Ef tvinninn slitnar í saum
Fjarlægið efnið og þræðið vélina á ný og í
réttri röð. Neðri grípara, efri grípara, vinstri
nál og hægri nál. (sjá KAFLA 3 "Þræðing").
Setjið efnið aftur undir saumfótinn og
saumið ca. 3-5 cm yfir fyrri saum.
ATHUGIÐ
Skiljið aldrei eftir títuprjóna í efnunum þegar
þið saumið þar sem þeir geta skemmt bæði
nálar og hnífa vélarinnar.
Fín og þunn efni saumuð
1. Stillið þrýstinginn á saumfótinn til að koma í
veg fyrir að efnin rykkist og gera bogalagaða
sauma auðveldari. (Sjá KAFLA 1 "Stilling á
þrýsting á saumfót".)
2. Losið um tvinnaspennurnar en munið að ef
spennurnar eru of lausar, gæti það orsakað
slit á tvinna og vélin gæti hlaupið yfir spor.
Til að nota fingur W
Þegar þið saumið teygjanleg efni, þá komið þið í
veg fyrir að teygist á efnunum með því að nota
saumafingurinn W og það án þess að breyta
tvinnaspennunum.
Saumafingur
"W" merki
Saumafingur W
23