Eva Solo FireGlobe Manual página 24

Ocultar thumbs Ver también para FireGlobe:
Tabla de contenido

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 15
Fara ber sérstaklega varlega með fulla og tóma gaskúta. Þeir þola hvorki að detta né
DK
neina aðra hirðuleysislega meðferð. Jafnvel þótt gaskútur virðist vera tómur er alltaf
ákveðinn þrýstingur innan í honum.
DE
Viðvaranir um meðferð gaskúta:
• Gættu þess alltaf að skrúfað sé fyrir gasstillinn þegar gaskútur er tengdur eða
UK
aftengdur.
• Geymdu bæði fulla og tóma gaskúta utanhúss þar sem góð loftræsting er og
þannig að sól nái ekki að skína á þá.
ES
• Staðsettu ekki gaskúta sem ekki eru í notkun nærri logandi grilli.
FR
Breytilegur gasþrýstingur
Ef grillið er stillt á mestan hita þannig að grasið brennur með miklum hraða lækkar
IS
hitinn í gaskútnum og þar með gasþrýstingurinn. Það getur svo leitt til þess að
notandinn getur lent í því að jafnvel þótt gutli í kútnum þegar hann er hristur þá
sé gasþrýstingurinn ekki nægilegur. Ef það gerist er ekki um annað að ræða en að
IT
skipta á kútnum og öðrum sem er fullur af gasi.
Að kveikja upp
NL
FireGlobe-gasgrillið er með þremur brennurum sem hægt er að stjórna hverjum
fyrir sig. Innsti gashausinn er hringlaga (14) og miðhnappurinn stýrir honum. Aftasta
brennara (13) og fremsta (15) brennara er stjórnað með hnöppunum lengst til vinstri
NO
og lengst til hægri.
Þegar kveikt er upp í grillinu má lokið ekki vera niðri. Gættu þess að ventillinn á
PT
gaskútnum sé opinn (ON staða, þ.e. að stillihnappi er snúið eins langt til vinstri og
hægt er eða rangsælis).
SE
1. Hægt er að kveikja á aftasta brennaranum (13) og miðjubrennaranum (14) hvorum
fyrir sig og það þarf því að velja hvorum brennaranum á að kveikja á fyrst. Því
FI
næst er stillihnappinum fyrir þann brennara snúið til vinstri, í stöðuna B. Þá
er ýtt á neistahnappinn (7), sem getur þurft að gera nokkrum sinnum, þar til
gasloginn kviknar. Í hvert sinn sem þrýst er á neistahnappinn heyrist hár smellur og
uppkveikikerfið gefur frá sér neista til að kveikja upp í gasinu.
2. Aðeins er hægt að kveikja á aftasta brennaranum (13) þegar kveikt hefur verið á
fremsta brennaranum (15).
3. Ef þér tekst ekki að kveikja á brennurunum skaltu skrúfa fyrir alla hnappana á
grillinu (6) með því að snúa þeim í lóðrétta stöðu (A). Bíddu í nokkrar mínútur og
reyndu svo að nýju. Ef það mistekst aftur skaltu skrúfa fyrir gasið að nýju og bíða í
nokkrar mínútur þar til gasið er búið að dreifa sér.
4. Ef ekkert annað dugar til skaltu snúa miðjuhnappinum í stöðuna B og reyna að
kveikja á miðjubrennaranum (14) með eldspýtu. Ef ekki kviknar á honum er grillið
líklega annað hvort rangt samsett eða að gaskúturinn er tómur. Farðu vel yfir
gaskút, gasstilli og samsetningar.
Hafðu í huga að það geta liðið allt að tvær mínútur þar til það kemur stöðugur logi
upp úr öllum götum brennaranna.
All manuals and user guides at all-guides.com
Stillingar
Í stöðu A er slökkt á gashausnum. Í stöðu B logar gashausinn með fullu blússi. Sé
hnappinum snúið varlega niður á við dregur smám saman úr hitanum. Sé hnappurinn
stilltur á stöðu C logar á lægsta mögulega styrk en þó slokknar loginn ekki.
Að slökkva
Slökktu á grillinu með því að snúa öllum stillihnöppunum þremur í lóðrétta stöðu (A).
Viðvaranir þegar slökkt er:
• Skrúfaðu alltaf fyrir gasstillinn að lokinni notkun. Hafðu í huga að börn að leik geta
snúið hnöppum á grillinu þannig að gas lekur út.
Að steikja án loks
Byrjaðu á því að kveikja á gashausunum hverjum á fætur öðrum. Láttu loga á grillinu í
10 mínútur þar til það er orðið vel heitt.
Gættu þess að fitubakkinn (8) sé hreinn og að hann sé rétt staðsettur, undir grillinu.
Svo er hægt að stilla hvern einstakan gashaus þannig að hitadreifingin hæfi því
sem á að matbúa. Það má grilla með hvaða stillingu sem er á hverjum gashaus
fyrir sig. Einn brennari getur oft gefið nægilega mikinn hita og þá gefst þér tækifæri
til að staðsetja matvælin þannig að þau hitni hægt upp – og það kemur sér vel við
upphitun, t.d. á brauði.
Að steikja með loki
Við ráðum þér frá því að steikja mat undir loki með alla brennarana tendraða. Ef lokið
er sett á hækkar hitastigið hratt.
Ef þú vilt elda með óbeinum hita ætti að staðsetja matvælin innst á grillgrindinni,
uppi við háu bakhliðina að aftan og þá ættirðu aðeins að kveikja á fremsta
brennaranum (15). Hafðu stöðugt auga með hitamælinum (1), en hann sýnir hitastig
sem ætti aðeins að teljast leiðbeinandi.
Hreingerning og viðhald
Tryggið að grillið sé kalt áður en það er hreinsað. Þvoið grillið með volgu vatni og
mildu þvottaefni. Skolið síðan rækilega með hreinu vatni og þurrkið grillið. Munið
að hreinsa grillið rækilega og nota grillbursta til að hreinsa grillristina eftir notkun.
Yfirborð grillsins skaddast ef notaðir eru skarpir hlutir eða rispandi hreinsiefni til að
hreinsa grillið.
Gasgrillið er með stórri grillgrind úr glerungshúðuðu stáli sem þarf að þrífa eftir
hverja notkun. Aðeins má nota grillbursta með messingburstum til að þrífa grindina.
DK
DE
UK
ES
FR
IS
IT
NL
NO
PT
SE
FI

Publicidad

Tabla de contenido
loading

Productos relacionados para Eva Solo FireGlobe

Tabla de contenido