Ætluð Notkun; Skilgreining Hættumerkja; Almennar Öryggisleiðbeiningar - Ottobock 6005 Dorso Direxa Basic Instrucciones De Uso

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 16
Lesið þetta skjal vandlega áður en varan er notuð og fylgið öryggistilkynningum.
Leiðbeinið notanda um örugga notkun vörunnar.
Hafið samband við framleiðandann ef þörf er á nánari upplýsingum um vöruna eða ef
vandamál koma upp.
Tilkynnið sérhvert alvarlegt atvik sem upp kemur við notkun vörunnar til framleiðanda og til
lögbærra yfirvalda í viðkomandi landi, sér í lagi ef um er að ræða versnun á heilsufari.
Geymið þetta skjal.
Þessar notkunarleiðbeiningar innihalda mikilvægar upplýsingar um mátun og notkun 6005
Lumbo Direxa Basic bakbeltis fyrir lendaliði.
2 Ætluð notkun
2.1 Ætluð notkun
Beltið má aðeins nota sem stoð fyrir bak og aðeins í snertingu við óskaddaða húð.
Hálsspelkurnar verður að nota í samræmi við ábendingar um notkun.
2.2 Ábendingar um notkun
Verkur í mjóbaki
Þjótak
Ójafnvægi í vöðvum neðri hluta brjósthryggs og/eða lendaliðum
Hrörnun á neðri hluta brjósthryggs og/eða lendaliðum
Læknir verður að segja fyrir um ábendingar.
2.3 Frábendingar
2.3.1 Ófrávíkjanlegar frábendingar
Ekki þekktar.
2.3.2 Varúðarráðstafanir
Hafa þarf samband við lækni ef einhver eftirfarandi einkenna koma fram: húðsjúkdómar eða -sár,
bólga, þrútin útbrot með bólgu, roða og hita á svæðinu þar sem stoðtækinu er komið fyrir, æxli,
uppsöfnun í eitlum – þar á meðal óljós bólga mjúkvefs undir stoðtækinu og tilfinningartruflun í
hrygg.
2.4 Verkun
Beltið auðveldar skynhreyfiaðgerðir, kemur á vöðvajafnvægi og linar verki.
Það léttir á álagi á neðri hluta brjósthryggs og lendaliðum, bætir blóðflæði og stuðlar að
vöðvanotkun.
3 Öryggi
3.1 Skilgreining hættumerkja
VARÚÐ
ÁBENDING
3.2 Almennar öryggisleiðbeiningar
VARÚÐ
Notkun vörunnar án þess að fylgja notkunarleiðbeiningum
Ef leiðbeiningum um öryggi er ekki fylgt getur það leitt til versnandi heilsufars og skemmda á
vörunni
Fylgið leiðbeiningum um öryggi í þessum notkunarleiðbeiningum.
26
Viðvörun um hættu á slysum eða meiðslum.
Viðvörun um hættu á tæknilegum skemmdum.

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido