3M itarus Versaflo M Serie Manual Del Usuario página 41

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 20
(mynd 21).
Hlíf fyrir höfuð, háls og axlir (aðeins M-100/M-200/M-300 Series). - Fjarlægið svarta
þéttið á hjálmgrímunni úr grópinni (mynd 20). Setjið höfuðstykkið inn í hlífina og dragið
loftinntakið alveg í gegnum opið aftan á hlífinni. Setjið þéttið á hlífinni fast alveg inn í
grópina á umgjörð hjálmgrímunnar.
Eldþolin hlíf á höfuðstykki. - Fjarlægið svarta þéttið á hjálmgrímunni úr grópinni (mynd
20). Setjið þéttið á hlífinni fast alveg inn í grópina á umgjörð hjálmgrímunnar. Dragið
lykkjuna á hlíf höfuðstykkisins yfir loftinntakið á höfuðstykkinu. Loftinntakið kemst í
gegnum opið aftan á hlífinni. Athugaðu: Ef verið er að setja hlífina á með
eyrnaskjólasamstæðu skal skoða leiðbeiningarnar fyrir eyrnaskjólasamstæðuna hér á
eftir.
Hökuól. - Festið hökuólina við festipunktana á höfuðbeislinu (mynd 22).
Eyrnaskjólasamstæða sem er fest á höfuðstykki (eingöngu M-100/M-200/M-300
Series). - Finndu festipunktana (mynd 23 og 24). Þegar hún er notuð er festingin hægra
megin merkt með „X" og festingin vinstra megin merkt með „O" (mynd 25). Festa skal
eyrnaskjólin eins og sýnt er á mynd 26. Notið skrúfjárn til að ýta festipunktunum inn áður
en eyrnaskjólasamstæðan er skrúfuð eins fast og hægt er við skelina.
Athugaðu: Ef eyrnaskjólasamstæðan er notuð með eldþolinni hlíf fyrir höfuðstykki verður
fyrst að draga áfestu eyrnaskjólin í gegnum raufarnar á hlíf höfuðstykkisins áður en
lykkjan á hlífinni er dregin yfir loftinntakið.
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
Þessar vörur ætti að geyma í eigin umbúðum við þurr og hrein skilyrði fjarri hitagjöfum og
bensín- og leysiefnagufum.
^ Geymið ekki í beinu sólarljósi.
Geymist ekki við hitastig sem fer umfram -30°C til +50°C eða þar sem rakastig er hærra
en 90%.
Ef varan er geymd til lengri tíma áður en hún er notuð er mælt með að hún sé geymd við
4°C til 35°C.
Ef varan er geymd við uppgefin geymsluskilyrði er hámarksending hennar (í geymslu og í
notkun) 5 ár frá framleiðsludagsetningu. Upprunalegar umbúðir henta til flutninga á
vörunni um öll Evrópusambandsríkin.
TÆKNILÝSING
(Nema annað sé tekið fram í sérleiðbeiningunum)
Öndunarhlífar
M-100 Series
Nafngildi varnarþáttar = 10
EN12941 TH1 þegar tengt er við 3M™ Dustmaster loftdælu.
Nafngildi varnarþáttar = 50
EN12941 TH2 þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™ Versaflo™ TR-602E,
3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+, 3M™ Jupiter™ og 3M™ Adflo™ loftdælur.
EN14594 2B þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E, V-500E og 3M™
Flowstream™ stilla.
EN1835 LDH2 þegar tengt er við 3M™ Vortemp™ og 3M™ Vortex stilla.
M-200 Series
Nafngildi varnarþáttar = 50
EN12941 TH2 þegar tengt er við 3M™ Jupiter™ loftdælu.
Nafngildi varnarþáttar = 500
EN12941 TH3 þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™ Versaflo™ TR-602E
og 3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+ loftdælur.
Nafngildi varnarþáttar = 200
EN14594 3B þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E og V-500E stilla.
M-300 Series
Nafngildi varnarþáttar = 10
EN12941 TH1 þegar tengt er við 3M™ Dustmaster loftdælu.
Nafngildi varnarþáttar = 500
EN12941 TH3 þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™ Versaflo™ TR-602E
og 3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+ loftdælur.
Nafngildi varnarþáttar = 200
EN14594 3B þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E og V-500E stilla.
Nafngildi varnarþáttar = 50
EN12941 TH2 þegar tengt er við 3M™ Jupiter™ og 3M™ Adflo™ loftdælur.
EN14594 2B þegar tengt er við 3M™ Flowstream™ stilli.
EN1835 LDH2 þegar tengt er við 3M™ Vortemp™ og 3M™ Vortex stilla.
M-400 Series
Nafngildi varnarþáttar = 10
EN12941 TH1 þegar tengt er við 3M™ Dustmaster loftdælu.
Nafngildi varnarþáttar = 50
EN12941 TH2 þegar tengt er við 3M™ Adflo loftdælu
Nafngildi varnarþáttar = 500
EN12941 TH3 þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™ Versaflo™ TR-602E,
3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+ og 3M™ Jupiter™ loftdælur.
Nafngildi varnarþáttar = 200
EN14594 3B þegar tengt er við 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E og V-500E stilla og
3M™ Flowstream™ stilli.
EN1835 LDH3 þegar tengt er við 3M™ Vortemp™ og 3M™ Vortex stilla.
Athugið: Þegar stillar og þrýstiloftsleiðslur sem eru eingöngu merkt EN1835 eru notuð
með M-Series höfuðstykkjum mun samsetningin eingöngu uppfylla skilyrði EN1835.
Athugaðu: M-Series höfuðstykki uppfylla kröfur um háan styrk (B) í EN14594. Þau eru
samþykkt til notkunar ásamt ýmsum tegundum af þrýstiloftsleiðslum sem uppfylla kröfur
um bæði lágan og háan styrk (A og B). Upplýsingar má finna í kafla um merkingar á
búnaði í viðeigandi notendaleiðbeiningum fyrir stilla.
Nafngildi varnarþáttar (NPF) - tala sem er leidd af hámarkshlutfalli heildarleka inn á við
sem heimilaður er í viðeigandi Evrópustöðlum fyrir tiltekinn flokk öndunarhlífa.
Augnhlífar
Umgjörð hjálmgrímu – EN166:3:9:BT (vökvi sem skvettist 3, bráðið málmefni 9 og
högg í meðallagi við of hátt og of lágt hitastig BT).
M-925 hjálmgríma – EN166:1:BT:3:9 (sjónglerjaflokkur 1, högg í meðallagi við of hátt
og of lágt hitastig BT, vökvi sem skvettist 3 og bráðið málmefni 9)
M-927 hjálmgríma – EN166:1:BT:3 (sjónglerjaflokkur 1, högg í meðallagi við of hátt og
of lágt hitastig BT og vökvi sem skvettist 3).
Vernd höfuðs
M-206 og M-207 höfuðstykkin með M-200 hjálmskel uppfylla kröfur EN812 (sjá hér á
eftir).
440 V riðstraumur – rafeinangrun.
M-306 og M-307 höfuðstykkin með M-300 hjálmskel uppfylla kröfur EN397 (sjá hér á
eftir).
M-406 og M-407 höfuðstykkin með M-400 hjálmskel uppfylla kröfur EN397 (sjá hér á
eftir).
LD – lárétt aflögun.
440 V riðstraumur – rafeinangrun.
Flæðieiginleikar
Lágmarksgildi framleiðanda fyrir hönnunargerð (MMDF).
170 l/mín. (3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™ Versaflo™ TR-602E, 3M™ Versaflo™
TR-302E/TR-302E+ loftdælur og 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E og V-500E stillar)
160 l/mín. (3M™ Adflo™ loftdæla)
150 l/mín. (3M™ Jupiter™ og Dustmaster™ loftdæla og 3M™ Flowstream™, 3M™
Vortemp™ og 3M™ Vortex stillar).
Athugaðu: Þegar M-400 Series höfuðstykkin eru notuð með 3M™ Vortemp™ og 3M™
Vortex stillunum er ráðlagt þrýstingssvið 4 - 6 bör).
Hámarksflæði – sjá viðeigandi notkunarleiðbeiningar.
Höfuðstærð
Ein stærð, hægt að stilla á milli 51 cm og 64 cm.
Lengdir á öndunarslöngum
BT-20S – 735 mm (29 tommur)
BT-20L – 965 mm (38 tommur)
BT-30 – 525 mm til 850 mm (21 til 34 tommur)
BT-40 – 840 mm (33 tommur)
834008 – 950 mm
834016 – 525 mm til 850 mm
834017 – 775 mm
Vinnsluhitastig
-10°C til + 55°C
Þyngd
M-106 605 g, M-107 605g, M-206 650 g, M-207 650 g, M-306 873 g, M-307 873 g, M-406
1196 g og M-407 1147g.
40

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido