Anleitung_JHB_46_RE_SPK7:_
4. Varúðartilmæli: Skurðarhnífurinn snýst um leið
og mótor tækisins er gangsettur.
Mikilvægt: Áður en að mótor er gangsettur ætti
að hreyfa mótorbremsuna nokkrum sinnum til
þess að ganga úr skugga um að
stöðvunarþráðurinn virki rétt.
Athugið: Snúningshraði mótorsins er þannig
stilltur að hann passi fyrir sláttuvinnu, til að kasta
grasi inn í safnpokann og að hann tryggi langan
líftíma mótors.
5. Yfirfarið olíuástand
6. Fyllið bensíntankinn með um það bil 1,1 lítra af
bensíni ef að hann er tómur og notið trekt og
mæliílát. Gangið úr skugga um að bensínið sé
hreint.
Athugið: Notið einungis blýlaust bensín.
Varúð: Notið ávallt einungis einn öruggan
bensínbrúsa. Reykið ekki á meðan bensíntankur er
fylltur. Slökkvið á mótor tækisins og látið hann kólna í
nokkrar mínútur áður en að bensíntankurinn er fylltur.
7. Gangið úr skugga um að kertaþráðurinn sé
tengdur við kertið.
8. Setjið bensíngjöfina í stellinguna „N".
9. Standið fyrir aftan sláttuvélina. Ein hönd á að vera
á gangsetningar / stöðvunarrofa. Hin höndin ætti
að vera á starthaldfanginu.
10. Gangsetjið mótorinn með
gangsetningarþræðinum (mynd 1 / staða 5).
Dragið haldfangið 10-15cm út (þar til að mótstaða
er að finna), togið svo kröftuglega í þráðinn. Ef að
mótorinn fer ekki í gang, ætti að toga aftur í
gangsetningarþráðinn.
Varúð! Látið gangsetningarþráðinn ekki kastast
óstjórnað til baka.
Varúð: Ef kalt er getur verið nauðsynlegt að
endurtaka gangsetningu nokkrum sinnum.
11. Ef að mótor tækisins er heitur er hægt að
gangsetja mótorinn með bensíngjöfinni í
stillingunni „skjaldbaka" (mynd 12).
Mikilvægt: Gangsetningartilraunir með
bensíngjöfina í stellingunni „N" á meðan að
mótorinn er heitur getur leitt til þess að kertið
blotni. Ef svo er ætti fyrst að endurtaka
gangsetningu eftir nokkrar mínútur.
04.12.2009
9:41 Uhr
Seite 179
6.1 Fyrir slátt
Mikilvæg tilmæli:
1. Klæðið ykkur rétt. Notið fastan skóbúnað og ekki
sandala eða strigaskó.
2. Yfirfarið skurðarhnífa. Hnífar sem eru bognir eða
skemmdir á einhvern annan hátt verður að skipta
um af upprunalegum nýjum hnífum.
3. Fyllið á bensíntankinn utandyra. Notið áfyllitrekt
og mæliílát. Þurrkið burt bensín sem sullast hefur
niður.
4. Lesið og farið eftir notkunarleiðbeiningunum og
tilmælum varðandi mótor og aukahluta. Geymið
allar leiðbeiningar einnig fyrir aðra notendur þar
sem hægt er að ná til þeirra.
5. Úrblástursgös eru hættuleg. Látið mótorinn
einungis ganga utandyra.
6. Gangið úr skugga um að allur öryggisútbúnaður
sé til staðar og að hann virki rétt og örugglega.
7. Þetta tæki á einungis að vera stjórnað af einum
notanda sem uppfyllir öll skilyrði til þess.
8. Það getur verið hættulegt að slá blautt gras. Sláið
helst einungis þurrt gras.
9. Upplýsið utanaðkomandi fólk og börn um að
halda sig fjarri sláttuvélinni.
10. Sláið aldrei þar sem að skyggni er slæmt.
11. Fjarlægið lausa hluti sem liggja á fletinum áður en
að sláttur er hafinn.
6.2 Leiðbeiningar fyrir rétta sláttuvinnu
Varúð! Opnið aldrei útköstunlúfu þegar að losa á
safnpoka á meðan að mótor tækisins er í gangi.
Hnífur á snúningi getur leitt til alvarlegra slysa.
Festið útköstunarlúfu og safnpoka ávallt vel. Slökkvið
ávallt á mótor tækisins áður en að þessir hlutir eru
fjarlægðir.
Haldið ávallt öruggu millibili sem stýribeisli gefur á
milli sláttuhús og notanda. Fara verður sérstaklega
varlega þegar að snúið er við eða þegar að slegið er í
kringum hluti eða runna. Athugið að stand notanda sé
ávallt traust og notið gripgóðan og traustan skóbúnað
og síðar buxur. Sláið ávallt þvert á halla.
Af öryggisástæðum er bannað að slá í halla sem er
yfir 15 gráður með þessari sláttuvél.
Farið sérstaklega varlega þegar að sláttuvélin er
dregin afturábak í átt að notandanum. Hætta á að
detta!
IS
179