Gríman stillt
Togið flipana á höfuðfestingunni frá efninu. Stillið lengd ólarinnar.
Þrýstið flipunum á efnið til að festa þá aftur.
Athugið: Ekki má herða höfuðfestinguna um of. Roði, sár eða að húðin bungi
út umhverfis grímuna geta verið merki um að ólarnar hafi verið hertar um of.
Komið grímunni fyrir þar til hún situr þægilega.
Þegar gríman er notuð rétt ætti beygjustykkið að liggja ofan á
höfðinu.
Stærð grímuumgjarðar
Grímuumgjörðin er fáanleg lítil (SM), í miðlungsstærð (MED) og stór (LG).
MED-grímuumgjörð passar flestum. Ef MED-umgjörð passar ekki skal hafa
samband við heilbrigðisstarfsmann til að kanna hvort SM- eða LG-gríma
gæti passað betur.
231