Ég kann að drekka.
Fyllið BABY born Sister/Brother Soft Touch pelann með fersku, hreinu kranavatni og
skrúfið túttuna fast á.
Haldið á BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkunni þannig að túttan vísi beint
niður og hægt er að færa hana beint upp í munninn á dúkkunni.
Hreyfið túttuna þangað til viðnám finnst.
Nú er hægt að gefa dúkkunni vatnið með því að þrýsta pelann létt saman nokkrum
sinnum – u.þ.b. þriðjung af innihaldi pelans.
Ef vatn rennur úr munni BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkunnar skal stað-
setja túttuna aftur beint í munni dúkkunnar og þrýsta létt á hliðar pelans.
Athugið: Gefið henni ekkert annað en vatn að drekka. Aðrir vökvar geta valdið stíflu
í slöngum og geymum ínni í dúkkunni.
Ég kann að gráta.
BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkan kann að gráta alvöru tárum.
Til þess þarf að gefa BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkunni vatn.
Síðan skal halda á BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkunni með báðum hön-
dum undir höndunum og þrýsta með fingrum eða báðum þumlum nokkrum sinnum á
efri brjóstsvæðið.
Tárin fara að streyma.
Ef það tekst ekki strax skal gefa BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkunni aftu
hreint vatn og þrýsta aftur á brjóstið.
Ég kann að fara í bað.
BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkan má fara með í bað eða í sund. Þó má
hún ekki fara í kaf. Ekki láta dúkkuna liggja í beinu sólarljósi í lengri tíma (hámark 1
klst.).
Fyrir baðferð skal eingöngu nota kalt eða volgt vatn og venjulega baðsápu sem er
ætluð börnum. Ekki má leika sér lengur en í eina klukkustund með BABY born Sister/
Brother Soft Touch dúkkunni í baði, í sundlaugarvatni eða sjó, annars má búast við
efnahvörfum sem geta valdið aflitun eða litabreytingum.
Vinsamlegast skolið BABY born Sister/Brother Soft Touch dúkkuna eftir baðið með
hreinu vatni og hreinsið hana.
Vinsamlegast fylgið ávallt leiðbeiningunum um hreinsun og þurrkun.
Leiðbeiningar um þurrkun:
Til að þurrka BABY born Sister/Brother Soft Touch skal leggja dúkkuna
á bakið og setja handleggina upp yfir höfuð hennar. Kreistið svo
handleggina endurtekið til að losa vatnið úr þeim.
Endurtakið eins og nauðsyn krefur.
Látið nú dúkkuna standa upprétta. Ef eitthvað vatn er eftir í líkamanum rennur
það út um gatið neðst á líkamanum. Ef eitthvað vatn er eftir í fótleggjunum rennur það út um
götin tvö aftan á hnjánum (ekki alltaf sýnileg).
eftir í fótleggjunum rennur það út um götin tvö aftan á hnjánum (ekki alltaf sýnileg).
32