Notkunarleiðbeiningar; Tenging Við Loftþjöppu; Naglar Settir Í Eða Teknir Úr; Stilling Dýptardrifsins - Kyocera TJEP GRF 34/100 Instrucciones De Seguridad Y Funcionamiento

Ocultar thumbs Ver también para TJEP GRF 34/100:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 39
• Ef notandi verkfærisins finnur fyrir einkennum, svo sem
viðvarandi eða endurteknum óþægindum, verkjum,
eymslum, stingjum, doða, sviða eða stirðleika ætti ekki
að hunsa slík hættumerki. Notandi ætti að ráðfæra sig
við hæfan heilbrigðisstarfsmann að því er varðar alla
vinnuþætti.
• Við notkun verkfærisins skal notandi beita viðeigandi
en vinnuvistfræðilega réttri líkamsstellingu. Haldið
traustri fótfestu og forðist óþægilega líkamsbeitingu
eða líkamsbeitingu sem veldur ójafnvægi.
• Haldið létt en örugglega um handfang verkfærisins þar
sem hætta á váhrifum vegna titrings eykst að öllu jöfnu
ef gripið er mjög þétt.
• Afleidd hætta sem tengist váhrifum af síendurteknum
vinnuaðstæðum, svo sem lengd notkunar, vinnustaða
og afl sem beita þarf, kann að vera til staðar. Ráðlagt
er að kynna sér EN 1005-3 og EN 1005-4 til að fá
upplýsingar um það.
• Skrik, hrösun og fall eru allt algengar orsakir slysa á
vinnustað. Gætið vel að hálum flötum við alla notkun
verkfærisins.
• Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er í nýju umhverfi.
Leyndir áhættuþættir kunna að vera til staðar, svo sem
raflagnir eða aðrar veitulagnir.
• Ef nota á verkfærið í umhverfi þar sem stöðurafmagnað
ryk er til staðar er hugsanlegt að notkunin dreifi rykinu
og það getur valdið hættu. Snúið útblæstrinum (E) frá
þessum svæðum, ef slíku er við komið.
• Ef rykhætta kemur upp skal líta á það sem
forgangsmál að ná tökum á losun ryks og
útblásturefna.
Notkunarleiðbeiningar
Tenging við loftþjöppuna
• Festið tengið á loftslöngunni við lofttappann á
naglabyssunni (H).
Naglar settir í eða teknir úr
• Tengið loftþjöppuna áður en nöglunum er hlaðið í
byssuna. Ef naglarnir eru settir í áður en loftþjappan er
tengd er hætta á að naglar skjótist út fyrir slysni. Beinið
stútnum frá öllu starfsfólki og gætið þess að hafa fingur
ekki á gikknum á meðan naglarnir eru settir í.
• Notið „tveggja þrepa" magasín til að hlaða verkfærið
með nöglum:
· Rennið naglaborðanum inn í magasínið (I) þar til
borðinn er komin fram hjá naglastopparanum (C).
· Togið í þrýstibúnaðinn (D) þar til hann er kominn
aftur fyrir stopparann (C).
· Losið þrýstibúnaðinn gætilega (D) til að hann
festist við naglaborðann og smeygið honum inn í
framhlutann.
• Naglar losaðir úr verkfæri með „tveggja þrepa" magasíni:
· Ýtið á losunarrofann á þrýstibúnaðinum (D) til að láta
naglaborðann renna yfir í aftari hluta magasínsins.
· Ýtið á naglastopparann (C) og látið borðann renna
út.
• Notið „þriggja þrepa" magasín til að hlaða verkfærið
með nöglum:
· Til að setja naglana í skal toga þrýstibúnaðinn (D)
aftur á bak þar til hann læsist við magasínið að aftan
· Rennið naglaborðanum inn í magasínið (I).
· Losið þrýstibúnaðinn (D) gætilega til að þrýsta
nöglunum inn í stútinn
• Naglar losaðir úr verkfæri með „þriggja þrepa magasíni":
· Ýtið þrýstibúnaðinum (D) í læsingarstöðu að aftan.
· Rennið nöglunum út úr magasíninu. (I).
Stilling dýptardrifsins
• Hægt er að fá stillingu fyrir dýptardrif (A) verkfærisins.
Prófið dýptarstillinguna á afgangsstykki áður en
vinnan hefst.
• Snúið hnappinum (A) eða notið sexkantslykil til að
stilla dýptina.
• Endurtakið ferlið sem lýst er að ofan til að finna
æskilega stillingu dýptardrifs.
Verkfærinu stjórnað
• Verkfærið er búið einni gerð af eftirfarandi gikkjum (F):
Gikkur sem hleypir af stöku skoti
• Til að gangsetja festibúnaðinn skal ýta öryggisfestingunni
upp að stykkinu sem á að negla í og toga svo í gikkinn.
Til að gangsetja festibúnaðinn aftur þarf að sleppa
öryggisfestingunni alveg og sleppa gikknum áður
en ofangreint ferli er endurtekið.
Skot við högg
• T akið í gikkinn, ýtið öryggisfestingunni í
vinnustykkið og skoti verður hleypt af.
Íslenska
83

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

100030Tjep 90/40Tjep es-500/40

Tabla de contenido