Descargar Imprimir esta página

3M PELTOR MT53H7A4400-EU Manual Del Usuario página 96

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 52
IS
3M™ PELTOR™ LiteCom heyrnartól
MT53H7*4400-EU
(*Táknar aðra útgáfu af vörunni)
1.
INNGANGUR
Til hamingju og þakka þér fyrir að velja PELTOR LiteCom
heyrnartól sem samskiptalausn!
1.1. ÆTLUÐ NOTKUN
Þessum heyrnartólum er ætlað að veita starfsmönnum vernd
gegn hættulegum styrk hávaða og háværum hljóðum,
jafnframt því að geta átt fjarskipti með innbyggðri talstöð.
Gert er ráð fyrir því að allir notendur lesi og skilji meðfylgjandi
leiðbeiningar notenda ásamt því að kunna að nota tækið.
1.2. ÚTBÚNAÐUR
Með orðinu útbúnaður er í þessu skjali átt við höfuðhlífar,
andlitshlífar og/eða búnað sem ekki veitir vernd.
2.
ÖRYGGI
2.1. MIKILVÆGT
Lestu vinsamlegast, gerðu þér grein fyrir öllum
öryggisupplýsingum í leiðbeiningum þessum og farðu eftir
þeim áður en þú tekur heyrnartólin í notkun. Geymdu
leiðbeiningarnar til þess að geta leitað í þær síðar. Hafðu
samband við tæknideild 3M (samskiptaupplýsingar er að
finna á öftustu síðu).
!
VIÐVÖRUN
Heyrnarhlífarnar draga úr hættu á heilsutjóni vegna hávaða
og annarra háværra hljóða. Séu heyrnarhlífar notaðar rangt
eða notkun þeirra sleppt þann tíma sem dvalist er í
hættulegum hávaða, getur það leitt til heyrnarskerðingar eða
-taps. Ræddu við verkstjóra, kynntu þér leiðbeiningar
notenda eða hafðu samband við tæknideild 3M til þess að
kynna þér rétta notkun. Ef þér finnst eins og þú sért með
bómull í eyrunum eða heyrir són eða suð í eða eftir hávaða
(byssuskot meðtalin), eða ef þú hefur einhverja aðra ástæðu
til að ætla að þú glímir við heyrnarvanda, skaltu yfirgefa
hávaðasama umhverfið umsvifalaust og hafa samband við
lækni og/eða verkstjóra þinn.
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum þessum, gæti það leitt
til alvarlegs líkamstjóns eða dauða:
a. Sé hlustað á tónlist eða önnur hljóðskilaboð getur það
dregið úr athygli á umhverfinu og getunni til þess að heyra
viðvörunarmerki. Vertu á verði og hafðu hljóðið eins lágt stillt
og mögulegt er að sætta sig við.
b. Notaðu ekki búnaðinn í mögulega sprengifimu umhverfi
til að draga úr hættu á því að sprenging verði.
Sé ekki farið eftir leiðbeiningum þessum, gæti það
dregið úr verndargetu heyrnarhlífanna og jafnvel leitt til
heyrnartjóns:
a. 3M mælir eindregið með því að hver og einn notandi felli
allar heyrnarhlífar vandlega að sér. Rannsóknir benda til
þess að stundum sé hljóðeinangrun minni en
hljóðdeyfingargildi á umbúðum gefa til kynna vegna frávika
við að fella hlífarnar að hverjum notanda fyrir sig og færni
89
viðkomandi og hvatningu til þess. Kynntu þér viðeigandi
reglur og leiðbeiningar á merkimiða um aðlögun suðhlutfalls/
falla til merkis. Séu viðeigandi reglur ekki fyrir hendi er mælt
með því að lækka suðhlutfall/föll til merkis til að geta betur
metið dæmigerða vernd.
b. Gættu þess að réttar heyrnarhlífar séu valdar, þeim
komið fyrir, þær aðfelldar og haldið við. Sé búnaðinum komið
fyrir á ófullnægjandi hátt, dregur það úr getu hans til þess að
deyfa hávaða. Kynntu þér meðfylgjandi upplýsingar um rétta
notkun.
c. Skoðaðu heyrnarhlífarnar fyrir hverja notkun. Séu þær
skemmdar, veldu þér óskaddaðar heyrnarhlífar eða forðastu
hávaðasamt umhverfi.
d. Sé nauðsynlegt að bæta við frekari persónuhlífum (t.d.
öryggisgleraugum, öndunargrímum o.s.frv.), ber að velja
sveigjanlegar og þunnar teygjur eða bönd til þess að þau
hafi sem minnst áhrif á heyrnarhlífapúðana. Fjarlægðu allt
annað (t.d. hár, húfur, skartgripi, heyrnartól, hreinlætishlífar
o.s.frv.) sem gæti dregið úr einangrunargildi
eyrnahlífapúðanna og verndargildi hlífanna.
e. Ekki beygja eða breyta lögun höfuðspöng eða hálsspöng
og gættu þess að hún sé nógu öflug til þess að halda
heyrnarhlífunum tryggilega á sínum stað.
f. Eyrnahlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir
með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í
leit að t.d. sprungum og hljóðleka. Séu heyrnarhlífapúðarnir
notaðir reglulega, ber að skipta um þá og frauðhringina að
minnsta kosti tvisvar á ári til þess að viðhalda fullnægjandi
vernd, hreinlæti og þægindum.
g. Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið
fram yfir dagleg hávaðamörk. Hafðu hljóðið eins lágt stillt og
mögulegt er að sætta sig við. Hljóðstyrkur frá hvaða
tengdum ytri hljóðgjafa sem er, svo sem talstöðvum og
símum, getur farið yfir örugg hávaðamörk svo notandinn
verður að takmarka þau á viðeigandi hátt. Hafðu hljóðstyrk
frá ytri hljóðgjöfum alltaf eins lágt stilltan og mögulegt er við
hverjar aðstæður og takmarkaðu þann tíma sem hættulegur
hljóðstyrkur, skilgreindur af vinnuveitanda og viðeigandi
reglugerðum, getur valdið váhrifum. Ef þér finnst eins og þú
heyrir verr, þú heyrir són eða suð í eða eftir hávaða
(byssuskot þar með talin) eða ef þú hefur einhverja aðra
ástæðu til að ætla að þú glímir við heyrnarvanda, skaltu
umsvifalaust fara í hljóðlátt umhverfi og hafa samband við
lækni og/eða verkstjóra þinn.
h. Sé ekki farið eftir ofangreindum kröfum, skerðir það
verndareiginleika eyrnahlífanna verulega.
EN 352 Öryggisyfirlýsingar:
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á
hljóðfræðilega eiginleika eyrnahlífanna.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vöru þessari.
Nánari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
• Þessar eyrnahlífar, sem festar eru við höfuðhlífar og/eða
anditshlífar, eru „af stórum stærðarflokki". Eyrnahlífar, sem
festar eru við höfuðhlífar og/eða anditshlífar og sem uppfylla
kröfur EN 352-3 eru í „millistærð", „lítilli stærð" eða „stórri
stærð". Heyrnarhlífar í „millistærð" henta meirihluta notenda.

Publicidad

loading

Este manual también es adecuado para:

Peltor mt53h7p3e4400-euPeltor mt53h7b4400-eu