NOTKUNARLEIÐ BEININGAR
RG - 50
( IS )
VARÚÐ:
Varist að skera ykkur á beittum hnífum og
lausum vélarhlutum.
Lyftið alltaf vélinni upp á báðum hand-
föngum á hliðum vélarhússins.
Setjið aldrei hendurnar ofan í skálina,
matarahólfið eða matarapípuna á grænme-
tisskurðarbúnaðinum.
Notið ávallt stautinn þegar skorið er með
matarapípunni á grænmetisskurðarbú-
naðinum.
Slökkvið alltaf á vélinni með því að snúa
hraðastillinum í stöðu „O" og taka hana úr
sambandi eða slökkva á straumrofa áður
en vélin er þrifin.
Grípið ávallt um handfangið á grænmetis-
skurðarbúnaðinum þegar matarahólfið er
opnað eða lokað.
Aðeins löggiltum fagmönnum er heimilt að
gera við vélina og opna vélarhúsið.
Notið ekki vélina til að skera frosin matvæli.
Fjarlægið alla harða hluta úr matnum áður
en hann er skorinn (t.d. eplakjarna, trénaða
hluta næpa o.s.frv.) til að skemma ekki
hnífana.
Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar af
börnum eða einstaklingum með skerta
líkamlega, skyn- eða andlega getu eða skort
á reynslu á tækjum sem þessu, nema viðko-
mandi einstaklingur hafi hlotið fullnægjandi
leiðsögn eða tilsögn um notkun tækisins.
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
Gangið úr skugga um að allir hlutar fylgi vélinni,
að vélin sé í lagi og að ekkert hafi skemmst í
flutningi. Athugasemdir verða að hafa borist
seljanda innan átta daga.
UPPSETNING
Tengið vélina við rafmagn í samræmi við
upplýsingarnar á kenniplötunni aftan á vélinni.
Komið vélinni fyrir á traustum bekk eða borði
sem er 650-900 mm hátt.
KANNIÐ ÁVALLT FYRIR
NOTKUN
Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á
straumrofa og gangið síðan úr skugga um að
rafmagnssnúran sé heil og ósprungin.
Fjarlægið grænmetisskurðarbúnaðinn, öll
skurðarverkfæri og frárásarskífuna samkvæmt
leiðbeiningum undir liðnum „Losun" og gangið
svo úr skugga um að vélin fari ekki í gang þegar
hraðastillirinn er í stöðu „I".
28
Komið grænmetisskurðarbúnaðinum fyrir
samkvæmt leiðbeiningum undir liðnum
„Samsetning". Snúið hraðastillinum í stöðu
„I". Gætið þess að vélin stöðvist þegar mata-
rahandfanginu er lyft upp og að öxullinn hæti
að snúast innan 2 sekúndna. Gangið svo úr
skugga um að vélin fari aftur í gang þegar
matarahandfangið er dregið niður.
Gangið úr skugga um að gúmmíundirstöður
vélarinnar séu kirfilega skrúfaðar fastar.
Upplýsingar um skurðarverkfærin eru á síðum
3.
Kallið til löggiltan fagmann ef eitthvað er gallað
eða bilað til að laga gallann áður en vélin er
tekin í notkun.
KONTROLLERA ALLTID FÖRE
ANVÄNDNING
Dra ut stickkontakten ur vägguttaget alternativt
slå ifrån arbetsbrytaren och kontrollera därefter
att elkabeln är hel och inte har sprickor.
Avlägsna grönsaksskärartillsatsen, eventuella
skärverktyg samt utmatarskivan enligt instruk-
tionerna under rubriken "Demontering", och
kontrollera därefter att maskinen inte startar
när hastighetsreglaget ställs i läge "I".
Montera grönsaksskärartillsatsen enligt
instruktionerna under rubriken "Montering".
Ställ hastighetsreglaget i läge "I". Kontrollera
därefter att maskinen stannar när grönsaks-
skärartillsatsens handtag fälls upp och även
att axeln då slutar rotera inom två sekunder.
Kontroller sedan att maskinen återstartar när
handtaget fälls ner.
Att maskinbasens gummifötter är väl fast-
skruvade.
Gällande skärverktyg, se sidan 37.
Vid felfunktion, tillkalla fackman för åtgärd
innan maskinen tas i bruk.
VINNSLUGERÐIR
Sneiðir, rífur, tætir og sker í strimla í ýmsum
stærðum, eftir því hvaða skurðarverkfæri er
valið.
Vinnur grænmeti, ávexti, brauð, ost, hnetur,
sveppi o.s.frv.
NOTENDUR
Veitingastaðir, verslunareldhús, kaffihús,
bakarí, mötuneyti, elliheimili, skólar, skyndibi-
tastaðir, dagheimili, salatbarir o.s.frv.
VINNSLUGETA
Allt að 80 skammtar á dag og 2 kíló á mínútu.
GRÆNMETISSKURÐ -
ARBÚNAÐURINN NOTAÐUR
Stóra matarahólfið er einkum notað til að vinna
með matvæli í miklu magni og skera stærri
vörur eins og hvítkál.
Stóra matarahólfið er líka notað þegar skera
á matvælin frá ákveðinni hlið, eins og tómata
og sítrónur. Komið vörunni fyrir eins og sýnt
er á myndinni.
Innbyggða matarapípan er notuð til að skera
langt og mjótt hráefni eins og gúrkur, sjá mynd.
SAMSETNING
Setjið frárásarskífuna á öxulinn, snúið henni og
þrýstið henni niður svo hún festist á sínum stað.
Setjið valið skurðarverkfæri á öxulinn og snúið
því þar til það festist.
Skorið í teninga: komið teningagrind fyrir
þannig að egg hnífanna vísi upp, og skoran á
hlið teningagrindarinnar passi inn í stilligrópina
á vélinni. Setjið svo skurðarskífuna á öxulinn
þannig að hún festist.
Setjið grænmetisskurðarbúnaðinn á vélina
þannig að textinn „Close Open" vísi á klukkan
5 miðað við frárásarop vélarinnar og snúið
honum réttsælis eins langt og hann kemst svo
hann festist.
LOSUN
Snúið grænmetisskurðarbúnaðinum réttsælis
eins langt og hægt er og lyftið honum svo af
vélinni.
Snúið skurðarverkfærinu réttsælis og lyftið
því upp.
Lyftið teningagrindinni af ef hún hefur verið
notuð.
Lyftið upp frárásarskífunni.
NOTKUN HRAÐASTILLIS
Þegar hraðastillirinn er í stöðu „O" er slökkt
á vélinni. Í stöðunni „I" gengur vélin stöðugt.
ÞRIF
Lesið allar leiðbeiningar áður vélin er þrifin.
FYRIR ÞRIF: Slökkvið ávallt á vélinni og takið
hana úr sambandi. Ef vélin er ekki með kló
skuluð þið slökkva á straumrofa. Fjarlægið alla
hluta sem má fjarlægja og á að þrífa.
ÞRIF Í UPPÞVOTTAVÉL: Alla hluta sem má
fjarlægja má setja í uppþvottavél.
HANDÞVOTTUR: Notið ávallt uppþvottalög.
HREINSIEFNI: Notið uppþvottabursta til að
þrífa matarsvæðin. Hægt er að þrífa hníföxulinn
í miðri vélinni með litlum flöskubursta. Notið
rakan klút til að þrífa aðra hluta vélarinnar.
SÓTTHREINSUN: Notið ísóprópýlalkóhól
(65-70%). Ísóprópýlalkóhól er afar eldfimt svo
farið varlega þegar það er notað.
VIÐVÖRUN:
• Hellið hvorki né úðið vatni á hliðar vélarinnar.
• Notið ekki sjóðandi eða heitt vatn.
• Notið ekki natríumhýpóklórít (klór) eða önnur
efni sem innihalda það.
HALLDE • User Instructions