7 Úrræðaleit
Úrræðaleit
Viðvörun
Hætta á raflosti. Reynið ekki að opna né taka í sundur dæluna eða rafíhluti.
LCSU 4 KVEIKIR ekki á sér
1 Gætið þess að rafhlöðunni sé rétt komið fyrir og hún sé fullhlaðin.
2 Aðgætið aðra 12V DC- eða AC-aflgjafa.
LCSU 4 keyrir, ekkert lofttæmi eða ófullnægjandi lofttæmi
1 Gætið þess að hylkjunum og slöngutengjunum sé komið rétt fyrir.
2 Skoðið hvort hylkin eða slöngutengin leka.
3 Skoðið flotholtið í hylkinu sem varnar yfirfalli (800 ml).
4 Skoðið hvort lokast hefur fyrir síuna (300 ml).
Of mikið eða of lítið lofttæmi
Snúið stillingunni fyrir lofttæmi til að auka eða minnka lofttæmið.
Rafhlaðan hleðst ekki
1 Gætið þess að rafhlöðunni sé rétt komið fyrir og hún sé tengd.
2 Tengið aflgjafann aftur og fylgist með hleðslunni (öllum tengjum).
Rafhlaða virðist ófullnægjandi
1 Hlaðið rafhlöðuna í 5 klukkutíma.
2 Prófið rafhlöðuna.
Mikilvægt
Hafið samband við Laerdal Medical eða Icepharma ef ekki tekst að ráða fram úr vandamáli varðandi LCSU 4.
250