breyta leiðbeiningum sem fylgja dælunni fyrir
sjúkling þannig að þær eigi við um klínískt ástand
sjúklingsins og lyfið sem gefið er.
VARÚÐ
•
Notið ekki ef umbúðirnar eru opnar, skemmdar eða ef
hlífðarlok vantar.
•
Einnota. Má ekki endursmitsæfa, fylla aftur eða
endurnota.
Endurnotkun vörunnar getur haft eftirfarandi hættur í för
með sér:
• Ranga virkni búnaðarins (þ.e. rangur rennslishraði)
• Aukna sýkingarhættu
• Lokun búnaðarins (þ.e. hindrun eða stöðvun á
dreypingu)
• Dælan er sæfð og veldur ekki sótthita.
•
Afurðin notar Dí(2-etýlehexýl) þalat (DEHP)
mýkt PVC:
• DEHP er algengt mýkingarefni í lækningabúnaði. Sem
stendur liggja engin endanleg vísindaleg gögn fyrir um að
DEHP sé skaðlegt mönnum. Hins vegar ætti að meta áhættu
og ávinning af notkun lækningatækja sem innihalda DEHP
hjá konum á meðgöngu og konum með barn á brjósti,
ungbörnum og börnum, áður en þau eru notuð.
• Verið getur að notkun tiltekinna lausna samhæfist ekki
PVC efninu sem er í lyfjagjafarsettinu. Lesið fylgiseðilinn
með lyfinu og aðrar upplýsingar til að fá betri skilning á
mögulegu ósamhæfi.
• Setjið ekki of lítið magn á dæluna. Ef dælan er fyllt of lítið
getur það aukið rennslishraðann umtalsvert.
• Fyllið ekki á meira en hámarksmagni. (Tafla 1)
• Áfyllingarmagn og dreypingarhraði eru merkt á
áfyllingartengið.
• Flæðishraðinn er óútreiknanlegur ef valið er á milli númera.
• Klemma fylgir til að stöðva dreypinguna. Fjarlægið ekki né
brjótið klemmuna. Notið ekki klemmuna fyrir ósamfellda
lyfjagjöf.
• Veltið slöngunni milli fingranna til að auka flæðið ef hún
hefur verið klemmd aftur lengi.
• Forðist að sían komist í snertingu við hreinsiefni (eins
og sápu og alkóhól) vegna þess að leki getur komið frá
lofttæmislokanum.
• Límið ekki yfir síuna (síurnar) þar sem það gæti lokað fyrir
lofttæmislokann og truflað dreypinguna.
• Dýfið dælunni ekki í vatn. Gætið þess að verja dæluna ef
hætta er á að hún geti blotnað, til dæmis ef farið er í sturtu.
• Ef dælan eða lyfjagjafarsettið lekur skal loka klemmunni á
slöngunni. Skiptið um dælu ef með þarf.
• Fargið ekki dælunni og hafið samband við Halyard Health
til að fá leiðbeiningar um vöruskil.
• Bætið ekki við síu án loftunar á enda búnaðarins þar sem
það getur hindrað eða stöðvað innrennslið.
• Rennslishraðinn getur verið mismunandi af ýmsum
ástæðum:
Áfyllingarmagn
• Ef dælan er fyllt með minna magni en merkingin segir
til um veldur það hraðara rennsli.
• Ef dælan er fyllt með meira magni en merkingin segir
til um veldur það hægara rennsli.
• Seigja og/eða styrkur lyfs.
• Staðsetning dælunnar - staðsetjið dæluna í um það bil
sömu hæð og holleggsstaðurinn er:
• Ef dælan er staðsettofar en þetta eykst rennslið.
• Ef dælan er staðsettneðar en þetta minnkar rennslið.
Hitastig
• Bera skal SELECT-A-FLOW* tækið utan klæða og halda
því við herbergishita.
• Til að tryggja réttan rennslishraða skal ekki nota hita-
eða kuldameðferð mjög nálægt rennslismælinum.
• Hitastig hefur áhrif á seigju lausnarinnar og veldur meiri
eða minni rennslishraða.
• SELECT-A-FLOW* tækið hefur verið kvarðað með
saltvatni sem þynningarefni (normal saline, NS) og
við herbergishita (22 °C, 72 °F) sem notkunarskilyrði.
Rennslishraðinn eykst um það bil um 1,4% fyrir hverja
0,6 °C/1 °F hækkun hitastigs og minnkar um það bil um
1,4% fyrir hverja 0,6 °C/1 °F lækkun hitastigs.
• Ef dælan er kæld þarf hún að ná herbergishita áður en
hún er notuð.
• Það geta liðið á bilinu 8 til 18 klukkustundir þar til
dælan nær stofuhita (fer eftir gerð hennar). (Sjá töflu
að neðan)
Áfyllingarmagn (ml)
Úr kæli í stofuhita (klst.)
Geymsla
• Ef áfyllt ON-Q* dæla er geymd lengur en í 8 klst. áður en
dreyping hefst getur það valdið hægari rennslishraða.
Ytri þrýstingur
• Ef beitt er ytri þrýstingi til dæmis með því að kreista eða
leggja ofan á dæluna eykur það rennslishraðann.
100 200 270
400
8
12
12
15
600
18
51