Íslenska – 4
Stuðningsþrep
ECO
TOUR
SPORT/eMTB
TURBO
A)
Stuðningsstuðullinn getur verið frábrugðinn í sumum útfærslum.
B)
Hámarksgildi
Kveikt og slökkt á teymingarhjálp
Teymingarhjálpin getur auðveldað þér að teyma rafhjólið.
Þegar þessi eiginleiki er notaður fer hraðinn eftir gírnum sem
hjólið er í og getur í mesta lagi náð 6 km/h.
Aðeins má nota teymingarhjálpina þegar rafhjólið er
u
teymt. Ef hjól rafhjólsins snerta ekki jörðu þegar
teymingarhjálpin er notuð skapast slysahætta.
Til að gera teymingarhjálpina virka skal ýta stuttlega á
hnappinn WALK á hjólatölvunni. Þegar búið er að gera
teymingarhjálpina virka skal ýta á hnappinn + innan
10 sekúndna og halda honum inni. Kveikt er á drifi
rafhjólsins.
Athugaðu: Ekki er hægt að virkja teymingarhjálpina í
stuðningsþrepinu OFF.
Slökkt er á teymingarhjálpinni um leið og eitthvað af
eftirfarandi gerist:
– hnappinum + (15) er sleppt,
– hjólin á rafhjólinu læsast (t.d. þegar hemlað er eða rekist
er á hindrun),
– hraðinn fer yfir 6 km/h.
Virkni teymingarhjálparinnar fer eftir reglum í hverju landi
fyrir sig og getur hún því ýmist verið með öðrum hætti en lýst
er hér að ofan eða óvirk.
Kveikt/slökkt á ljósunum á hjólinu
Í útfærslunni þar sem ljósin fá straum frá rafhjólinu er hægt
að kveikja og slökkva á bæði fram- og afturljósinu í einu á
hjólatölvunni.
Áður en hjólað er af stað skal ganga úr skugga um að ljósin á
hjólinu virki rétt.
Upplýsingar um hvernig hjólað er á rafhjólinu
Hvenær vinnur drifið?
Drifið aðstoðar þig við að hjóla þegar þú stígur á fótstigin.
Ekki er veittur stuðningur nema að stigið sé á fótstigin.
Afköst drifsins fara alltaf eftir því hversu miklu afli er beitt á
fótstigin.
Ef litlu afli er beitt á fótstigin verður stuðningurinn minni en
þegar miklu afli er beitt. Þetta gildir óháð því hvaða
stuðningsþrep er stillt á.
Drifið slekkur sjálfkrafa á sér þegar hraðinn fer yfir
25/45 km/h. Þegar hraðinn fer niður fyrir 25/45 km/h
stendur drifið sjálfkrafa aftur til boða.
0 275 007 XD4 | (29.05.2023)
Performance Line
(BDU490P)
60%
140%
240%
340%
A)
Stuðningsstuðull
Performance Line CX
(BDU450 CX)
60%
140%
B)
240/140 ... 340%
340%
Undantekning á þessu er teymingarhjálpin sem gerir kleift að
teyma rafhjólið á litlum hraða án þess að stíga á fótstigin.
Þegar teymingarhjálpin er notuð geta fótstigin snúist með.
Einnig er hvenær sem er hægt að hjóla á rafhjólinu eins og
venjulegu hjóli, annaðhvort með því að slökkva á því eða með
því að stilla stuðningsþrepið á OFF. Hið sama á við þegar
rafhlaða rafhjólsins er tóm.
Samspil drifeiningar og gírskiptingar
Jafnvel þótt um rafhjól sé að ræða er gírskiptingin notuð með
sama hætti og á venjulegu reiðhjóli (sjá notendahandbók
rafhjólsins).
Óháð því um hvernig gírskiptingu er að ræða er mælt með því
að stíga léttar á fótstigin í stutta stund á meðan skipt er um
gír. Þannig verður auðveldara að skipta um gír og dregið er úr
sliti á aflrásinni.
Með því að setja í réttan gír er hægt að auka hraðann og
drægið án þess að leggja meira á sig.
Byrjað að kynnast rafhjólinu
Mælt er með því að byrjað sé á því að kynnast rafhjólinu utan
fjölfarinna gatna.
Prófaðu mismunandi stuðningsþrep. Byrjaðu á lægsta
stuðningsþrepinu. Um leið og þér finnst þú hafa náð góðum
tökum á rafhjólinu getur þú byrjað að hjóla á því í umferðinni.
Prófaðu drægi rafhjólsins við mismunandi skilyrði áður en þú
ferð að skipuleggja lengri og meira krefjandi ferðir.
Áhrif á drægi
Ýmis atriði hafa áhrif á drægið, til dæmis:
– stuðningsþrepið,
– hraðinn,
– eiginleikar gírskiptingarinnar,
– það af hvaða gerð dekkin eru og hversu mikill þrýstingur
er í þeim,
– aldur og ástand rafhlöðunnar í rafhjólinu,
– hvernig leiðin liggur (halli) og hvernig undirlagið er
(slitlagið á akbrautinni),
– mótvindur og umhverfishitastig,
– þyngd rafhjóls, ökumanns og farangurs.
Cargo Line
60%
140%
240%
400%
Bosch eBike Systems