Uppsetning hugbúnaðar
Áður en C-Pen 10 er tengt við PC-tölvuna verður að setja upp
hugbúnaðinn sem er á meðfylgjandi geisladiski.
1. Lokið öllum forritum sem opin eru.
2. Setjið geisladiskinn í geisladrif PC-tölvunnar. Uppsetningarforritið
ræsist sjálfvirkt.
3. Næst er að velja Mál á valmynd í svarglugganum, þ.e. tungumálið sem
er í valmyndum forritsins Um tvennt er að ræða: að nota sjálfgefna
tungumálið á listanum eða velja annað tungumál. Málið sem valið er, er
jafnframt innlestrarmál C-Pen. Hægt er að breyta um mál síðar í
Stillingar. Smellið á Næst.
4. Í næsta valglugga á að velja möppuna þar sem ætlunin er að koma
hugbúnaðinum fyrir. Annaðhvort er valin mappan sem stungið er upp á
eða smellt á Vafra til að velja aðra möppu. Smellið á Setja Upp að lokum.
5. Þegar uppsetningunni er lokið koma fram skilaboð um það.
6. Tengið C-Pen 10 í USB tengið á PC-tölvunni.
Bilanaleit
• Ef tölvan spyr um rekla kann ástæðan að vera sú að C-Pen hefur verið
tengdur áður en hugbúnaðurinn á meðfylgjandi geisladisk var settur
upp. Aftengið C-Pen, setjið upp hugbúnaðinn og tengið C-Pen aftur.
• Ef uppsetningarforritið fer ekki í gang, er nóg að fara í Byrja á
verkreininni og velja Keyra. Í textasvæðið á að slá inn
geisladiskurinn er í D drifinu).
C-Pen aðgerðir
Hægt er að skipta milli tveggja aðgerða í C-Pen:
• Lesari - til að lesa
• Mús - til að virka sem mús.
Lesari
C-Pen 10 getur lesið texta og tölur í flestum leturgerðum frá 5 og upp í
22 púnkta (að meðtöldu feitu letri og skáletri). Til að lesa tölustafi, t.d.
tilvísunarnúmer við greiðslu í gegnum netbanka, er stutt á C-Pen íkoninn
á verkreininni og Tölur valið sem lestrarhamur á valmyndinni. Kerfið
D:\setup
(ef
65
IS