IS
Leiðbeiningar notanda fyrir 3M™ PELTOR™ Tactical Earplug, TEP-200
EU, Level Dependent Earplug, LEP-200 EU/LEP-200 EU OR og Electronic
Earplug, EEP-100 EU/EEP-100 EU OR
Inngangur
Til hamingju og þakka þér fyrir að velja samskiptalausn frá 3M™ PELTOR™! Velkomin að
næstu kynslóð persónuhlífa með samskiptabúnaði.
Ætluð notkun
TEP-200 EU/LEP-200 EU/LEP-200 EU OR, EEP-100 EU og EEP-100 EU OR styrkstýrðu
heyrnarhlífarnar veita heyrnarvernd í háværu umhverfi en gefa jafnframt færi á
umhverfishlustun í lágværu umhverfi.
Mikilvægt
Lestu vinsamlegast, gerðu þér grein fyrir öllum öryggisupplýsingum í leiðbeiningum
þessum og farðu eftir þeim áður en þú tekur heyrnartólin í notkun. Geymdu
leiðbeiningarnar til þess að geta leitað í þær síðar. Hafðu samband við tæknideild 3M
(samskiptaupplýsingar er að finna á öftustu síðu). Ræddu við verkstjóra, kynntu þér
leiðbeiningar notenda eða hringdu í 3M til að læra rétta notkun.
VIÐVÖRUN
Heyrnarhlífarnar draga úr hættu á heilsutjóni vegna hávaða og annarra háværra hljóða.
Séu heyrnarhlífar notaðar rangt eða notkun þeirra sleppt þann tíma sem dvalist
er í hættulegum hávaða, getur það leitt til heyrnarskerðingar eða -taps. Ræddu við
verkstjóra, kynntu þér leiðbeiningar notenda eða hringdu í tæknideild 3M til að læra rétta
notkun. Ef þér finnst eins og þú sért með bómull í eyrunum eða heyrir són eða suð í eða eftir
hávaða (byssuskot meðtalin), eða ef þú hefur einhverja aðra ástæðu til að ætla að þú glímir
við heyrnarvanda, skaltu yfirgefa hávaðasama umhverfið umsvifalaust og hafa samband við
lækni og/eða verkstjóra þinn.
139