ATH: Sjá notkunarleiðbeiningar með ON-Q dælunni um hvernig fylla
skuli dæluna og aðrar leiðbeiningar um notkun.
LYFJAGJAFARSETTIÐ FORHLAÐIÐ
Notið smitgátaða aðferð
VARÚÐ: Takið ekki rauða flipann af fyrr en slöngur er
að fullu forfylltar. Ef búnaðurinn er ekki forfylltur rétt getur
verið að gefnir séu allt að 5 ml af lofti úr lyfjaberinu.
1. Leggið ONDEMAND* búnaðinn á slétt yfirborð með merkið á
rauða flipann upp (Mynd A).
2. Opnið klemmuna og fjarlægið lok af slöngu til að byrja að
forhlaða. Ekki farga slöngulokinu.
3. Þegar allt loft hefur verið tæmt úr öllum slöngum og
vökvarennsli sést við ysta enda Luer-tengisins (tekur um
4 mínútur), er forhleðslu lyfjagjafarsettsins lokið.
4. Setjið lokið aftur á slönguna þar til hún er tilbúin til notkunar.
5. Fjarlægið rauða flipann með því að toga hann beint frá (Mynd B).
Mikilvægt er að taka rauða flipann alveg af og gæta þess að hann
brotni ekki (Mynd C). ONDEMAND* lyfjaberið tekur að fyllast.
VIÐVÖRUN: Togið ekki rauða flipann upp þar
sem hann gæti brotnað (Mynd C). Ef rauði flipinn er
ekki fjarlægður eða brotnar við það, verður stöðugt
rennsli. Rennslið getur orðið mun meira en uppgefið
heildarrennsli (lyfjaber + grunngildi).
6. Búnaðurinn er nú tilbúinn til notkunar, hins vegar verður
heildarskammtur lyfjabers ekki aðgengilegur fyrr en að
uppgefnum endurfyllingartíma liðnum. Rauðguli mælirinn ætti
að vera í efstu stöðu (Mynd D).
UPPHAF INNRENNSLIS
1. Tengið slöngur við hollegg sjúklings. Gætið þess að tengingin sé
örugg og að klemman sé opin.
2. Sjúklingur eða heilbrigðisstarfsmaður ætti að gefa lyfjaber eins
fljótt og hægt er eftir að innrennslisgjöf hefst til að ganga úr
skugga um að búnaðurinn virki rétt. Lyfjabershnappurinn ætti að
smella upp innan fárra mínútna og rauðguli mælirinn að fara að
hreyfast upp á við.
LYFJABERIÐ VIRKJAÐ
1. Þrýstið niður á hnappinn þar til hann læsist í rétta stöðu
(Mynd E).
2. Lyfjaberið er gefið og ONDEMAND* byrjar að fyllast aftur.
3. Rauðguli mælirinn sýnir hve mikið lyf er í lyfjabers-búnaðinum
(Mynd D).
4. Næsta fulla lyfjaberið verður tiltækt þegar rauðguli mælirinn er í
efstu stöðu.
5. Ef stutt er á lyfjabersinshnappinn áður en endurfyllingartíma er
lokið verður skammtur lyfjabersins ekki gefinn að fullu.
VIÐVÖRUN: Ef lyfjabers- hnappurinn læsist ekki,
skal loka klemmunni. Samfelld lyfjagjöf gæti verið í
gangi. Þessi lyfjagjöf gæti verið mun meiri en uppgefið
heildarrennsli.
Ath: Eðlilegt er að hann læsist ekki innan 30 mínútna eftir að ýtt
er á lyfjabershnappinn.
VIÐVÖRUN: Ef hnappurinn smellur ekki aftur upp
innan 30 mínútna, skal athuga stöðu rauðgula mælisins:
1. Ef rauðguli mælirinn er í neðstu stöðu skal loka klemmunni.
Stöðug lyfjagjöf gæti verið í gangi sem getur verið mun meiri
en uppgefið heildarrennslið.
eða
2. Ef rauðguli mælirinn er í efstu stöðu, getur verið að eitthvað
hindri rennslið. Athugið slöngur í leit að snurðum, lokuðum
klemmum eða flæði tengds búnaðar eins og holleggs
eða loftsíu (athugið flæði) í samræmi við hefðbundnar
vinnureglur.
TÆKNILÝSING
Hvorki skal fylla á minna en uppgefið rúmmál né fara yfir
hámarks rúmmál. Sjá töflu 1.
Með uppgefnu heildarrennsli er átt við lyfjaber + grunngildi, sem
er innrennsli á klst. Sjá töflu 2 um upplýsingar um heildarrennsli
eftir mismunandi endurfyllingartímum lyfjabers.
Viðvörun: Lyfjaber fæst eftir þörfum. Til að minnka
hugsanlegar aukaverkanir, skal lyfjagjöf miðast við
uppgefið heildarrennsli.
TAFLA 1: HÁMARKS FYLL. RÚMM.
Uppgefið rúmm.
Hám. rúmm.
270 ml
400 ml
TAFLA 2: UPPGEF. HEILDARRENNSLI
Lyfjaskammtur
Endurfyll. tími
5 ml
5 ml
ONDEMAND* búnaðurinn er fáanlegur með ýmist 30 eða 60
mín. endurfyllingartíma eins og kemur fram á búnaðinum.
Endurfyllingartíminn er nærri því línulegur.
Rúmm. eftir
335 ml
≤ 9 ml
550 ml
≤ 15 ml
Heildarinn-
rennslishraði
10 ml/klst. +
30 mín
grunninnrennsli
5 ml/klst. +
60 mín.
grunninnrennsli
33