Descargar Imprimir esta página

Metasys GREEN&CLEAN BR Manual De Instrucciones página 28

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 10
GREEN
IS
&
Efni í flöskunni
4% lausn byggð á vetnisperoxíði til að fjarlægja
lífhimnu á tannlæknastólum með flöskukerfi.
Mælt er með að nota GREEN&CLEAN BR
ásamt METASYS BR hreinsitækinu til að þrífa
tannlæknastóli og áður en vatnssótthreinsikerfi er
sett upp.
Varúð: Eingöngu þjálfað starfsfólk má fjarlægja
lífhimnu (öflug sótthreinsun)!
Virknisvið: Fyrir skilvirk þrif og sótthreinsun
á vatnsleiðslum og til að fjarlægja lífhimnu af
tannlæknastólum.
Öryggisleiðbeiningar: Forðist að efnið komist í
snertingu við húð og augu. Geymið þar sem börn ná
ekki til. Má ekki neyta.
Notkun:
Notið hlífðarhanska og augnhlífar við notkun!
Fjarlægið öll tæki sem nota vatn (t.d. túrbínur,
handtæki, tengingar; NEMA loft/vatnsúðara) frá
tannlæknastólnum (til að koma í veg fyrir stíflur).
Fyllið tómu vatnsflöskuna í tannlæknastólnum
1
með GREEN&CLEAN BR.
MIKILVÆGT: Áður en lífhimnan er fjarlægð
skal athuga hvort að borð tannlæknisins (t.d.
tannlækningatækin) sé sjálfstætt kerfi eða hvort að
borð tannlæknisins, aðstoðarmanns og sjúklings
(t.d. munnskolun, vaskur til að spýta í) á stólnum séu
tengd hvert við annað: Ef um er að ræða sjálfstætt
kerfi nægja 250 ml af GREEN&CLEAN BR. Ef borð
stólsins eru tengd saman þarf að nota a.m.k. 1000 ml
af GREEN&CLEAN BR.
Tengið vatnsflöskuna við meðferðareininguna og
2
fyllið vatnsleiðslurnar.
Opnið öll vatnsúttök og bíðið eftir að fjólublár
3
vökvi renni út. Fyrir meðferðareiningu án vasks til að
skola munn: Notið viðeigandi ílát (t.d. fötu eða skál)
til að taka við affallsvökvanum!
Um leið og fjólublár vökvi fer að renna út, skal
4
skrúfa fyrir öll úttök og láta viðeigandi tíma fyrir virkni
líða (30 mín.).
Eftir að virknitíminn er liðinn skal fylla tómu og
5
hreinu vatnsflöskuna í tannlæknastólnum með
hreinu vatni, tengja hana við tannlæknastólinn og
28
CLEAN BR
skola vatnsflöskuna og leiðslurnar alveg.
Endurtakið hreinsiferlið er þörf er á þar til öllu
6
GREEN&CLEAN BR hefur verið skolað út. Til að
framkvæma öfluga sótthreinsun á flöskunni sjálfri
skal fyllla vatnsflöskuna upp að hálsinum með
GREEN&CLEAN BR. Lokið vatnsflöskunni og
hristið vökvann í henni til að bleyta öll yfirborð alveg.
Virknitíminn er 30 mínútur. Tæmið síðan flöskuna
og skolið hana með hreinu vatni. Endurtakið þetta
skref nokkrum sinnum ef þess þarf, þar til öllu
GREEN&CLEAN BR hefur verið skolað út.
Ef vaskur til að skola munn og vatnsglasáfylling
7
eru ekki tengd við flöskukerfið mælum við með
því að framkvæma þrifa- og sótthreinsi ferlið með
METASYS BR lífhimnuhreinsitækinu (METASYS Art.
No. 40050501 METASYS BR lífhimnuhreinsitæki
+ 1 x 1000 ml flaska af GREEN&CLEAN BR
lífhimnuhreinsilausn). Sjá leiðbeiningar um notkun
tækisins fyrir upplýsingar um hvernig þetta skal
gert. Hægt er að panta það beint frá METASYS
Medizintechnik GmbH.
Öfluga sótthreinsunin ætti að vera endurtekin að
minnsta kosti árlega og ef þörf er á, jafnvel þó að
vatnsleiðslurnar séu stöðugt sótthreinsaðar.
Blandan er flokkuð sem ekki hættuleg samkvæmt
reglugerð (EB) 1272/2008 [GHS].
Samsetning: 4% vetnisperoxíð, vatn, litarefni

Publicidad

loading