· Ýtið á naglastopparann (B) og látið borðann renna út.
• Notið „þriggja þrepa" magasín til að hlaða verkfærið með
nöglum:
· Til að setja naglana í skal toga þrýstibúnaðinn (C) aftur
á bak þar til hann læsist við magasínið að aftan
· Rennið naglaborðanum inn í rétta rauf (40, 50 eða 60
mm) á magasíninu (E).
· Losið þrýstibúnaðinn (C) gætilega til að þrýsta
nöglunum inn í stútinn
• Naglar losaðir úr verkfæri með „þriggja þrepa magasíni":
· Togið þrýstibúnaðinn (C) í læsingarstöðu að aftan.
· Rennið nöglunum út úr magasíninu (E).
Verkfærinu stjórnað
• Þetta er ekki hefðbundin loftknúin naglabyssa sem
rekur naglann inn í efniviðinn með einu öflugu höggi.
Þess vegna er verkfærið ekki með gikk eða
hefðbundinn snertiflöt við efniviðinn. Naglabyssan
skýtur mörgum skotum samtímis og rekur naglann
inn með þýðum en hröðum höggum.
Virkni
• Notið oddinn á naglanum til að finna opið á
málmtengiplötunni. Þegar naglinn er við opið skal leggja
verkfærið þétt upp að stykkinu til það byrji að framkvæma
mörg högg. Höggin halda áfram á meðan notandinn þrýstir
verkfærinu upp að stykkinu og hætta þegar naglinn flúttar
við yfirborðið.
• Ef þú hittir ekki í opið og skýtur beint á málmplötuna fer
naglinn ekki úr verkfærinu. Komið oddinum á naglanum
aftur fyrir og setjið naglann í opið.
Fastir naglar losaðir
• Þegar nagli festist skal aftengja þrýstiloftið áður en nokkuð
annað er aðhafst. Beinið verkfærinu frá ykkur sjálfum og
öllum öðrum á vinnusvæðinu.
• Sleppið þrýstibúnaðinum til að forðast þrýsting á
festiborðann.
• Stingið hentugu verkfæri, t.d. Phillips-skrúfjárni #2, inn í
drifrásina.
• Sláið létt á skrúfjárnið með hamri til að þrýsta drifblaðinu
aftur á bak og losa stífluna.
• Fjarlægið fasta naglann með nál, flísatöng eða svipuðu
verkfæri. Notið ekki höndina til að fjarlægja festinguna.
• Ef ekki tókst að fjarlægja fasta naglann með ofangreindri
aðferð skal hafa samband við söluaðila TJEP á hverjum
stað.
84
Viðhaldsleiðbeiningar
Almennt viðhald
• Vinnuveitandi og notandi bera sameiginlega ábyrgð á
því að verkfærið sé í góðu ásigkomulagi og virki rétt.
Enn fremur mega aðeins vottaðir starfsmenn TJEP eða
söluaðilar TJEP annast viðgerðir á verkfærinu og við
slíkar viðgerðir verður að nota íhluti eða aukabúnað sem
Kyocera Unimerco Fastening selur eða mælir með.
• Haldið verkfærinu ævinlega hreinu og þurru. Þurrkið fitu
eða olíu af með þurrum, hreinum klúti til að forðast að
notandinn missi naglabyssuna úr greipum sér.
• Notið TJEP-smurbúnað á lofttappa (D) verkfærisins
reglulega. Þar sem verkfærið framkallar nokkur högg
þegar nagla er skotið í þarf stimpillinn sérstaklega mikla
smurningu.
• Forðist að nota hreinsiefni með leysiefni til að hreinsa
verkfærið, þar sem tiltekin leysiefni skemma eða tæra íhluti
í verkfærinu.
• Allar skrúfur og allir boltar skulu vera vel hertar/hertir og
óskemmdar/óskemmdir. Lausar skrúfur geta valdið mikilli
hættu og alvarlegu líkamstjóni eða eignatjóni.
• Ráðlagt er að nota síu og þrýstijafnara á loftþjöppuna.
• Tæmið vatnshylki loftþjöppunnar daglega.
• ALDREI má nota verkfærið ef einhver vafi leikur á ástandi
þess.
Kalt í veðri
• Þegar verkfærið er notuð við hitastig sem er um eða
undir frostmarki er hætta á að rakinn í loftslöngunni
frjósi, en slíkt getur komið í veg fyrir að hægt sé að nota
naglabyssuna.
• Minnkið loftþrýstinginn niður í 80 psi (5,5 bör) eða minna.
• Fjarlægið alla nagla úr magasíninu.
• Tengið loftþjöppuna og hleypið af tómri byssunni, því
notkun við hægan hraða hitar yfirleitt upp hreyfanlega
íhluti hennar.
Geymsla
• Ef ekki á að nota verkfærið í lengri tíma skal bera þunnt
lag af smurefni á málmhluta þess til að koma í veg fyrir
ryð. Geymið verkfærið ekki þar sem mjög kalt er í veðri.
Geymið verkfærið á hlýjum, þurrum stað þegar það er ekki
í notkun. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Förgun
• Farga skal naglabyssunni samkvæmt gildandi lögum og
reglugerðum þar að lútandi.