Rafhlaða rafhjólsins hlaðin
Bosch-rafhlöður fyrir rafhjól má eingöngu hlaða með
u
upprunalegu Bosch-hleðslutæki fyrir rafhjól.
Athugaðu: Rafhlaðan er hlaðin að hluta í verksmiðju. Til að
tryggja að rafhlaðan skili fullum afköstum skal fullhlaða hana í
hleðslutækinu áður en hún er notuð í fyrsta sinn.
Lesa skal leiðbeiningarnar um hleðslu rafhlöðunnar í
notendahandbók hleðslutækisins og fara eftir þeim.
Hægt er að hlaða rafhlöðuna óháð því hversu mikil hleðsla er
á henni. Óhætt er að stöðva hleðsluna hvenær sem er, því
það veldur ekki skemmdum á rafhlöðunni.
Rafhlaðan er með hitanema sem leyfir hleðslu aðeins þegar
hitastigið er á bilinu 0 °C til 40 °C.
Ekki tengja rafhlöðuna aftur við hleðslutækið fyrr en hitastig
hennar er aftur innan leyfilegra marka fyrir hleðslu.
Hleðsluvísir utan rafhjólsins
Þegar kveikt er á rafhlöðu rafhjólsins sýna ljósdíóðurnar
fimm í hleðsluvísinum (3) hversu mikil hleðsla er á henni.
Hver ljósdíóða jafngildir þá u.þ.b. 20% hleðslugetu. Þegar
rafhlaða rafhjólsins er fullhlaðin loga allar fimm
ljósdíóðurnar.
Þegar kveikt er á rafhlöðu rafhjólsins kemur hleðslustaðan
einnig fram á skjá hjólatölvunnar. Hvað þetta varðar skal lesa
notendahandbók drifeiningarinnar og hjólatölvunnar og fara
eftir því sem þar kemur fram.
Þegar hleðslan á rafhlöðu rafhjólsins er komin niður fyrir
10% blikkar síðasta ljósdíóðan.
Þegar hleðslan á rafhlöðu rafhjólsins er komin niður fyrir 5%
slokknar á öllum ljósdíóðum hleðsluvísisins (3) á
rafhlöðunni, en hleðslan er áfram sýnd í hjólatölvunni.
Þegar búið er að hlaða skal taka rafhlöðu rafhjólsins úr
sambandi við hleðslutækið og taka hleðslutækið úr sambandi
við rafmagn.
Tvær rafhlöður fyrir rafhjól notaðar á sama
rafhjóli (aukabúnaður)
Rafhjól getur einnig komið frá framleiðanda með tveimur
rafhlöðum fyrir rafhjól. Í þessu tilviki er ýmist ekki hægt að
komast að öðru hleðslutenginu eða þá að framleiðandi
reiðhjólsins hefur lokað því með hettu. Aðeins skal hlaða
rafhlöður rafhjólsins með því hleðslutengi sem hægt er að
komast að.
Aldrei skal opna hleðslutengi sem framleiðandi hefur
u
lokað fyrir. Ef hlaðið er með hleðslutengi sem búið er að
loka getur það valdið óafturkræfu tjóni.
Ef nota á rafhjól sem er ætlað fyrir tvær rafhlöður með aðeins
einni rafhlöðu skal setja meðfylgjandi hettu (10) fyrir
Bosch eBike Systems
Ef hitastig rafhlöðunnar er
utan þessara leyfilegu marka
fyrir hleðslu blikka þrjár
ljósdíóður í hleðsluvísinum
(3). Taktu rafhlöðuna úr
sambandi við hleðslutækið
og leyfðu henni að ná
hæfilegu hitastigi.
snerturnar á lausa tenginu, því annars eru snerturnar óvarðar
og hætta er á skammhlaupi (sjá myndir A og B).
Hleðsla þegar notaðar eru tvær rafhlöður á rafhjólinu
Ef tvær rafhlöður eru á rafhjólinu er hægt að hlaða báðar
rafhlöðurnar með tenginu sem er ekki lokað. Fyrst eru báðar
rafhlöðurnar hlaðnar upp í u.þ.b. 80–90% hvor á eftir
annarri og síðan eru báðar rafhlöðurnar hlaðnar að fullu
samhliða (ljósdíóðurnar á báðum rafhlöðum blikka).
Meðan á notkun stendur afhlaðast rafhlöðurnar til skiptis.
Hægt er að hlaða hvora rafhlöðuna fyrir sig með því að taka
þær úr festingunum.
Hleðsla þegar notuð er ein rafhlaða á rafhjólinu
Ef aðeins er notuð ein rafhlaða á rafhjólinu er aðeins hægt að
hlaða þá rafhlöðu á rafhjólinu sem er með aðgengilegu
hleðslutengi. Rafhlöðuna með lokaða hleðslutenginu er
aðeins hægt að hlaða ef hún er tekin úr festingunni.
Rafhlaðan sett í rafhjólið og tekin úr því
Slökkva verður á rafhlöðunni og rafhjólinu áður en
u
rafhlaðan er sett í festinguna eða tekin úr henni.
Þegar búið er að setja rafhlöðuna í skal ganga úr
u
skugga um að hún hafi verið sett rétt í og sé vel fest.
Venjuleg rafhlaða sett í og tekin úr (sjá mynd A)
Til þess að hægt sé að setja rafhlöðuna í þarf lykillinn (5) að
vera í lásnum (6) og lásinn má ekki vera læstur.
Venjulega rafhlaðan er sett í (8) með því að setja endann
með tengjunum í neðri festinguna (9) á rafhjólinu (rafhlaðan
getur hallað um allt að 7° miðað við stellið). Settu rafhlöðuna
í efri festinguna (7) þannig að hún smelli greinilega í lás.
Læstu rafhlöðu rafhjólsins alltaf með lásnum (6), því annars
getur lásinn opnast og rafhlaða rafhjólsins fallið úr
festingunni.
Þegar búið er að læsa skal alltaf taka lykilinn (5) úr lásnum
(6). Þannig er komið í veg fyrir að lykillinn geti fallið úr eða að
óviðkomandi aðilar geti tekið rafhlöðuna úr rafhjólinu þegar
því er lagt.
Venjulega rafhlaðan er tekin úr (8) með því að slökkva á
henni og opna síðan lásinn með lyklinum (5). Hallaðu
rafhlöðu rafhjólsins úr efri festingunni (7) og dragðu hana úr
neðri festingunni (9).
Bögglabera-rafhlaða sett í og tekin úr (sjá mynd B)
Til þess að hægt sé að setja rafhlöðuna í þarf lykillinn (5) að
vera í lásnum (6) og lásinn má ekki vera læstur.
Bögglabera-rafhlaðan er sett í (2) með því að renna
endanum með tengjunum á undan í festinguna (1) á
bögglaberanum þannig að hún smelli greinilega í lás.
Læstu rafhlöðunni alltaf með lásnum (6), því annars getur
lásinn opnast og rafhlaðan fallið úr festingunni.
Þegar búið er að læsa skal alltaf taka lykilinn (5) úr lásnum
(6). Þannig er komið í veg fyrir að lykillinn geti fallið úr eða að
óviðkomandi aðilar geti tekið rafhlöðuna úr rafhjólinu þegar
því er lagt.
Íslenska – 3
0 275 007 XPX | (29.05.2023)