IS
Notkun
Geberit þrýstikjaftur eða Geberit millikjaftur settur í
Skilyrði
Enginn straumur er á þrýstitækinu.
AÐVÖRUN
Hætta á að klemmast á milli óvarinna hluta
Farið ekki með líkamshluta eða hluti á milli þrýstikjaftanna
Farið ekki með fingur nálægt völsum þegar engir þrýstikjaftar eru í tækinu
VARÚÐ
Skemmdir á tækinu ef stoppboltanum er ekki ýtt nægilega langt inn
Stoppboltanum ýtt alveg inn
1
Dragið stoppboltann úr (sjá kápu að framan, mynd A).
2
Setjið þrýstikjaft eða millikjaft í þrýstitækið (sjá kápu að framan, mynd B).
3
Þrýstið stoppboltanum alla leið inn (sjá kápu að framan, mynd C).
Geberit rafhlaðan hlaðin og sett í tækið
VARÚÐ
Röng rafhlaða getur valdið skemmdum á tækinu
Gætið þess að spenna rafhlöðunnar sé sú sama og tilgreind er á merkispjaldi
þrýstitækisins
Upplýsingar um notkun hleðslutækisins er að finna í notendahandbók þess.
Þegar þrýstitækið er flutt eða sett í geymslu skal taka rafhlöðuna úr því, því annars
afhleður hún sig.
1
Hlaðið rafhlöðuna áður en tækið er tekið í notkun.
2
Rafhlöðunni er komið fyrir í neðanverðu þrýstiverkfærinu (sjá framhlið kápu, mynd D).
Niðurstaða
Þrýstiverkfærið er í biðstöðu. Engin ljósdíóða logar.
158
B971-003 © 06-2015
965.598.00.0 (02)