Kransaköku- og pylsugerðarstútar
Að móta minni bita
Til að móta minni bita skal leggja alla
pylsulengjuna á slétt undirlag og snúa
nokkrum sinnum upp á fylltu görnina
með reglulegu millibili. Ferska pylsu er hægt
að geyma í 1 til 2 daga í ísskáp eða allt að 1
mánuð í frysti.
1,5 kg svínabógur skorin
í 2,5 cm ræmur
⁄
hakkaður laukur
1
2
4 salvíulauf
3 g savory-krydd
20 g salt
5 g pipar
80 g söxuð steinselja
3 g garðakerfill
2 g kryddmæra
Ögn af allrahanda
30 ml vatn
1 egg, hrært
15 g feiti
Náttúrulegar garnir
eða gervigarnir
Mild morgunverðarpylsa
Settu svínakjötið á bökunarplötu úr málmi og frystu í
20 mínútur. Blandaðu saman lauk, salvíu, savory, salti,
pipar, steinselju, garðakerfli, kryddmæru og allrahanda.
Stráðu blöndunni yfir svínakjötið. Settu saman og festu
hakkavélina og notaðu grófu hökkunarplötuna. Settu á
Hraða 4 og hakkaðu svínakjöt í skál. Bættu vatni og eggi
saman við. Festu skál og flatan hrærara. Snúðu á Hræra
og hrærðu í 1 mínútu.
Taktu hnífinn og grófu hökkunarplötuna úr hakkavélinni.
Settu saman pylsugerðarstútinn og festu. Smyrðu
pylsugerðarstútinn með feiti og renndu görn þétt upp á.
Bittu fyrir endann á görninni. Settu á Hraða 4 og troddu
svínakjötsblöndunni inn í görnina. Snúðu upp á pylsuna,
fyrir smærri bita, og kældu eða frystu þar til tilbúið til
notkunar.
Afrakstur: 1,5 kg pylsur
Að hreinsa kransaköku- og
pylsugerðarstúta
Taktu fyrst pylsugerðarstútinn alveg í sundur.
Eftirfarandi hluti má þvo í uppþvottavél:
• Umgjörð
• Pylsugerðarstúta
• Hakkavélarhús
• Snigil
• Festihringinn
• Sambyggði troðarinn og lykillinn
5