Hurricane JHB 46 RE Manual De Instrucciones Original página 181

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 64
Anleitung_JHB_46_RE_SPK7:_
6.5 Eftir slátt
1. Látið mótor tækisins ávallt ná að kólna áður en að
sláttuvélin er sett til geymslu innandyra.
2. Fjarlægið grasrestar, lauf, fitu og olíurestar áður
en að tækið er sett til geymslu. Geymið ekki aðra
hluti ofan á sláttuvélinni.
3. Yfirfarið skrúfur, bolta og rær áður en að tækið er
tekið til notkunar á ný. Herða verður allar skrúfur
og bolta sem náð hafa að losna.
4. Losið safnpokann áður en að tækið er tekið til
notkunar á ný.
5. Losið kertahettuna til þess að koma í veg fyrir
óleyfilega notkun.
6. Gangið úr skugga um að geyma ekki sláttuvélina
saman með hlutum sem skapað geta hættu.
Gasgeymar geta valdið sprengingum.
7. Einungis má nota upprunalega varahluti eða hluti
sem framleiðandi tækisins hefur samþykkt (sjá
heimilisfang á ábyrgðarskýrteini).
8. Ef sláttuvélin er ekki notuð til lengri tíma verður að
tæma allt bensín úr bensíntankinum með
bensíndælu.
9. Upplýsa verður börn um að nota ekki þetta tæki.
Þetta er ekki leikfang.
10. Geymið aldrei bensín í nánd við hluti sem skapað
geta neista. Notið einungis eldsneytisgeyma sem
eru ætlaðir til slíkrar notkunar. Haldið bensíni fjarri
börnum.
11. Smyrjið og hirðið rétt um tækið.
12. Hvernig slökkt er á mótor tækis:
Til þess að slökkva á mótornum verður að
sleppa mótor-gangsetjara/ ádrepara (mynd
10 / staða A). Lokið bensínlokanum og takið
kertahettuna af kertinu til þess að koma í veg fyrir
að mótorinn geti verið gangsettur. Yfirfarið
þráðinn áður en að tækið er gangsett á ný.
Athugið hvort að þráðurinn sé rétt þræddur. Brotin
eða skemmdan barka verður að vera skipt út.
7. Hreinsun, umhirða, geymsla,
flutningar og pantanir varahluta
Varúð:
Vinnið aldrei með mótorinn í gangi í nánd við hluti
sem leiða rafmagn og komið ekki við þá. Takið ávallt
kertahettuna af kertinu áður en að hirt er um tækið á
einhvern hátt. Vinnið aldrei að tækinu á meðan að
það er í gangi. Öll vinna við þetta tæki sem ekki er lýst
í notandaleiðbeiningunum verður að vera framkvæmd
af fagaðilum.
04.12.2009
9:41 Uhr
Seite 181
7.1 Hreinsun
Hreinsa ætti sláttuvélina vandlega eftir hverja notkun.
Sérstaklega neðri hluta og hnífaeininguna. Til þess er
sláttuvélinni hallað á vinstri hliðina (á móti
olíuáfyllingarloki)
Tilmæli: Áður en að sláttuvélin er sett á hliðina,
tæmið þá eldsneytisgeiminn alveg með bensíndælu.
Ekki má halla sláttuvélinni meira en í 90. Auðveldast
er að fjarlægja óhreinindi og grasrestar strax eftir
notkun. Þornaðar grasrestar og óhreinindi geta haft
áhrif á sláttugetu tækisins. Athugið hvort að
útkastsopið sé hreint og laust við grasrestar og
fjarlægið þær ef að þörf er á. Hreinsið sláttuvélina
aldrei með vatnsbunu eða háþrýstidælu. Mótornum á
að halda þurrum. Sterka hreinsilegi eins og
kalkhreinsi eða bensínhreinsi má ekki nota á þetta
tæki.
7.2 Umhirða
7.2.1 Hjólaöxlar og hjólkoppar
Ætti að smyrja léttilega árlega. Til þess verður að
fjarlægja hjólkoppana með skrúfjárni og losa
festiskrúfurnar sem halda hjólunum.
7.2.2 Hnífur
Látið viðurkenndan þjónustuaðila brýna og
þyngdarjafna hnífa þessa tækis. Til að tryggja sem
besta vinnu er mælt með því að láta yfirfara hnífa
þessa tækis árlega.
Skipt um hníf (mynd 25)
Einungis má nota upprunalega varahluti til hnífaskipta
í þessu tæki. Kenninúmer hnífs verður að passa við
númerið í varahlutalistanum. Setjið aldrei annan hníf í
þetta tæki.
Skemmdir hnífar
Ef að hnífur tækisins kemst í snertingu við hluti þrátt
fyrir varúðarrástafanir, slökkvið þá tafarlaust á
mótornum og takið kertahettuna úr sambandi við
kertið. Hallið sláttuvélinni til hliðar og yfirfarið
skemmdir. Skemmda eða bogna hnífa verður að
skipta um. Reynið aldrei að rétta bogna hnífa. Vinnið
aldrei með bognum eða mjög uppnotuðum hníf, hann
skapar titring og getur orsakað meiri skemmdir á
sláttuvélinni.
Varúð: Ef tækið er notað með skemmdum hníf
myndast slysahætta.
Hnífar brýndir
Hægt er að brýna egg hnífanna með þjöl. Til að koma
í veg fyrir ójafnvægi ætti einungis að láta
viðurkenndan fagaðila sjá um að brýna hnífa þessa
tækis.
IS
181

Hide quick links:

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

34.010.91

Tabla de contenido