Kafli 5: Saumað; Val Á Tegund Saums; Prufusaumur - Brother 4234 Manual Del Usuario

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles

Idiomas disponibles

KAFLI 5
SAUMAÐ
Val á overlocksaum
Veljið þann saum sem þið ætlið að nota. Þessi
vél getur saumað fimm mismunandi overlock-
sauma sem þið getið valið um:
Fjögurra þráða overlock
Notið alla fjóra þræðina og báðar nálar til að
sauma fjögurra þráða overlock saum.
Notist við: Mjög sterkur saumur, hentar vel fyrir
prjón og einnig ofin efni.
Þriggja þráða overlock 5 mm.
Notar þrjá þræði og vinstri nálina sem býr þá
til 5 mm. breiðan saum.
Notist við: Overlock sauma á fatnað, blússur,
buxur o.s.frv. Hentar vel fyrir meðal og þykk efni.
ATH:
Fjarlægið hægri nálina þegar þið notið þennan saum.
Þriggja þráða overlock 2.8 mm.
Notið þrjá þræði og hægri nálina til að sauma 2,8
mm. breiðan overlock saum.
Notist við: Overlock á fatnað, blússur, buxur
o.a.frv. Hentar vel fyrir þunn og meðal efni.
Fjarlægið vinstri nálina þegar þið notið þennan saum.
Tveggja þráða overlock 5 mm.
Notið tvo þræði og vinstri nálina sem býr þá til 5
mm. sauma.
Notist við: Kastsauma á fatnað, blússur,
buxur o.fl. Hentar vel fyrir meðal til gróf efni.
ATH:
Fjarlægið hægri nálina þegar þið notið þennan saum.
20
Tveggja þráða overlock 2,8 mm.
Notið tvo þræði og hægri nálina til að sauma 2,8
mm. overlock.
Notist við: Overlock á fatnað, blússur, buxur o.fl.
og hentar vel á þunn, fínni og meðal efni.
ATH:
Fjarlægið vinstri nálina þegar þið notið þennan saum.
Mjór overlcok saumur 2,0 mm og
rúllufaldur 2,0 mm.
Notið sem skrautsaum eða frágangssaum. Sjá
nánar "Mjótt overlock/rúllufaldur" í þessum kafla.
ATH:
Þið getið notað aukalega fáanlegan saumfót til að sauma
fleiri afbrigði af saumum. Sjá nánar í KAFLA 8.

Prufusaumur

1.
Stillið tvinnaspenurnar sem hér segir:
<Fyrir fjögurra og þriggja þráða overlock >
Stillið allar tvinnaspennurnar á "4".
<Fyrir einnar nála, tveggja þráða overlock>·
Stillið nálarspennuna á "2".
Stillið neðri gríparaspennuna á "6".
(Sjá "töfluna fyrir tveggja þráða overlock" í
þessum kafla.)
2.
Þræðið vélina og togið og látið u.þ.b. 15 cm
enda standa aftur undan saumfætinum.

Publicidad

Capítulos

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido