VIÐHALD OG UMHIRÐA Á COOKING ZONE KIT PLUS
Sinna þarf viðhaldi COOKING ZONE KIT PLUS reglulega til þess að tryggja að búnaðurinn virki rétt.
•
Athugið alla hluta sem leiða gas að minnsta kosti tvisvar á ári og í hvert sinn eftir langan tíma í geymslu. Köngulær og skordýr geta valdið
stíflum sem verður að lagfæra fyrir notkun.
•
Ef grillið er dregið oft yfir ójöfnur skal kanna af og til hvort allar skrúfur eru fastar.
•
Til að forðast skemmdir vegna tæringar skal smyrja alla málmhluta COOKING ZONE KIT PLUS (einkum steypujárnsgrindina) með olíu áður
en grillið er sett í geymslu í lengri tíma.
•
Eftir langan geymslutíma og a.m.k. einu sinni á grilltímabilinu skal athuga gasslönguna með tilliti til sprungna, brota og annarra skemmda.
Ef gasslangan er skemmd verður strax að skipta um hana samkvæmt leiðbeiningunum í kaflanum ÖRYGGISUPPLÝSINGAR.
•
Til að lengja líftíma grillsins og COOKING ZONE KIT PLUS eins og hægt er skal hlífa því fyrir umhverfisáhrifum með hentugri yfirbreiðslu frá
OUTDOORCHEF sem sett er á eftir að grillið hefur kólnað að fullu. Taka skal yfirbreiðsluna af eftir rigningu til að koma í veg fyrir uppsöfnun
raka. Yfirbreiðslur fást hjá söluaðilum.
AUKABÚNAÐUR
Með eftirfarandi aukabúnaði fyrir Davos-línuna færðu meira út úr grillinu.
PLANCHA UNIVERSAL – SUÐRÆN GRILLSTEMNING Í GARÐINUM HEIMA
PLANCHA UNIVERSAL er fullkomin viðbót við COOKING
ZONE KIT PLUS og eykur við notkunarmöguleika
DAVOS 570 G PRO / DAVOS 570 G grillsins.
Á grillplötunni getur þú galdrað fram grillaðar rækjur,
fullkomnar túnfisksteikur og hörpudisk rétt eins og
á uppáhalds tapas-barnum þínum á Spáni. Morgunmatur
af grillinu? Ekkert mál, því á grillplötunni er leikur einn
að gera spælegg, eggjahræru, stökksteikt beikon
eða pönnukökur. Hvort sem það eru tapas-smáréttir,
morgunverður eða eftirréttur – með PLANCHA UNIVERSAL
er allt hægt!
Einnig er hægt að nota grillplötuna í kúlunni á grillinu,
en til þess er trektin einfaldlega færð í eldfjallastöðuna
og þá getur þú grillað eins og við Miðjarðarhafið á meðan
rísottóið eldast á COOKING ZONE.
1 1 1
OUTDOORCHEF.COM