Descargar Imprimir esta página

Bosch BRC3600 Instrucciones De Servicio Originales página 85

Ocultar thumbs Ver también para BRC3600:

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 27
Samhæfi
<eBike Lock> er samhæfur við þessar Bosch-vörulínur fyrir
rafhjól sem tilheyra kynslóðinni the smart system:
Drifeining
BDU374x
BDU33xx
BDU31xx
Virkni
Með <eBike Lock> virkar farsíminn eins og lykill fyrir
drifeininguna. <eBike Lock> verður virkur þegar slökkt er á
rafhjólinu. Á meðan <eBike Lock> er virkur eftir að kveikt er
á rafhjólinu er það gefið til kynna með hvítu blikkandi ljósi á
stjórntölvunni LED Remote og með lástákni á hjólatölvunni.
Athugaðu: <eBike Lock> er ekki þjófavörn, heldur viðbót
við vélrænan lás! Með <eBike Lock> er rafhjólinu ekki læst
vélrænt eða með álíka hætti. Aðeins er slökkt á stuðningi frá
drifeiningunni. Drifeiningin er tekin úr lás á meðan farsíminn
er tengdur við rafhjólið í gegnum Bluetooth®.
Ef þriðju aðilum er veittur tímabundinn eða varanlegur
aðgangur að rafhjólinu eða ef farið er með rafhjólið á
verkstæði skal gera <eBike Lock> óvirkan í appinu eBike
Flow í valmyndaratriðinu <Settings>. Ef selja á rafhjólið
skal einnig fjarlægja rafhjólið úr notandareikningnum í
appinu eBike Flow í valmyndaratriðinu <Settings>.
Þegar slökkt er á rafhjólinu gefur drifeiningin frá sér
læsingartón (eitt hljóðmerki) til að gefa til kynna að slökkt sé
á stuðningi frá drifinu.
Athugaðu: Rafhjólið getur eingöngu gefið frá sér þetta
hljóðmerki á meðan kveikt er á því.
Þegar kveikt er á rafhjólinu gefur drifeiningin frá sér tvo
aflæsingartóna (tvö hljóðmerki) til að gefa til kynna að
stuðningur frá drifinu sé aftur í boði.
Læsingartónninn hjálpar þér að greina hvort <eBike Lock>
er virkur á rafhjólinu. Hljóðmerkið er sjálfkrafa virkt en hægt
er að gera það óvirkt í appinu eBike Flow í
valmyndaratriðinu <Settings> með því að velja lástáknið
fyrir neðan rafhjólið.
Athugaðu: Ef ekki er lengur hægt að setja upp eða slökkva á
<eBike Lock> skaltu snúa þér til söluaðila reiðhjólsins.
Skipt um hluta rafhjólsins og <eBike Lock>
Skipt um farsíma
1. Settu appið eBike Flow upp á nýja farsímanum.
2. Skráðu þig inn með sama notandareikningi og þú
notaðir til að virkja <eBike Lock>.
3. Í appinu eBike Flow er gefið til kynna að búið sé að setja
<eBike Lock> upp.
Skipt um drifeiningu
1. Í appinu eBike Flow er gefið til kynna að <eBike Lock>
sé óvirkur.
2. Virkjaðu <eBike Lock> með því að færa sleðann fyrir
<eBike Lock> til hægri.
Bosch eBike Systems
Vörulína
Performance Line CX
Performance Line
Active Line
Active Line Plus
Performance Line SX
3. Þegar farið er með rafhjólið í viðhaldsskoðun hjá
söluaðila er mælt með því að gera <eBike Lock>
tímabundið óvirkan.
Hugbúnaðaruppfærslur
Setja verður hugbúnaðaruppfærslur í gang handvirkt í
appinu eBike Flow.
Appið flytur hugbúnaðaruppfærslur yfir í stjórntölvuna í
bakgrunni um leið og búið er að tengja hana við appið.
Meðan á uppfærslunni stendur blikkar hleðsluvísirinn fyrir
rafhlöðu rafhjólsins (3) í grænum lit til að gefa framvinduna
til kynna. Því næst er rafhjólið endurræst.
Hugbúnaðaruppfærslum er stjórnað af appinu eBike Flow.
Villuboð
Stjórntölvan gefur til kynna þegar alvarlegar eða minniháttar
villur koma upp í rafhjólinu.
Hægt er að lesa villuboðin frá rafhjólinu í appinu eBike Flow
eða hjá söluaðila.
Með tengli í appinu eBike Flow er hægt að nálgast
upplýsingar um villuna og fá aðstoð við að lagfæra hana.
Minniháttar villur
Minniháttar villur eru gefnar til kynna með því að ljósið fyrir
stuðningsþrep (5) blikkar í appelsínugulum lit. Ýtt er á
valhnappinn (7) til að staðfesta villuna og ljósið fyrir
stuðningsþrep (5) logar þá aftur stöðugt í lit
stuðningsþrepsins sem stillt er á.
Með hjálp eftirfarandi töflu getur notandi reynt að lagfæra
villuna á eigin spýtur. Annars skal leita aðstoðar hjá
söluaðila.
Númer
Villa lagfærð
523005
Villunúmerin gefa til kynna að orðið hafa
truflanir við greiningu skynjara á segulsviði.
514001
Athugaðu hvort segullinn hefur glatast á
514002
ferð.
514003
Ef notaður er segulskynjari skal athuga hvort
514006
skynjarinn og segullinn hafa verið settir upp
á réttan hátt. Einnig skal ganga úr skugga um
að snúran til skynjarans sé óskemmd.
Ef notaður er gjarðarsegull skal gæta þess að
ekki séu truflandi segulsvið nálægt
drifeiningunni.
Alvarlegar villur
Alvarlegar villur eru gefnar til kynna með því að ljósið fyrir
stuðningsþrep (5) og hleðsluvísirinn fyrir rafhlöðu
rafhjólsins (3) blikka í rauðum lit. Þegar alvarleg villa kemur
upp skal fylgja leiðbeiningunum í töflunni hér fyrir neðan.
Númer
Leiðbeiningar
Ekki halda áfram að hlaða og nota
660002
rafhlöðuna.
Snúðu þér til söluaðila.
6A0004
Fjarlægðu PowerMore-rafhlöðuna og
endurræstu rafhjólið.
Íslenska – 5
0 275 007 3RL | (21.02.2023)

Publicidad

loading