Til þess að veita vörn gegn AC-lekastraumi og púlsandi
jafnstraumi verður að koma fyrir lekastraumsrofa
(RCD) af gerð A samkvæmt IEC 61008 eða IEC 61009
eða lekastraumsrofa (RCD) af gerð F samkvæmt
IEC 62423 á milli veitukerfis og hleðslustöðvar.
Útleysingarlekastraumurinn má ekki vera yfir 30 mA.
Sjálfvarið verður að samræmast IEC 60898.
Allir ofangreindir öryggisrofar verða að virka þannig að
hleðslustöðin sé aftengd frá veitukerfi með alpóla rofi þegar
lekastraumur greinist.
Við val á uppsetningarstað fyrir Webasto Pure skal gæta að
eftirfarandi atriðum:
– Hvar bílnum er yfirleitt lagt.
– Hvar hleðslutengið er á bílnum.
– Að bíllinn sé í eins lítilli fjarlægð frá hleðslustöðinni og
kostur er.
– Að ekki sé hætta á að ekið sé yfir hleðslusnúruna.
– Mögulegum rafmagnstengingum.
Ef setja á fleiri en eina hleðslustöð upp hlið við hlið verður
bilið á milli stöðvanna að vera að minnsta kosti 200 mm.
Uppsetningarflöturinn verður að vera alveg sléttur (ekki má
muna meiru en 1 mm milli uppsetningarpunkta).
Ytra byrði hleðslustöðvarinnar má ekki beyglast eða verpast.
8.2 Skilyrði fyrir tengingu við rafmagn
Verksmiðjustilling fyrir hámarkshleðslustraum kemur fram
á upplýsingaplötu hleðslustöðvarinnar. Með DIP-rofum er
hægt að breyta hámarkshleðslustraumi til samræmis við
gildi innbyggða öryggisrofans.
Faglærður rafvirki skal kanna skilyrði fyrir tengingu áður en
hafist er handa við að tengja búnaðinn við rafmagn.
Fylgja skal reglum yfirvalda og rafveitu á hverjum stað, m.a.
um tilkynningaskyldu vegna uppsetningar á hleðslustöð.
Vegna notkunarreglu E VDE-AR-N 4100 (drög)
er einfasa hleðsla bifreiða takmörkuð við 20 A í
Þýskalandi.
Webasto Pure
Í öðrum Evrópuríkjum er einfasa hleðsla með 32 A
hleðslustraumi leyfileg. Notandi getur á eigin ábyrgð
gert takmörkunina við 20 A óvirka í samræmi við
gildandi reglur og staðla á hverjum stað.
Gildi sjálfvars fyrir rafstreng
Straumgildi valins sjálfvars má alls ekki vera minna
en straumgildið sem kemur fram á upplýsingaplötu
hleðslustöðvarinnar eða stillt er á með DIP-rofanum. Sjá
kafla 8.5.
Við val á sjálfvari skal fara eftir gildandi uppsetningarreglum
og stöðlum á hverjum stað.
Rofbúnaður
Ekki er rofbúnaður í sjálfri hleðslustöðinni.
Öryggisbúnaðurinn í rafmagnstöflunni er því einnig notaður
til að rjúfa strauminn til hleðslustöðvarinnar.
8.3 Uppsetning (sjá mynd 14)
Meðfylgjandi uppsetningarbúnaður er ætlaður til að
setja hleðslustöðina upp á steinsteyptum vegg eða á
utanáliggjandi standi.
Setjið uppsetningargrindina eingöngu upp með
meðfylgjandi uppsetningarbúnaði.
Sjá mynd 04 sem sýnir uppsetningargrindina.
Skýringartexti við mynd 04
1. Uppsetningargrind
2. Hallamál
3. Hak til að hengja hleðslustöðina í
Úrtök fyrir strenginntak ef rafstrengur er utanáliggjandi.
A
Merkið fyrir fjórum borgötum með
X
X
uppsetningargrindinni og hallamálinu.
– Gætið þess að borgötin séu fyrir miðju.
Borið fjögur göt í vegginn.
X
X
Setjið múrtappa í borgötin.
X
X
Uppsetningargrind undirbúin fyrir frágang rafstrengs:
X
X
– Rafstrengur tekinn inn aftan frá:
Leiðið strenginn í gegnum neðri hluta grindarinnar.
– Rafstrengur ofan/neðan frá eða vinstra/hægra megin:
Takið úrtökin af grindinni.
Stillið halla uppsetningargrindarinnar af.
X
X
Festið uppsetningargrindina með tveimur stuttum
X
X
skrúfum og skinnum í efri götunum.
Fjarlægið báðar skrúfurnar (sjá mynd 03) í opinu og takið
X
X
neðri hlífina af.
Leiðið rafstrenginn í gegnum opið á neðanverðu ytra
X
X
byrði og festið hann með gúmmíkraganum sem fylgir
með (sjá mynd „14", 1).
Setjið hleðslustöðina á bæði hökin á efri hluta
X
X
grindarinnar.
Festið neðri hluta hleðslustöðvarinnar með báðum löngu
X
X
skrúfunum og skinnum.
8.4 Rafmagnstengingar
■
■
Klemmurnar í hleðslustöðinni eru tengiklemmur.
■
■
Þverflatarmál fyrir hefðbundna uppsetningu er - allt eftir
strengnum og tegund uppsetningar - að lágmarki 6 mm²
(fyrir 16 A) og 10 mm² (fyrir 32 A).
Ef um sveigjanlegan rafstreng er að ræða skal nota
vírendahulsur.
Leiðið rafstrenginn miðsvegar, beint og án spennu inn í
X
X
hleðslustöðina í gegnum gúmmíkragann (sjá mynd 14,1).
Leggið rafstrenginn í réttum radíus
X
X
(t.d. þvermál strengs x10) frá tengiklemmunum.
Skerið vírana í hentuga lengd. Hafið tengingarnar eins
X
X
stuttar og kostur er. Varnarleiðarinn ætti að vera lengri
en hinir vírarnir.
Afeinangrið 12 mm af vírunum. Ef vírarnir eru ekki stífir
X
X
skal nota vírendahulsur.
Athugið hvort um einfasa eða þriggja fasa straum er að
X
X
ræða.
– Einfasa: Notið eingöngu L1, N og PE.
– Þriggja fasa: Notið L1, L2, L3, N og PE. Mælið því næst
hverfisviðið. Sviðið þarf að vera með hægri snúningi.
Festið vírana samkvæmt áletrunum á tengiklemmum.
X
X
(Sjá mynd 09)
Gangið úr skugga um að tengingarnar séu vel festar og
X
X
að rafstrengurinn sé traustur.
25