Bökunarsteinn
1.
NOTIÐ EKKI bökunarsteininn yfir opnum loga.
2.
Forðist miklar hitabreytingar á steininum. EKKI SETJA frosinn mat ofan á
steininn ef verið er að nota hann við hitastig hærra en 200°C.
3.
Steinninn er brothættur og gæti brotnað ef hann verður fyrir höggi eða
dettur niður.
4.
Steinninn er mjög heitur meðan á notkun stendur og helst heitur lengi
eftir notkun.
5.
Kælið EKKI steininn með vatni og notið ekki ef hann er rakur.
6.
Til að hreins brenndar matarleifar skal bíða eftir að steinninn sé alveg
kólnaður og nota báðar hendur til að taka hann varlega út úr ofninum,
snúa honum við og renna honum varlega inn aftur. Agnir neðan
á steininum munu brenna í burtu í næsta skipti sem Ooni Volt 12
er notaður.
7.
Ef steinninn brotnar skal slökkva á ofninum, láta hann kólna og taka
hann úr sambandi áður en brotni bökunarsteinninn er fjarlægður. Ef
Ooni Volt 12 ábyrgðin er enn í gildi skal hafa samband við þjónustuver
upp á skipti að gera. Ef Ooni Volt 12 ábyrgðin er ekki lengur í gildi er
hægt að kaupa nýjan bökunarstein á ooni.com.
Glerlúga
Bíðið þar til Ooni Volt 12 er alveg kólnaður áður en glerlúgan er þrifin. Fitu má
fjarlægja með þurrum klút eða pappírsþurrku. Fyrir nánari hreinsun skal nota
volgt sápuvatn en gæta skal að Ooni Volt 12 sé alveg þornaður áður en kveikt er
á honum aftur.
Innra og ytra lag ofnsins
Þrif inni í Ooni Volt 12 ættu ekki að vera nauðsynleg. Matarleifar ættu að brenna
í burtu þegar ofninn er í notkun. Nota má vírbursta til að sópa í burtu ögnum
á steininum.
Liturinn innan í Ooni Volt 12 gæti dofnað með tímanum. Þetta er
fullkomlega eðlilegt.
Notið hvorki ofnhreinsiefni né vírbursta til að þrífa pizzuofninn vegna þess að
slíkt myndi valda skemmdum á Ooni Volt 12.
Til að þrífa pizzuofninn utan frá skal bíða eftir því að hann hafi kólnað, taka hann
úr sambandi og nota rakan klút til að strjúka af ofninum. Þurrkið með hreinum
klút þegar í stað.
88