Descargar Imprimir esta página

Echo DCS-310 Manual Del Operario página 361

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 177
rafmagnsverkfærið er tekið upp eða borið. Það boðar
hættunni heim að bera rafmagnsverkfærið með fingurinn
á rofanum eða virkja rafmagnsverkfæri sem þegar er
kveikt á.
Fjarlægja verður alla stillingarlykla eða skiptilykla
áður en kveikt er á rafmagnsverkfærinu. Skipti- eða
stillingarlykill sem er skilinn eftir fastur við
snúningshluta rafmagnsverkfærisins getur valdið
líkamstjóni.
Ekki færast of mikið í fang. Tryggið góða fótastöðu og
jafnvægi á öllum tímum. Það tryggir betri stjórn á
rafmagnsverkfærinu í óvæntum aðstæðum.
Notið viðeigandi fatnað. Ekki má klæðast víðum
fötum eða nota lausa skartgripi. Haldið hári, klæðnaði
og hönskum frá hreyfanlegum hlutum. Víður fatnaður,
skartgripir eða langt hár getur fests í hreyfanlegum
hlutum.
Ef verkfærið er með tengingu fyrir rykskiljunnar- og
ryksöfnunarbúnaði, verður að tryggja að þessi
búnaður sé tengdur og notaður rétt. Notið
ryksöfnunarbúnað til að draga úr hættum tengdum ryki.
Ekki láta þekkingu, sem aflað er með tíðri notkun
verkfærisins, leyfa þér að verða andvaralaus og hunsa
öryggisreglur verkfærisins. Kærulauslegar aðgerðir
geta valdið alvarlegum meiðslum á sekúndubroti.
2.4
NOTKUN OG UMÖNNUN
RAFMAGNSVERKFÆRA
Ekki þvinga rafmagnsverkfærið. Notið rétt
rafmagnsverkfæri í verkið. Rétt rafmagnsverkfæri mun
skila af sér betra verki og öruggara á þeim hraða sem
það var hannað fyrir.
Ekki nota rafmagnsverkfærið ef rofinn kveikir ekki
IS
eða slekkur á því. Hvert það rafmagnsverkfæri sem ekki
er hægt að stýra með rofanum er hættulegt og verður að
gera við.
Fjarlægið klóna úr innstungunni og/eða fjarlægið
rafhlöðuna úr rafmagnsverkfærinu, ef það er hægt,
áður en stillingar eru gerðar, skipt er um fylgihluti eða
rafmagnsverkfærið er sett í geymslu. Slíkar
forvarnaröryggisaðgerðir draga úr hættunni á að
rafmagnsverkfærið ræsist af slysni.
Geymið rafmagnsverkfæri þar sem börn ná ekki til og
ekki leyfa einstaklingum sem þekkja ekki
rafmagnsverkfærið eða þessar leiðbeiningar að nota
það. Rafmagnsverkfæri eru hættuleg í höndum óþjálfaðra
notenda.
Viðhald á rafmagnsverkfærum og fylgihlutum þess.
Athugið með skekkju eða festingu hluta sem hreyfast,
slit á hlutum og öðru ástandi sem getur haft áhrif á
notkun rafmagnsverkfærisins. Ef það er skemmt,
verður að gera við það fyrir notkun. Mörg slys eru
vegna rafmagnsverkfæra sem hafa fengið lélegt viðhald.
Haldið klippunum beittum og hreinum. Klippum sem
er haldið rétt við og eru með beittum skurðarbrúnum eru
ekki líklegar til að festast og er auðveldara að stjórna.
Íslenska
Notið rafmagnsverkfærið, fylgihluti og tól, o.s.frv. í
samræmi við þessar leiðbeiningar og takið tillit til
vinnuaðstæðna og það verk sem inna skal af hendi.
Notkun á rafmagnsverkfærinu fyrir verk sem eru önnur en
það er ætlað fyrir, getur leitt til hættulegra aðstæðna.
Haldið handföngum og gripyfirborð þurrt, hreint og
laust við olíu og feiti. Sleip handföng og gripyfirborð
bjóða ekki upp á örugga meðhöndlun og stjórnun á
verkfærinu við óvæntar aðstæður.
2.5
NOTKUN OG UMÖNNUN
RAFHLÖÐUNNAR
Endurhlaðið aðeins með því hleðslutæki sem er
tilgreint af framleiðanda. Hleðslutæki sem er hentugt
fyrir eina gerð rafhlöðu getur valdið eldhættu þegar það
er notað með annarri gerð rafhlöðu.
Notið aðeins rafmagnsverkfæri með sérstaklega
hönnuðum rafhlöðum. Notkun á öðrum rafhlöðum getur
valdið hættu á meiðslum og bruna.
Þegar rafhlaðan er ekki í notkun, skal halda því frá
öðrum járnhlutum eins og pappírsklemmum,
myntum, lyklum, nöglum, skrúfum eða öðrum litlum
málmhlutum sem geta valdið tengingu frá einu
endatengi til annars. Ef skammhlaup myndast milli póla
rafhlöðunnar getur það valdið brunasári eða bruna.
Vökvi getur sprautast úr rafhlöðunni við aðstæður
þar sem misnotkun á sér stað. Ef óviljandi snerting á
sér stað, skal skola með vatni. Ef vökvinn kemst í
snertingu við augu, skal hafa samband við lækni
þegar í stað. Vökvi sem sprautast frá rafhlöðunni getur
valdið ertingu eða bruna.
Ekki nota rafhlöðu eða rafmagnsverkfæri sem er
skemmt eða breytt. Skemmdar eða breyttar rafhlöður
geta sýnt af sér óútreiknanlega hegðun sem veldur bruna,
sprengingu eða líkamstjóni.
Ekki hafa rafhlöðuna eða verkfærið óberskjaldað
fyrir eldi eða miklum hita. Varnarleysi gegn eldi eða
hitastigi yfir 130°C getur valdið sprengingu.
Fylgið öllum hleðsluleiðbeiningum og ekki hlaða
rafhlöðuna eða rafmagnsverkfærið utan þess
hitastigssviðs sem tilgreint er í leiðbeiningunum. Röng
hleðsla eða hleðsla við hitastig sem er utan tilgreint svið,
getur valdið skemmdum á rafhlöðunni og aukið eldhættu.
2.6
ÞJÓNUSTA
Látið viðurkenndan viðgerðaraðila sjá um þjónustu á
rafmagnsverkfærinu og notið aðeins varahluti af sömu
gerð. Það tryggir öryggi rafmagnsverkfærisins.
Gerið aldrei við skemmda rafhlöðu. Viðgerð á rafhlöðu
má aðeins framleiðandi framkvæma eða viðurkenndur
þjónustuaðili.
3
ÖRYGGISVIÐVARANIR
KEÐJUSAGAR
Haldið öllum líkamshlutum frá keðjusöginni þegar
keðjusögin er notuð. Áður en keðjusögin er sett í gang
362

Publicidad

loading