Skíðagleraugu fyrir háfjallaskíðafólk (skýringarmynd 17) og snjóbrettaiðkendur (skýringarmynd
18). Græni punkturinn (skýringarmynd 19) segir til um að framleiðandinn hafi þegar greitt fyrir
endurvinnslu á gömlum vörum og því verður umbúðunum fargað í gegnum úrgangsflokkunina
sem þannig er fjármögnuð. Endurvinnslutákn (skýringarmynd 20) segir til um að umbúðirnar séu
úr endurvinnanlegu efni. Viðvörun (skýringarmynd 21): „Ekki nota skíðagleraugun í bílaumferð!"
(heimild: EN174). Gleraugun eru ekki ætluð til notkunar á götum úti eða við akstur á bifreiðum.
(Skýringarmynd 22) „Ekki ætluð til að horfa beint á sólina. Ver ekki gegn tilbúnum geislum eins
og t.d. á sólbaðstofum." (Skýringarmynd 23) „Ver ekki gegn vélrænum hættum." (Skýringarmynd
24) Gleraugun geta skemmst komist þau í snertingu við kolvetni (skýringarmynd 25), hreinsivökva
(skýringarmynd 26), málningarvöru (skýringarmynd. 27), leysiefni (skýringarmynd 28), eða önnur
utanaðkomandi áhrif (skýringarmynd 29). Skíðagleraugun, sem eru framleidd á grundvelli núver-
andi tækni, bjóða upp á bestu mögulegu vörn fyrir augun gegn ytri áhrifum. Þau bjóða upp á
vörn, samkvæmt staðlinum, gegn UVA, UVB og UVC geislum auk þess sem margar gerðir bjóða
upp á aukna vernd. Allar gerðir okkar eru með móðuvarnarhúð á innri hlið. Verndar- og síuflokkur
skíðagleraugnanna er gefinn upp á merkimiðanum á umbúðunum (skýringarmynd 7). Þá má nef-
na með eftirfarandi hætti: S0, S1, S2, S3 eða S4. Það fer eftir veðurskilyrðum hvaða síuflokki við
mælum með til þess að verja augun með sem bestum hætti og tryggja sem besta sýn. Notku-
narsvið má finna á skýringarmyndum 30 til 34 (skýringarmynd 30-34). Auk veita gleraugun vernd
gegn vindi, raka og snjó. Ef þú rekst á harða eða beitta hluti veita þau þó takmarkaða vernd.
Engin skíðagleraugu geta varið notandann gegn öllum áhættum. Öll skíðagleraugun okkar
uppfylla evrópska staðalinn EN 174:2001. Í samræmi við staðalinn eru skíðagleraugun prófuð
samkvæmt kröfum um sjónfræði, styrkleika, þéttni og vernd gegn eldfimi. Glertæknina, sem