Anleitung_MS_2245_SPK7:_
7. Hreinsun, umhirða, geymsla og
pöntun varahluta
Takið kertahettuna af kveikikertinu áður en tækið er
hreinsað og áður en hirt er um það.
7.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
vatn berist ekki inn í tækið.
7.2 Umhirða
Varúð: Einungis mega viðurkenndir
þjónustuaðilar gera við tækið eða stilla það nema því
sé lýst hér í þessum leiðbeiningum
7.2.1 Virkniprufun á keðjubremsu
Prufið keðjubremsuna með reglulegu millibili og
gangið úr skugga um að hún sé í fullkomnu lagi.
Athugið með keðjubremsuna fyrir fyrsta skurðinn, eftir
nokkra skurði og ávallt eftir að búið er að gera við
sögina eða stilla hana.
Prufið keðjubremsuna eins og hér er lýst (mynd
10):
1. Leggið sögina á hreinan, fastann og sléttan flöt.
2. Gangsetið mótorinn.
3. Grípið í aftara haldfangið (A) með hægri hendinni.
4. Grípið um fremra haldfangið (B) með vinstri
hendinni [ekki um bremsahaldfangið (C)].
5. Þrýstið á eldsneytisgjöfina þannig að
snúningshraðinn sé á um það bil 1/3 af
hámarkssnúningshraða og gerið síðan
keðjubremsuna virka með því að þrýsta þumli
vinstri handar á bremsuna (C).
Varúð: Vikrið keðjubremsuna rólega og með gát.
Sögin má ekki koma við neitt; sögin má ekki hanga
niður að framan.
6. Sögin ætti að stöðvast tafarlaust. Sleppið
eldsneytisgjöfinni strax á eftir.
Varúð: Ef að keðjan staðnæmist ekki, slökkvið þá
á mótornum og farið með sögina á verkstæði hjá
viðurkenndum þjónustuaðila.
7. Ef að keðjubremsan virkar ekki fullkomlega,
drepið þá á mótornum og gerið kúplingu
sagarinnar virka.
14.12.2010
10:14 Uhr
Seite 179
7.2.2 Lofthreinsari
Varúð: Notið sögina aldrei án lofthreinsara. Ryk
og óhreinindi verða annars soguð inní mótorinn og
valda skemmdum á honum. Haldið lofthreinsaranum
hreinum! Skipta verður um eða þrífa lofthreinsara á
um það vil 20 vinnutíma millibili.
Hreinsun lofthreinsara (mynd 18)
1. Fjarlægið efri hlífina (A) með því að losa
festiskrúfuna (B) og fjarlægja hana. Nú er hægt
að fjarlægja hlífina (mynd 18a).
2. Lyftið lofthreinsaranum (C) úr söginni (mynd 18b).
3. Hreinsið lofthreinsarann. Þrífið lofthreinsarann
með hreinu, heitu og sápuvatni. Látið hann þorrna
vel í fersku lofti.
Tilmæli: Mælt er með að eiga ávallt aukalegan
lofthreinsara.
4. Setjið lofthreinsarann aftur í sögina. Festið
mótorhlífina á sinn stað. Athugið að hlífin passi
vel. Herðið festiskrúfuna.
7.2.3 Bensínsía
Varúð: Notið sögina aldrei án bensínsíu. Hreinsa
verður bensínsíuna eftir 100 vinnustundir eða skipta
um hana ef að hún hefur skemmst. Tæmið
eldsneytistankinn áður en að skipt er um bensínsíu.
1. Takið bensínlokið af tanknum.
2. Beygið málmþráð til.
3. Stingið málmþræðinum ofan í op
eldneytistanksins og veiðið út bensínleiðsluna í
átt að opinu þar til að hægt er að grípa í hana með
fingrunum.
Tilmæli: Togið bensínleiðsluna ekki alveg úr
tanknum.
4. Dragið síuna (A) útúr tanknum (mynd 19).
5. Togið bensínsíuna út með því að snúa henni og
þrífið hana svo. Ef að sían er skemmd verður að
skipta um hana.
6. Setjið nýja síu eða hreinsaða í aftur. Stingið enda
síunnar ofan í tankopið. Gangið úr skugga um að
sían sitji rétt ofan í horni tanksins. Rennið nú
síunni á sinn stað.
7. Fyllið tankinn með ferskri bensínblöndu. Sjá
kaflann um ELDSNEYTI OG OLÍU. Setjið
bensínlokið aftur á tankinn.
IS
179