NOTKUNARLEIÐBEININGAR _________________________________________________________________
Tekið úr umbúðum
• Fjarlægðu hálfgrímuna varlega úr umbúðunum.
• Athugaðu hvort hálfgríman sé heil og óskemmd. Hafðu strax samband við birginn þinn ef hún er
slitin eða hluti vantar.
Geymsla
• Geymdu grímuna ekki við hitastig undir -20 °C eða yfir +50 °C eða í andrúmslofti með rakastigi
yfir 90%.
• Geymdu hálfgrímuna í upprunalegum umbúðum eða í lokuðu íláti þannig að hún sé varin gegn
sólarljósi, kemískum efnum, raka, óhóflegum hita, efnislegum skemmdum og ryki.
• Geymsluþol grímu sem er geymd með réttum hætti er 5 ár frá framleiðsludegi.
Fyrir notkun
• Lestu notendaleiðbeiningar hálfgrímunnar og valinna sía.
• Gakktu úr skugga um að allir íhlutir hálfgrímunnar séu hreinir og óskemmdir. Kannaðu einnig
síurnar með tilliti til sjáanlegra skemmda og rofins innsiglis. Ekki má nota hálfgrímuna og/eða
síuna ef þau eru skemmd eða óheil.
• Gakktu úr skugga um að ólarnar séu ekki snúnar þegar þær eru festar við grímuna og að þær fylgi
stefnu örvanna eins og sýnt er á mynd. 1. Athugasemd: þegar ólarnar eru festar á grímuna á gráa
hliðin (án rauðrar randar) að vera að ofan. Rauða röndin á að vera á ytri hlið hverrar ólar.
Athugaðu hvort hálfgríman passi fyrir hverja notkun á ómenguðu svæði: Settu lófann
yfir gatið á síunni, andaðu að þér og haltu niðri andanum í um það bil 5 sekúndur.
Ef hálfgríman hrynur lítillega saman og ekki verður vart við að neitt loft leki á milli
grímunnar og andlitsins passar gríman vel. Ef vart verður við að loft leiki skaltu
setja hálfgrímuna aftur á andlitið og aðlaga hana í samræmi við leiðbeiningarnar.
Hálfgríman sett á
1) Taktu af þér hlífðargleraugu/-höfuðfat (ef notað) til að setja á þig hálfgrímuna.
2) Settu höfuðólarnar á hvirfilinn (mynd 2).
3) Dragðu andlitsstykkið upp að andlitinu á meðan þú heldur í neðri hálsböndin (mynd 3, gildir aðeins
um HM502).
4) Settu hökuna inn í nefskálina og staðsettu mjórri hluta andlitsstykkisins á nefbrúnina (mynd 4).
5) Festu neðri hálsböndin (mynd 5).
6) Slakaðu á í andlitinu og teygðu á efstu ólunum með því að toga endaflipana beint aftur. Ekki
herða á þessum tímapunkti (mynd 6).
7) Teygðu á neðri hálsólunum með því að toga endaflipana tvo fram. Ekki herða á þessum
tímapunkti (mynd 7).
8) Hertu efri og neðri ólarnar til skiptis. Stilla þarf efri ólarnar fyrst og síðan neðri ólarnar. Til að
passa vel verður að stilla böndin jafnt á báðum hliðum hálfgrímunnar (mynd 8) .
9) Ef þú varst búin(n) að taka af þér gleraugu/höfuðfat skaltu setja það aftur á núna.
Nákvæmar upplýsingar um síurnar er að finna í notendaleiðbeiningum síunnar.
Við notkun
Andaðu rólega og reglulega við venjulega notkun. Hafðu eftirfarandi viðvaranir í huga þegar
þú notar hálfgrímuna.
Yfirgefðu strax vinnusvæðið og/eða skiptu um hálfgrímu og/eða síu ef;
1. öndun verður erfið;
2. svimi eða önnur neyð kemur fram;
3. vart verður við óvenjulega lykt eða bragð.
Ef eitthvað af þessu á sér stað og þú ert áfram á menguðu vinnusvæðinu áttu á hættu
að verða útsett(ur) fyrir hættulegu magni af loftmengunarvaldinum sem getur valdið
alvarlegum meiðslum, veikindum eða dauða.
MIKILVÆGT
ATHUGASEMD
MIKILVÆGT
IS-2