Descargar Imprimir esta página

3M LAD-SAF Manual De Instrucciones página 99

Publicidad

4.0 AUÐKENNING OG SKOÐUN EFTIR UPPSETNINGU KERFIS:
A.
Settu uppsetningar- og þjónustumerkið á vinnupallinn á áberandi stað. Notaðu stálvírinn sem fylgir með merkingunni til
að festa merkinguna við vinnupallinn. Áður en merking er sett upp skal athuga eftirfarandi:
Uppsetningardagur
Uppsett af
Hámarks fjöldi notanda á hverju kerfi
Lengd kerfis
Notaðu málmstimpil með bókstöfum til að búa til merkinguna. Skráðu auðkennisupplýsingar kerfis í uppsetningargátlistann
í lok þessar handbókar.
B.
Eftir uppsetningu skal framkvæma lokaskoðun á kerfinu sem hér segir:
• Tryggja skal að allar festingar séu til staðar og vel hertar.
• Tryggja skal að burðarkapallinn sér rétt strekktur. Ekki skal nota Lad-Saf™ kerfið ef botn kapalsins er ekki festur/strekktur
við botnfestingarsamstæðuna.
• Tryggja skal að burðarkapalssamstæðan sé sett upp skv. mynd 11.
• Tryggja skal að burðarkapallinn nuddist ekki upp við vinnupallinn neins staðar.
• Tryggja skal að kerfisupplýsingarnar séu skráðar á merkinguna.
5.0
EFTIRLIT
5.1
TÍÐNI EFTIRLITS:
Upplýsingar um tíðni eftirlits, skoðunarþrep og notkun Lad-Saf sveigjanlega kapalöryggiskerfisins eru í notkunarleiðbeiningum
og 3M Fall Protection handbókum nr. 5908555, 5908556 og 5908301.
5.2
RFID MERKI:
Staðsetning: 3M-varan sem fjallað er um í þessum notkunarleiðbeiningum er með rafmerki (RFID). RFID-merki má nota með
RFID-merkjaskanna til að skrá niðurstöður vöruskoðunar. Á mynd 14 má sjá hvar RFID-merkið er staðsett.
FÖRGUN: Fyrir förgun skal fjarlægja RFID-merkið af vörunni og farga því / endurvinna í samræmi við staðbundnar reglur. Frekari
upplýsingar um hvernig á að fjarlægja RFID-merkið eru á vefsvæðinu sem hægt er að fara á með tenglinum hér að neðan.
Ekki má farga vörunni með óflokkuðu heimilissorpi. Yfirstrikaða ruslatunnutáknið sýnir að farga verður öllum raf- og rafeindabúnaði í samræmi við
staðbundin lög í gegnum viðeigandi skila- og söfnunarkerfi. Hafið samband við söluaðila eða 3M-fulltrúa á staðnum til að fá frekari upplýsingar.
Frekari upplýsingar má nálgast á vefsvæði okkar: http://www.3M.com/FallProtection/RFID
6.0 VIÐHALD, ÞJÓNUSTA OG GEYMSLA
6.1
Ef burðarkapallinn fyllist af olíu, feiti, málningu eða öðru efni skal hreinsa hann með volgu sápuvatni. Þurrkaðu af kaplinum með
hreinum, þurrum klút. Þurrkaðu ekki með hita. Ekki nota sýru eða ætandi efni sem geta skemmt kapalinn.
7.0 TÆKNILÝSING
7.1
Allar topp- og botnfestingar, kapalbrautir, burðarkapall og festingar eru gerðar úr galvaníseruðu eða ryðfríu stáli. Hafðu samband
við 3M Fall Protection til að fá tæknilýsingar um efnið ef þörf krefur. LAD-SAF™ kerfið, þegar það er uppsett skv. leiðbeiningum,
uppfyllir kröfur OSHA 1910.140, OSHA 1926.1053, OSHA 1910.29, OSHA 1926.502, ANSI Z359.16, CSA (Z259.2.5) og
CE (EN353-1:2014+A1:2017).
Samræmisyfirlýsing: www.3M.com/FallProtection/DOC
8.0
MERKING LAD-SAF KERFIS
; Upplýsingar um rétta notkun og viðhald þessa kerfis eru í notendahandbókinni sem fylgir Lad-Saf™ aftengjanlegu kapalslífinni.
99

Publicidad

loading