1. Listi yfir varahluti:
a. Ooni Volt 12
b. Bökunarsteinn
2. Uppsetning
2.1 | 1. skref:
Fjarlægið Ooni Volt 12 úr pakkningunum. Á hliðum ofnsins eru höldur.
2.2 | 2. skref:
Komið Ooni Volt 12 fyrir á hreinum, sléttum og stöðugum fleti. Hreinsið rýmið
áður en ofninn er færður til. Fjarlægið alla eldfima hluti, svo sem dúka eða
annað slíkt.
Staðsetning ofnsins skal ákvörðuð með tilliti til loftræstingar. Hátt hitastig getur
stundum valdið því að matur brennir sem getur framkallað reyk.
2.3 | 3. skref:
Losið um rafmagnssnúruna. Gætið þess að ekki sé kveikt á ofninum áður en
Ooni Volt 12 er stungið í samband. Ofninn er eingöngu hannaður til að nota
með 230V innstungum.
Varúð: Ooni Volt 12 afhendist með skammhlaupsaflsnúru til að draga
úr líkunum á því að hægt sé að toga ofninn af innréttingunni. Ef
framlengingarsnúra er notuð skal gæta þess að álagsgeta hennar sé að minnsta
kosti jafnhá og álagsgeta tækisins (1600W). Komið framlengingarsnúrunni
þannig fyrir að ekki sé hægt að toga í hana eða detta um hana til að koma í veg
fyrir að ofninn geti dottið.
2.4 | 4. skref:
Gætið þess að snúran liggi ekki undir ofninum eða hangi fram af innréttingunni
eða borðinu þar sem hægt er að toga í hana eða detta um hana.
2.5 | 5. skref:
Fjarlægið bökunarsteininn úr pakkningunni og rennið honum inn í Ooni Volt 12.
Varúð: Gætið þess að rekast ekki í hitaskynjarann á vinstri hliðinni innan í
ofninum þegar steininum er komið fyrir. Sjá mynd 2.5 b.
2.6 | 6. skref:
Gætið þess að nægilegt pláss sé til staðar í kringum vöruna þannig að notkun
geti farið fram á öruggan hátt. Nægt pláss skyldi vera til staðar þannig að
hægilega megi komast að ON/OFF rofanum hægra megin. Engir lausir
hlutir ættu að vera til staðar á svæðinu fyrir ofan ofninn. Komið ekki fyrir í
aflokuðu rými.
2.7 | 7. skref:
Komið ofninum þannig fyrir að framhlið hans sé nálægt brún innréttingarinnar
svo að ofnhurðin opnist að fullu.
84