3. Skráðu netgáttina
Sláðu inn raðnúmerið á botni netgáttarinnar þegar um það er beðið.
4. Bættu við myQ-tækjum
Notaðu nettengda eða snjallsíma til að bæta við tækjum. Farðu eftir
leiðbeiningunum á vefsetrinu / í appinu.
Athugaðu: Þegar tæki hefur verið bætt við kviknar á bláa ljósinu á net-
gáttinni og það logar stöðugt. Hægt er að sækja ókeypis öpp í iTunes
Store eða Google Play.
5. Prófun
Eftir rétta uppsetningu og skráningu er hægt að prófa eftirfarandi
eiginleika:
• opna og loka bílskúrshurðinni
• beiðni um stöðu OPNAR DYR eða LOKAÐAR DYR.
27
Sérútbúnaður
(valfrjáls)
A.
Tengi fyrir dyr í hurð
Millistykki ADP-1EVO er nauðsynlegt til að tengja hurð í hliðarrofa
(8,2k Ohm). Fylgja skal leiðbeiningunum í handbók millistykki.
B.
Tengi fyrir blikkljós
Hægt er að setja blikkljósið upp hvar sem er.
Tengið viðeigandi kapla við hraðtengiklemmur 6 og 7.
C.
Aukahurðarstöðvun
Lýsing á virkni:
Aukastöðvunarstaða hurðarinnar fer eftir gerð hennar og getur
hentað til að opna fyrir gangandi fólki, auka loftræstingu eða til að
opna fyrir gæludýrum. Hægt er að stilla aukastöðvun inn í hvaða
hurðarstöðu sem er innan beggja endastaða bílskúrshurðarinnar.
Aukastöðvun gerð virk:
ATHUGIÐ: Við allar stillingar þar sem ýta á samtímis á fleiri en einn
hnapp verður að gæta þess að ýta hnöppunum vel inn. Ef ýtt hefur
verið samtímis á hnappa og aðrir hnappar blikka en leiðbeinin-
garnar segja til um skal taka opnarann úr sambandi við rafmagn
í nokkrar sekúndur. Að því loknu skal byrja aftur á stillingunni frá
byrjun.
1.
Færið hurðina með fjarstýringunni eða veggeiningunni í þá
stöðu sem óskað er að verði aukastöðvunarstaðan.
2.
Veljið hnapp á fjarstýringunni sem ekki er í notkun.
3.
Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og UPP-hnap-
pinn í 3 sekúndur og bíðið þar til ljósið á hurðaopnaranum
byrjar að blikka. Ýtið síðan á valinn hnapp á fjarstýringunni.
Til að samstilla fleiri fjarstýringar skal endurtaka ferlið frá 1.
skrefi.
Aukastöðvun gerð óvirk:
1.
Færið hurðina í lokaða stöðu.
2.
Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og UPP-hnap-
pinn í 3 sekúndur og bíðið þar til ljósið á hurðaopnaranum
byrjar að blikka.
D.
Sjálfvirk lokun
Lýsing á virkni:
Öryggisljóshliðið frá skal setja upp samkvæmt EN60335-1-95.
Sjálfvirk lokun gerð virk:
Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og NIÐUR-hnappinn
þar til ljósið á hurðaopnaranum blikkar. Ýtið 1x á UPP-hnappinn
= 10 sekúndur, talningartími. Hægt er að velja allt að 180 sek.
(ýtið 18x). Til að ljúka við stillinguna skal ýta á rétthyrnda stillinga-
rhnappinn. Á meðan beðið er eftir að hurðin lokist sjálfkrafa blikkar
NIÐUR-hnap purinn.
Aukastöðvun gerð óvirk:
Ýtið samtímis á rétthyrnda stillingarhnappinn og NIÐUR-hnappinn
þar til ljósið á hurðaopnaranum blikkar. Ýtið 1x á NIÐUR-hnappinn
= 10 sekúndur, styttri talningartími. Ef talningartíminn er óljós skal
einfaldlega ýta 18x á NIÐUR-hnappinn. Til að ljúka við stillinguna
skal ýta á rétthyrnda stillingarhnappinn.
Ábendingar:
- Ef ljóshliðið var rofið verður biðtíminn færður aftur til baka (hefst
frá byrjun).
- Sjálfvirk lokun virkar ekki í stöðunni fyrir aukastöðvun.
- Til þess að hægt sé að gera sjálfvirka lokun virka þarf bílskúrs-
hurðaopnarinn að vera kominn í opnu endastöðuna.
Úrræðaleit:
Vandamál: Hurðaopnarinn virkar ekki án ljóshliðs. Lausn: Engin
bilun. Rétt. Hjá þessu verður ekki komist um leið og ljóshliðið hefur
verið tengt.
is 8