Fyrirhuguð notkun
Hybrid Elite-sessan frá ROHO er stillanleg, loftfyllt sessa fyrir hjólastóla sem sameinar ROHO DRY FLOATATION hólfaskiptan innri hluta og formaðan
svampgrunn. Sessan lagar sig að setsvæðinu og verndar þannig húð/mjúkvefi, veitir stuðning og skapar ákjósanlegar aðstæður til sáragræðslu. Þyngdarmörk
sessunnar eru 225 kg (500 pund) og sessan verður að vera af réttri stærð fyrir einstaklinginn. Hybrid Elite-sessuna verður að nota með meðfylgjandi hlíf.
Sessan kemur í eftirfarandi gerðum:
- ROHO Hybrid Elite SR-sessa (Hybrid Elite SR)
- ROHO Hybrid Elite-sessa með tveimur hólfum (Hybrid Elite Dual Compartment Cushion)
Frábending: Með hliðsjón af klínískum, vísindalegum eða verkfræðilegum gögnum er hugsanlegt að Hybrid Elite-sessa með tveimur hólfum henti ekki
einstaklingum með ósamhverfar mjaðmir þar sem munurinn er meiri en 5 cm (2 to.). Hybrid Elite SR-sessan hentar ekki einstaklingum með ósamhverfar mjaðmir.
Samhæfi: Hybrid Elite-sessur eru EKKI SAMHÆFAR við formaða ROHO-grunninn.
Læknir með sérfræðiþekkingu á setu og líkamsstöðu þarf að ákveða hvort varan hentar setuþörfum viðkomandi einstaklings. Ekki ætti að treysta eingöngu á
yfirlýsingu um fyrirhugaða notkun við slíka ákvörðun.
Lækningavörur sem fjallað er um í þessu skjali eru ætlaðar sem hluti af heildarmeðferð sem nær til allra setu- og hreyfihjálpartækja og læknisfræðilegra inngripa.
Læknir með sérfræðiþekkingu á setu og líkamsstöðu þarf að ákveða meðferðina eftir mat á líkamlegum þörfum og heilsufari viðkomandi einstaklings.
Læknir ætti einnig að meta skerðingu á sjón, lestrargetu og vitsmunum með það að markmiði að meta hvort einstaklingurinn þurfi aðstoðarmanneskju eða
tæknilega aðstoð, á borð við leiðbeiningar með stóru letri, til að tryggja rétta notkun vörunnar.
Mikilvægar öryggisupplýsingar
Viðvaranir:
- Ýmsir þættir geta valdið niðurbroti húðar/mjúkvefja og þeir eru mismunandi
á milli einstaklinga. Skoðið húð oft, minnst einu sinni á dag. Roði, marblettir
eða dökk svæði (samanborið við eðlilega húð) geta gefið til kynna
grunnlæga eða djúplæga áverka á líkamsvef og þessu þarf að huga að.
HÆTTIÐ NOTKUN tafarlaust ef vart verður við óeðlilegan lit á húð/mjúkvef.
Ef óeðlilegur litur hverfur ekki 30 mínútum eftir að notkun er hætt skal
tafarlaust leita til læknis.
- EKKI nota þessa sessu ofan á eða með öðrum vörum eða efnum nema
slíkt sé sérstaklega tekið fram í þessari handbók. Slík notkun getur valdið
því að einstaklingurinn sé úr jafnvægi og í fallhættu. Ef sessan virðist
óstöðug skal lesa „Úrræðaleit" eða leita ráða hjá lækni um rétta notkun.
- EKKI setja neitt á milli einstaklingsins og sessunnar. Hlutir, aðrir en
samhæfar hlífar og aukabúnaður sem fjallað er um í kaflanum „Vörulýsing"
í þessari handbók, sem settir eru á milli einstaklingsins og sessunnar,
hvort sem er utan á eða undir hlífinni, draga úr virkni sessunnar.
- Sessan og hlífin VERÐA að vera í sömu stærð og þær VERÐUR að
nota eins og sagt er til um í þessari handbók. EF SVO ER EKKI:
1) kann ávinningur af notkun sessunnar að verða minni eða enginn, með
aukinni hættu á áverkum á húð eða öðrum mjúkvef, og 2) kann notandinn
að verða óstöðugur og í fallhættu.
- Haldið vörunni í ÖRUGGRI FJARLÆGÐ frá miklum hita, opnum eldi eða
heitri ösku. Upplýsingar um prófanir og vottun þessa tækis, þar á meðal
eldfimi, kunna að falla úr gildi þegar það er notað með öðrum vörum eða
efnum. Skoðið upplýsingar um prófanir og vottanir allra annarra vara sem
notaðar eru með þessu tæki.
- Yfirborð sessunnar lagar sig að umhverfishitastiginu. Sýnið aðgát, sér í lagi
þegar sessan kemst í snertingu við óvarða húð.
IS - Notkunarhandbók fyrir ROHO Hybrid Elite-sessu
- Ef notandi er ófær um að framkvæma það sem fyrir er lagt í þessari
handbók skal leita aðstoðar hjá lækni, söluaðila búnaðarins, dreifingaraðila
eða þjónustudeild.
- Notið EKKI íhluta vörunnar í sitthvoru lagi. Nota verður sessuna í heilu lagi.
- EKKI nota sessuna sem flotbúnað í vatni (t.d. sem björgunarbúnað).
Hún heldur þér EKKI á floti.
- Haldið sessunni í öruggri fjarlægð frá beittum hlutum.
- Breytingar á hæð yfir sjávarmáli kunna að krefjast breytinga á sessunni.
- Ef sessan hefur verið við hitastig undir 0 °C (32 °F) og virkar óeðlilega stíf
skal leyfa henni að ná stofuhita.
- EKKI nota aðra pumpu, hlíf eða viðgerðarsett en sem er samhæft vörunni.
- EKKI breyta sessunni eða íhlutum hennar. Það kann að valda skemmdum
á vörunni og ógilda ábyrgðina.
- EKKI láta sessuna komast í snertingu við olíublönduð krem eða lanólín.
Þessi efni geta brotið niður efnið í sessunni.
- Langvarandi snerting við óson getur valdið niðurbroti í efnum sessunnar,
haft áhrif á virkni hennar og ógilt ábyrgð á vörunni.
- Leitið reglulega eftir skemmdum á íhlutum og skiptið um þá ef þörf er
á. Sjá „Úrræðaleit".
- Notið EKKI blásturslokann eða hraðaftengið sem handfang til að bera eða
draga sessuna. Haldið undir botn sessunnar eða notið handföngin á hlífinni
þegar haldið er á sessunni.
106
Viðvaranir:
Varúð: