7. Hitastýring
a. Snúið stýringunni réttsælis til að hækka ofnhita Ooni Volt 12.
b. Snúið rangsælis til að lækka ofnhita Ooni Volt 12.
c. Hitastig er 450°C (hámarkshiti)
d. Núverandi hitastig = 300°C við upphitun
e. Stilltum hita náð við 450°C
Fyrir sem besta niðurstöðu mælum við með því að nota innrauða Ooni
hitamælirinn til að tryggja að bökunarsteinninn hafi náð réttum hita.
8. Jafvægisstýring
Stýringin hægra megin er jafnvægisstýringin. Stýringin skiptir orku á milli efri
og neðri hluta ofnsins. Hana má nota til að breyta eldunarmáta pizzubotns
og áleggs.
a. Jafnvægisstýring Ooni Volt 12 er forstillt fyrir hvert hitastig. Þegar hitastig er
valið stillist jafvægið sjálfkrafa í samræmi við það.
b. Við upphitun mun gaumljós jafnvægisstýringarinnar slökkna.
c. Þegar Ooni Volt 12 hefur náð tilætluðum hita mun kvikna aftur á gaumljósi
jafnvægisstýringarinnar og hægt verður að stilla jafnvægið nánar.
d. Snúið stýringunni réttsælis til að beina jafnvæginu að efri hluta ofnsins.
e. Snúið stýringunni rangsælis til að beina jafnvæginu að neðri hluta ofnsins.
Handbók Ooni Volt 12 inniheldur ofnstillingar sem við mælum með fyrir
mismunandi gerðir af pizzu.
9. Krafthleðsla
Ef pizzubotninn bakast ekki í samræmi við efra lagið er hægt að nýta sér
krafthleðsluna til að hlaða bökunarsteininn.
a. Snúið jafnvægisstýringunni rangsælis allan hringinn.
b. Þegar táknið fer að blikka hratt er krafthleðslan virk. Krafthleðslan varir í
45 sekúndur.
c. Þegar krafthleðslan stöðvast fer jafvægisstýringin til baka á forstillt hitastig.
Neðra táknið mun blikka hægt, krafthleðsla er ekki í boði sem stendur.
d. Þegar táknið blikkar hratt merkir það að krafthleðsla sé í boði á ný.
10. Hljóð tekið af
Ýtið á tímastillinguna í 3 sekúndur til að taka hljóð af eða kveikja á því. Þetta
tekur ekki hljóðið af tímastillingunni eða merki um að „hitastigi sé náð".
86