VARÚÐ
Ef þeim viðvörunum sem taldar eru upp hér í
leiðbeiningunum er ekki fylgt eftir, getur það leitt
til alvarlegra líkamsáverka eða banaslysa, eða
valdið eignaspjöllum vegna elds eða sprengingar.
Öryggistákn (
öryggisupplýsingar.
Vöruna MÁ AÐEINS NOTA UTANDYRA. Notist
ALDREI í lokuðu rými eins og bílskýli, bílskúr,
lokuðum palli, garðskýli eða undir hvers konar
yfirbyggingu.
Yfirfylltu grillið ekki af kolum og láttu kolin ekki
snerta ytri skel grillsins.
Grillið ætti að vera sett saman á öruggan hátt
fyrir notkun
Snertu aldrei heita hluta grillsins með berum
höndum.
Ekki nota innandyra!
Notkun innandyra getur orðið til þess að eitraðar
lofttegundir safnist upp og valdi líkamstjóni eða
jafnvel bana.
Notaðu aðeins utandyra á vel loftræstu svæði.
Ekki nota inni í bílskúrum, byggingum eða í öðru
lokuðu rými.
Ekki setja kolagrillið og skurðarbrettið aftur í
pokann fyrr en grillið hefur kólnað alveg.
ATHUGAÐU! Þetta grill má aldrei nota undir
eldfimri yfirbyggingu.
VARÚÐ! Grillið verður mjög heitt. Ekki að færa
það til meðan það er í notkun.
VARÚÐ! Haltu börnum og gæludýrum í öruggri
fjarlægð.
Hvers kyns breytingar á grillinu geta reynst
hættulegar.
Aldrei skilja grillið eftir eftirlitslaust þegar það er í
notkun.
Fylgdu ávallt leiðbeiningum um þrif og umhirðu
og sinnið viðhaldi reglulega.
Þegar grillinu er komið fyrir þarf að gæta þess að
það sé í að minnsta kosti eins metra fjarlægð frá
eldfimum efnum eða byggingum.
Ekki bæta grillvökva, eða kolum sem vætt hafa
verið með grillvökva, á heit kol.
Fjarlægðu ekki ösku fyrr en öll kol hafa brunnið
upp og grillið er orðið kalt.
Varastu að vera í fatnaði með löngum og víðum
ermum þegar grillað er.
Ekki nota grillið í miklum vindi.
Ekki snerta grillið til að athuga hvort það sé orðið
heitt.
12
) gefa til kynna mikilvægar
Notaðu ávallt vírgrindina eins og sýnt er í
leiðbeiningunum þegar grillað er.
Ekki nota vatn til að slökkva loga eða kæla niður
notuð kol.
Láttu kolin alltaf brenna upp eða slökkvið í
glæðum að notkun lokinni.
Notaðu alltaf grillhanska þegar kveikt er upp,
grillað og loftræsting stillt.
Notaðu viðeigandi grilláhöld við eldamennskuna.
Ekki má losa heit kol á stöðum þar sem þau geta
skapað eldhættu.
Settu grillið ekki í geymslu eða undir ábreiðu fyrr
en slokknað hefur í kolunum og þau hafa verið
fjarlægð og grillið er orðið kalt.
Þetta grill hentar ekki til notkunar í ferðabílum
eða á bátum.
Grillið ætti aldrei að nota sem hitara.
Notaðu grillið aldrei á lokuðum eða þröngum
svæðum eða á íbúðarhæfum svæðum eins og húsum,
tjöldum, hjólhýsum, húsbílum, bátum. Hætta á
kolsýringseitrun.
Áður en skurðarbrettið er notað í fyrsta skipti
Skolaðu með heitu vatni og mildu þvottaefni fyrir
notkun.
Það er auðveldara að halda vörum úr við hreinum
og án fitubletta ef þær eru meðhöndlaðar með olíu
fyrir fyrstu notkun. Það bætir líka rakaþol viðarins.
Notaðu olíu sem má komast í snertingu við mat,
eins og jurtaolíu. Berðu eina umferð af olíu á vöruna
og þurrkaðu alla umframolíu af. Endurtakið 24
klukkustundum síðar.
Umhirða skurðarbrettisins
Hægt er að aðskilja málmhlutana frá viðarhlutunum
til að auðvelda þrif. Málmbakkann þarf að þvo í
höndunum.
Þrífðu skurðarbrettið með hreinum klút eða
skrúbbaðu það með bursta. Láttu skurðarbrettið ekki
liggja í bleyti og ekki skilja það eftir í vatni í lengir
tíma. Það getur valdið því að viðurinn klofnar.
Þurrkaðu brettið vandlega en ekki hita það til að flýta
fyrir.
Til að meðhöndla brettið er hægt að pússa það með
meðalgrófum sandpappír og olíubera það.