Tilreiðsla á BABY born graut:
Fyllið grautarskálina með vatni að merkingunni (u.þ.b. 12ml). Hræðið innihald pokans með
BABY born dúkkumat saman við vatnið með skeið þangað til blandan er kekkjalaus. Hún
er tilbúin þegar áferðin líkist vellingi sem auðvelt er að gefa BABY born Magic Girl / Boy
dúkkunni með skeið. Haldið á BABY born Magic Girl / Boy dúkkunni í fanginu og gefið henni
grautinn með skeið.
Athugið: Notið eingöngu upprunalegan BABY born dúkkumat, því annars gætu slöngur og
geymar inni í dúkkunni stíflast.
Aldrei skal hella grautnum í pelann. Þá gæti grauturinn lent í geym inni í dúkkunni, sem er
ekki ætlaður honum og gæti valdið stíflu.
Fylgið ávallt notkunarleiðbeiningum!
BABY born dúkkumaturinn samanstendur af blöndu úr sykri og sterkju og veldur ekki
skaðlegum áhrifum ef hann er óvart borðaður.
Vinsamlegast athugið geymsluþol sem kemur fram á merkingu pokans.
BABY born dúkkumatur fæst í leikfangaverslunum og einnig á Netinu.
5.
Ég pissa og kúka. (Mynd 5)
5.1. Hægt er að setja BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna á koppinn og láta hana pissa.
(Mynd 5)
BABY born Magic Girl / Boy dúkkan hefur fengið pelann og viðkomandi geymir er fullur.
Setjið BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna nakta á koppinn. Haldið um maga dúkkunnar
með báðum höndum, þrýstið fast á naflann og viðhaldið þrýstingnum.
Nú getur vatnið lekið í koppinn. BABY born Magic Girl / Boy dúkkan pissar.
6.
BABY born Magic Girl / Boy dúkkan kann að kúka í koppinn. (Mynd 6)
BABY born Magic Girl / Boy dúkkan hefur fengið BABY born dúkkumat og viðkomandi gey-
mir er fullur. Setjið BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna nakta á koppinn. Haldið um maga
dúkkunnar með báðum höndum, þrýstið fast á naflann og viðhaldið þrýstingnum.
Innihald matargeymissins rennur nú ofan í koppinn. BABY born Magic Girl / Boy dúkkan
kúkar.
Eru báðir geymarnir fullir tæmast þeir einnig samtímis þegar þrýst er á naflann.
6.1. BABY born Magic Girl / Boy dúkkan kann líka að kúka í bleyju.
Til þess skal setja nýja bleyju á dúkkuna og þrýsta fast á naflann eftir mat og halda þrýsting-
num. Dúkkan getur setið eða staðið. Þrýstið þangað til allur grauturinn er kominn í bleyjuna.
Varúð! Gangið úr skugga um að geymarnir tæmist alveg! Fylgið ávallt leiðbeiningunum um
hreinsun og bleyjuskipti.
Mikilvægt: Eftir graut og koppaferð þarf að hreinsa slöngukerfi inni í dúkkunni strax.
7.
Ég kann að fara í bað. (Mynd 7)
BABY born Magic Girl / Boy dúkkan má fara með í bað eða í sund. Þó má hún ekki fara í
kaf. Ekki láta dúkkuna liggja í beinu sólarljósi í lengri tíma (hámark 1 klst.).
Fyrir baðferð skal eingöngu nota kalt eða volgt vatn og venjulega baðsápu sem er ætluð
börnum. Ekki má leika sér lengur en í eina klukkustund með BABY born Magic Girl / Boy
dúkkunni í baði, í sundlaugarvatni eða sjó, annars má búast við efnahvörfum sem geta valdið
aflitun eða litabreytingum.
Vinsamlegast skolið BABY born Magic Girl / Boy dúkkuna eftir baðið með hreinu vatni og
hreinsið hana.
Vinsamlegast fylgið ávallt leiðbeiningunum um hreinsun og þurrkun.
Mikilvægt!
1. Við leik í baðkari getur vatn komist í slöngur og geyma. Þess vegna þarf að hreinsa slönguk-
erfi inni í BABY born dúkkunni strax eftir baðið. Lesið leiðbeiningar um hreinsun. (sjá nr. 11,
„leiðbeiningar um hreinsun")
83