Woods AD Serie Manual Del Usuario página 44

Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 58
Ofhitunarvörn
(eingöngu rakaeyðing)
Þegar tækið vinnur að rakaeyðingu
við háan herbergishita og rakastig
þá getur viftuhraðinn aukist sjálfkrafa
til þess að koma í veg fyrir ofhitun.
Viftuhraðinn fer aftur niður á stillt
hraðastig þegar umhverfisrakastigið
minnkar.
4. Afrennsli
Vatnsgeymir (Mynd A)
Þegar vatnsgeymirinn er fullur þá
slokknar sjálfkrafa á rakaeyðinum og
gaumljósið kviknar.
Þegar vatnsgeymirinn hefur verið
tæmdur endurræsist tækið sjálfkrafa.
1. Takið rakaeyðitækið úr sambandi.
2. Fjarlægið vatnsgeyminn og tæmið
hann.
3. Setjið tóma vatnsgeyminn til baka
og gætið að því að flotið hreyfist
óhindrað.
4. Tengið rakaeyðitækið við rafmagn.
Tenging vatnsslöngu (mynd B)
Fjarlægið tappann á bakhlið tækisins.
Tengið vatnsslöngu við rörið og setjið
hinn endann í niðurfall. Þvermál
slöngu er 12 mm (innra þvermál).
Gakktu úr skugga um að vatnið geti
runnið niður
5. Active ION HEPA-sía
Active ION HEPA-sían sem framleidd
er í Svíþjóð með einkaleyfi tryggir
hámarks síun án þess að hindra
loftflæðið. Þetta þýðir að hávaðastig
og orkunotkun er eins lág og
mögulegt er.
Active ION HEPA-síurnar þarf að
skipta reglulega um til að viðhalda
hámarks afköstum þeirra og til
að koma í veg fyrir skemmdir
á tækinu. Tækið er einnig með
áminningarbúnað sem segir til þegar
þarf að skipta um síu.
Íslenska
Síuskipti (mynd C & D):
1. Fjarlægið síuhlífina á bakhlið
tækisins.
2. Fjarlægið og hendið útrunnu Active
ION HEPA-síunni.
3. Setjið í nýja Active ION HEPA-síu.
4. Fjarlægið ryk eða óhreinindi á
síuhlífinni og setjið hana aftur á
sinn stað. Síuhlífina má þrífa með
volgu vatni og mildu hreinsiefni eða
með ryksugu.
Áminning um síuskipti
Eftir 970 klukkustunda notkun,
athugar tækið ástand Active ION
HEPA-síunnar. Þegar athugun
stendur yfir eru allir hnappar læstir
og gaumljósið fyrir loftgæði blikkar.
Tækið endurtekur þetta próf 4
sinnum með 10 klukkustunda millibili.
Ef sían er of óhrein þá blikkar
gaumljósið fyrir skipti. Skiptu um síu
og ýttu á og haltu hvíldarhnappnum
inni í 5 sekúndur til að slökkva á
viðvöruninni. Ef ekki þarf að skipta
um síu þá minnir tækið þig á að
skipta um síu eftir 1500 klukkustunda
notkun.
Það er mjög mikilvægt að skipt
sé um síu reglulega; annars
getur afkastageta tækisins
minnkað og það jafnvel
skemmst alvarlega.
6. Viðhald
• Hreinsaðu tækið með mjúkum
rökum klút. Forðist að nota leysiefni
eða sterk hreinsiefni þar sem það
getur skemmt yfirborð tækisins.
• Best er að hreinsa kælispíralinn
með klút og heitu vatni.
7. Þjónusta
Ef tækið þarfnast viðhalds ber að
hafa samband við söluaðila fyrst.
Sönnunar fyrir kaupum er krafist fyrir
allar ábyrgðarkröfur.
44
8. Ábyrgðir
2 ára ábyrgð neytenda gagnvart
framleiðslugöllum. Vinsamlegast
athugið að ábyrgðin gildir aðeins
gegn framvísun kvittunar. Ábyrgðin
gildir aðeins ef varan er notuð í
samræmi við þær leiðbeiningar og
öryggisviðvaranir sem eru að finna í
þessari handbók. Ábyrgðin nær ekki
til tjóns sem stafar af óviðeigandi
meðferð vörunnar.
ATHUGIÐ: 2 ára ábyrgðin á aðeins
við um neytendur og er ekki fyrir
notkun tækisins í atvinnuskyni.
Þetta tæki uppfyllir EBE tilskipanir
76/889 + 82/499
ATHUGIÐ! Fáðu 6 ára ábyrgð!
Skráðu þig hjá warranty-
woods.com og skiptu um Active
ION HEPA-síu að minnsta
kosti einu sinni á ári. Frekari
upplýsingar er að finna á
woods.se.
9. Ábendingar
• Stundum getur verið gagnlegt að
nota frostvara eða hitablásara til
þess að tryggja að hitastigið falli
ekki undir + 10°C. Jafnvel þótt AD-
línurnar vinni niður að hitastigi allt
að +5°C er afkastageta þess meiri
eftir því sem hitastigið er hærra þar
sem heitt loft flytur meira vatn.
• Fyrir hámarks þurrkun í herbergi
er mælt með að loftflæðið að utan
og frá aðliggjandi herbergjum sé
með sem minnst – lokið hurðum og
loftopum.
• Gera má ráð fyrir aukinni
afkastagetu fyrir rakaeyðingu á
haustin/sumrin þar sem að hitastig
og rakastig utanhúss er hærra.
• Til að ná öruggri og
áreiðanlegri vörn gegn myglu
og rakaskemmdum skal halda
hlutfallslegu rakastigi á milli 50% og
60%.
• Notið meiri viftuhraða fyrir hraðari
lofthreinsun og rakaeyðingu.

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Ad20

Tabla de contenido