54
ICE
MIKILVÆGT: GEYMIÐ
LEIÐBEININGARNAR SVO AÐ
HÆGT SÉ AÐ SKOÐA ÞÆR
SÍÐAR
ÁBENDINGAR UM
ÖRYGGISATRIÐI
Tilkynning: Þetta er öryggisbúnaður
fyrir börn af gerðinni i-Size
Enhanced Child Restraint System.
Búnaðurinn er samþykktur, í
samræmi við UN-reglugerð nr.
129, til notkunar í ökutæki sem er
samhæft við i-Size-sætisstillingar,
eins og þær eru tilgreindar af
framleiðanda ökutækisins í
notendahandbók ökutækisins.
Ef vafi leikur á skal hafa samband
við annað hvort framleiðanda eða
söluaðila Enhanced Child Restraint
System öryggisbúnaðarins.
Þessi öryggisbúnaður fyrir börn
af gerðinni i-Size passar ekki í öll
ökutæki.
Til að fá frekari ráðleggingar um
það hvort þetta kerfi hentar þínu
ökutæki skaltu skoða
lista yfir samhæf ökutæki áður en
þú kaupir búnaðinn til að ganga
úr skugga um að gerð, tegund
og árgerð þíns ökutækis henti
búnaðinum. Smelltu á tengilinn
hér að neðan til að sækja nýjasta
listann yfir samhæf ökutæki:
www.silvercrossbaby.com/
customer-service/
instructionmanuals
VIÐVÖRUN:
ÞESSI VARA HENTAR
BÖRNUM FRÁ FÆÐINGU OG
UPP AÐ 13 KG.
ÞESSI VARA HENTAR
BÖRNUM SEM ERU
40 CM TIL 85 CM Á LENGD.
VIÐ DAGLEGA NOTKUN
ÖKUTÆKIS SKAL GÆTA
ÞESS AÐ ENGIR HLUTAR
SÆTISBELTISINS
EÐA BARNASTÓLSINS GETI
FLÆKT EÐA FEST SIG Í
FÆRANLEGU BÍLSÆTI EÐA
DYRUM ÖKUTÆKISINS.
ALDREI MÁ SKILJA BARN
EFTIR ÁN EFTIRLITS Í
BARNABÍLSTÓLNUM.
GAKKTU ÚR SKUGGA UM AÐ
ALLUR LÆSINGABÚNAÐUR
HAFI VERIÐ FESTUR
FYRIR NOTKUN OG AÐ
ÓLAR OG BELTI SÉU
VEL HERT OG EKKI SNÚIN.
EKKI LEYFA BARNINU
AÐ LEIKA SÉR MEÐ
ÞESSA VÖRU.STAÐSETTU
BARNASTÓLINN
ÆVINLEGA Á SLÉTTU GÓLFI
OG HAFÐU HANDFANGIÐ Í
FESTRI STÖÐU Á MEÐAN
BARNINU ER KOMIÐ FYRIR
EÐA ÞAÐ TEKIÐ
ÚR STÓLNUM. (SJÁ Í 6.1
OG 8.1) EKKI MÁ NOTA
BÚNAÐINN Í FARÞEGASÆTI
SEM ER BÚIÐ VIRKUM
LÍKNARBELGJUM.(SJÁ
NÁNAR Í 9.1 OG 13.1)
SILVER CROSS TEKUR ENGA
ÁBYRGÐ Á SKEMMDUM
EÐA UMMERKJUM UM SLIT
Á SÆTISÁKLÆÐI.
EKKI MÁ STAÐSETJA
STOÐFÓTINN AÐ FRAMAN Á
HLERA YFIR GEYMSLURÝMI Í
GÓLFI. STOÐFÓTUR AÐ
FRAMAN VERÐUR AÐ HVÍLA
ALLUR OG TRYGGILEGA
Á GÓLFI ÖKUTÆKISINS.
(SJÁ 9.9 TIL 9.11)
BARNASTÓLLINN
VERÐUR ALLTAF AÐ VERA
BAKVÍSANDI. (SJÁ 13.9)
ALDREI MÁ FESTA
UNGBARNABÍLSTÓLINN
MEÐ TVEGGJA PUNKTA
MITTISBELTI.
SKIPTA ÆTTI ÚT ÞESSUM
ÖRYGGISBÚNAÐI EFTIR
AÐ SLYS HEFUR ÁTT SÉR
STAÐ JAFNVEL ÞÓTT ENGIN
MERKI UM TJÓN SÉU
SÝNILEG.
HLÍFIN OG
BRINGUPÚÐARNIR
EIGA ALLTAF AÐ VERA Á.
ÞETTA ER MIKILVÆGUR
HLUTI AF
ÖRYGGISBÚNAÐINUM.
AÐEINS MÁ NOTA
VARAHLUTI SEM ERU
FRAMLEIDDIR AF EÐA MÆLT
MEÐ AF SILVER CROSS.
EKKI MÁ NOTA AUKAHLUTI
SEM SILVER CROSS HEFUR
EKKI SAMÞYKKT.
EKKI MÁ NOTA BÚNAÐINN
EF EINHVER HLUTI HANS ER
BROTINN, RIFINN EÐA
VANTAR. EKKI MÁ GERA
NEINAR BREYTINGAR
Á BARNABÍLSTÓLNUM ÁN
LEYFIS.
EKKI SKAL SKILJA LAUSAN
FARANGUR EÐA HLUTI
EFTIR Á BÖGGLAHILLU
ÖKUTÆKISINS, ÞAR SEM
SLÍKT GÆTI VALDIÐ
ALVARLEGUM MEIÐSLUM Á
FARÞEGUM EF SLYS Á SÉR
STAÐ.
Á MEÐAN VERIÐ ER AÐ
STILLA STÓLINN
VERÐUR AÐ HALDA ÖLLUM
HREYFANLEGUM HLUTUM
FRÁ BARNINU.
GÆTTU ÞESS AÐ
MITTISBELTIN LIGGI
NEÐARLEGA OG YFIR
MJAÐMAGRINDINNI
HALTU ÖRYGGISBÚNAÐI
FYRIR BARNIÐ FJARRI
ÖLLUM ÆTANDI
VÖKVUM, MÁLNINGU EÐA
LEYSIEFNUM, SEM GÆTU
SKEMMT VÖRUNA.
ALLTAF SKAL HALDA Á
UNGBARNABÍLSTÓLNUM
Á MEÐAN VERIÐ ER AÐ
BREYTA STILLINGUM.
UMHIRÐA OG VIÐHALD
Strjúktu af vörunni með klút með mildri
handsápu og volgu vatni. Ekki má
nota hreinsiefni, leysiefni eða sterka
sápu. Slík efni geta valdið
niðurbroti í skel eða öryggisbelti
ungbarnabílstólsins. Ekki má
fjarlægja, taka sundur eða breyta
neinum hluta skeljar eða öryggisbeltis
ungbarnabílstólsins. Ekki má olíubera
eða smyrja neina hluta skeljar eða
öryggisbeltis ungbarnabílstólsins.
Óhreinindi og ryk inni í hreyfanlegum
hlutum búnaðarins má hreinsa burtu
með hreinu vatni. Má ekki leggja í
bleyti eða sökkva í vatn.
ÁKLÆÐI
1. Það er auðvelt að fjarlægja
sætisáklæðið og það má þvo á
þvottakerfi fyrir viðkvæman þvott,
við 30° C og með mildu þvottaefni.
2. Gættu þess að fjarlægja alla
íhluti úr plasti eða svampi innan úr
áklæðum fyrir þvott.
silvercrossbaby.com
55