MYQ
MyQ gerir það kleift að stjórna bílskúrshurðaopnaranum með snjallsíma eða tölvu hvar sem er. MyQ-tækin notar þráðlaust fjarskiptamerki til að koma
á fót tvíátta samskiptum á milli bílskúrshurðaopnarans og aukabúnaðar með MyQ uppsett. Bílskúrshurðaropnarinn er með innbyggða gátt sem gerir
honum kleift að hafa bein samskipti við Wi-Fi®-net og komast inn á viðkomandi MyQ-reikning.
INNRAUÐIR LJÓSNEMAR
Þegar innrauðu ljósnemarnir eru rétt tengdir og stilltir greina þeir hindranir á vegi innrauða geislans sem þeir senda frá sér. Ef hindrun rýfur innrauða
geislann þegar hurðin er að lokast staðnæmist hurðin og opnast síðan alveg og ljósin á opnaranum blikka 10 sinnum. Hurðin lokast ekki með
fjarstýringu ef hurðin er opin og innrauðu ljósnemarnir eru rangt stilltir. Hins vegar er hægt að loka hurðinni ef hnappinum á hurðarstýringunni eða
lyklalausri opnun er haldið inni þar til hurðin lokast alveg. Innrauðu ljósnemarnir hafa ekki áhrif á opnun hurðarinnar
ORKUSPARNAÐUR
Bílskúrshurðaopnarinn fer í hvíldarstillingu þegar hurðin er alveg lokuð til að spara orku. Hvíldarstillingin slekkur á bílskúrshurðaopnaranum þar til
kveikt er á honum aftur. Hvíldarstillingin er samstillt við ljósið á bílskúrshurðaopnaranum; um leið og ljósið slokknar slokkna LED-ljós skynjarans
og alltaf þegar kviknar á ljósum bílskúrshurðaopnarans kviknar á LED-ljósum skynjarans. Bílskúrshurðaopnarinn fer ekki í hvíldarstillingu fyrr en
bílskúrshurðaopnarinn hefur farið í gegnum fimm ferla við ræsingu.
LJÓS
The garage door opener light will turn on when the opener is initially plugged in; power is restored after interruption, or when the garage door opener
is activated. The light will turn off automatically after 4-1/2 minutes.
LIGHT FEATURE
Bílskúrshurðaopnarinn er með einni stillingu til viðbótar; ljósin kvikna þegar einhver fer undir opna bílskúrshurðina og rýfur innrauða geislann. Setja
þarf upp innrauða ljósnema af gerðum 771EV / 772E / 771EVK / G770E til að nota þessa stillingu.
AUKARAFHLAÐA (AUKABÚNAÐUR)
Aukarafhlaðan býður upp á að hægt er að komast inn og út úr bílskúrnum, jafnvel þegar rafmagn fer af. Þegar bílskúrshurðaopnarinn keyrir á
rafhlöðunni gengur hann hægar, ekki kviknar á ljósinu, LED-ljósið sem sýnir rafhlöðuhleðslu lýsir stöðugt í gulum lit og hljóðmerki heyrist á u.þ.b. 2
sekúndna fresti.
NOTKUN BÍLSKÚRSHURÐAOPNARANS
Kveikja má á bílskúrshurðaopnaranum með veggfestri hurðarstýringu, fjarstýringu, þráðlausum og lyklalausum aðgangi eða MyQ-aukabúnaði. Þegar
hurðaopnarinn er notaður þráðlaust eða með veggfestum rofa:
•
lokar hann hurðinni þegar hún er alveg opin
•
opnar hann hurðina þegar hún er alveg lokuð
•
stöðvar hann hurðina þegar hún er að opnast eða lokast
•
hreyfir hann hurðina í gagnstæða átt við síðasta hurðarferli,ef hurðin er hálfopin.
Hurðin staðnæmist ef hún skynjar hindrun eða truflun við opnun. Hurðin opnast á ný ef bílskúrshurðaopnarinn skynjar hindrun við lokun. Ef hindrunin
truflar geisla skynjarans blikka ljós bílskúrshurðaopnarans 10 sinnum. Hins vegar er hægt að loka hurðinni með því að halda inni hnappinum á
hurðarstýringunni eða lyklalausri opnun þar til hurðin lokast alveg. Innrauðu ljósnemarnir hafa ekki áhrif á opnun hurðarinnar.
VIRKJUN OG AFLESTUR AF TELJARA:
1. Takið bílskúrshurðaopnarann úr sambandi til að opna þessa stillingu.
2. Ýtið samtímis á stillihnappinn (A) og forritunarhnappinn (L) og haldið þeim inni þegar stungið er aftur í samband.
3. LED-hnappurinn með „UPPÖR" (U) blikkar EINU SINNI fyrir hverja þúsund LOKNA hurðarferla, svo lengi sem stillihnappinum (A) og
forritunarhnappinum (L) er haldið inni á sama tíma.
Ef bílskúrshurðaopnarinn hefur t.d. farið í gegnum 8756 hurðarferla á UPP-ljósið að blikka 8 sinnum.
Takið bílskúrshurðaopnarann úr sambandi og byrjið upp á nýtt til að endurtaka álesturinn.
Ljóssenditæki (með 78EV): Býður upp á forritun senditækis fyrir MyQ-fjarstýringuna með fjölnota veggstýringunni.
Gerið eftirfarandi til að forrita senditæki fyrir LED-ljós MyQ-fjarstýringarinnar:
1. Haldið LJÓSA- OG LÁSHNÖPPUNUM inni á sama tíma.
2. Haldið inni áðurnefndum hnöppum og haldið inni einum af hnöppunum á senditækinu þar til vinnuljós bílskúrshurðaopnarans blikkar einu sinni.
3. Þegar vinnuljósið blikkar einu sinni á opnaranum skal sleppa öllum hnöppum.
Frístilling (krefst 78EV-veggstýringar). Þráðlausar fjarstýringar virka ekki þegar þessi stilling er virkjuð. Sjá leiðbeiningar fyrir 78EV.
Keyless entry (requires 747EV wireless keypad): Enter a 4 digit code of your choice to operate the door.
Lyklalaus aðgangur (krefst þráðlauss 747EV-lyklaborðs): Sláið inn fjögurra tölustafa kóða að eigin vali til að opna hurðina.
Tímabundinn aðgangur (krefst þráðlauss 747EV-lyklaborðs): Hægt er að forrita tímabundinn kóða til að opna fyrir tímabundinn aðgang að bílskúr-
num (eftir fyrirfram ákveðnum tímatakmörkum eða fjölda opnana).
11 / is