fyllt af fínmöluðu kaffi, þá er skeiðin
sem fylgir með Artisan Espressó-vélinni svo til fullkomin fyrir
espressó í einn bolla.
Ef þú skammtar kaffið án þess að nota mæliskeið er mikilvægt
að offylla ekki síuna. Kaffið þarf pláss til að þenjast út þegar það
er lagað. Ef kaffið þjappast um of við sigtið kemur það í veg
fyrir að vatnið renni jafnt í gegnum síuna, sem hefur það í för
með sér að lögunin verður ójöfn og kaffið gæti orðið vont.
Svona getur þú séð hvort þú ert að yfirfylla síuna:
1. Fylltu körfuna, jafnaðu kaffið og þjappaðu það nett
(sjá hlutann „Þjöppun").
2. Festu síuhaldarann við lögunarhausinn, fjarlægðu hann síðan
um leið.
3. Ef kaffið í síugreipinni sýnir för eftir sigtið eða sigtisskrúfuna,
er of mikið kaffi í síunni!
Jöfnun
Að jafna kaffið eftir að það hefur verið skammtað í síuna er
mjög mikilvægur þáttur í löguninni. Ef kaffinu er ekki vel jafnað
um síuna, þá verður kaffið misþétt við þjöppunina. Vatnið
er undir nokkrum þrýstingi og leitast við að renna þar sem
þéttnin er minnst og rennur hratt í gegnum óþétt kaffið – sem
dregur of mikið af af bitrum þáttum kaffisins fram – og rennur
síður í gegnum þéttari staði og dregur í sig of lítið af bragðinu.
Ójöfn dreifing leiðir því til þess að kaffið verður þunnt og biturt.
W10553375B_13_IS_v03.indd 209
All manuals and user guides at all-guides.com
Að jafna kaffi í síunni:
• Gakktu úr skugga um að sían sé þurr áður en kaffið er sett
í hana; sé raki í körfunni er hætta á að kaffið jafnist illa og
vatn geti runnið óhindrað í gegnum hana.
• Eftir að hafa sett tilætlað magn af kaffi í síuna skal jafna kaffið
með því að strjúka fingri fram og aftur yfir síuna. Ekki strjúka
bara í aðra áttina – það getur leitt til þess að kaffið safnist
upp að annarri hlið síunnar og að dreifingin verði ójöfn, með
fyrrgreindum afleiðingum. Reyndu að láta kaffið formast
þannig að miðjan sé örlítið lægri en jaðrarnir.
• Gakktu úr skugga um að ekki sé bil milli kaffisins og jaðra síunnar.
Þjöppun
Þjöppun þjappar kaffinu í disklaga form sem veitir vatninu, sem
er undir nokkrum þrýstingi, samfellt viðnám. Vandlega jafnað
og þjappað kaffi veitir jafna lögun úr öllum þáttum kaffisins
– og frábært espressó. Sé kaffið of lítið þjappað aflagast það
af vatninu, sem hefur í för með sér ójafna lögun, of stuttan
lögunartíma og aðeins espressó í meðallagi. Sé kaffið of mikið
þjappað hægir það á lögunartímanum og kaffið getur orðið biturt.
Viðeigandi þjöppunartækni
1. Halda ætti um þjöppunarhandfangið eins og hurðarhún,
2. Neðra byrði síugreiparinnar þarf að liggja upp að þéttu
209
Rétt jafnað kaffi
endinn á handfanginu ætti að leggjast þétt upp að lófanum.
Þegar þjappað er, er best að þjappan, úlnliður og olnbogi
séu öll í beinni línu.
undirlagi, síðan þarf að þrýsta þjöppunni varlega niður
í kaffið og reyna að hafa yfirborðið jafnt. Taktu því næst
þjöppuna upp úr síunni, með léttri snúningshreyfingu –
það kemur í veg fyrir að kaffimolar loði við þjöppuna.
8/28/17 2:21 PM