IS
2.1 Höfuðspöng
B:1
B:2
(B:1) Renndu skálunum út og hallaðu efri hluta þeirra út
vegna þess að snúran á að vera fyrir utan höfuðspöngina.
(B:2) Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða
niður á meðan höfuðspönginni er haldið á sínum stað.
(B:3) Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2.2 Hálsspöng
B:4
B:5
(B:4) Settu skálarnar á sinn stað yfir eyrunum.
(B:5) Haltu skálunum á sínum stað, komdu höfuðbandinu
fyrir efst á höfðinu og smelltu því í rétta stöðu.
(B:6) Höfuðbandið ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn.
2.3 Hjálmfesting
B:7
B:8
B:11
B:10
(B:7) Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum á
hjálminum og smelltu þeim á sinn stað (B:8).
(B:9) Vinnustaða: Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við
þar til þú heyrir smell báðum megin. Gættu þess að skálar
og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina í
vinnustöðu þar sem það gæti dregið úr hljóðdeyfingu
eyrnahlífanna (B:10).
(B:11) Loftræstistaða: Togaðu eyrnaskálarnar út á við uns
þú heyrir smell til þess að stilla heyrnartólin í loftræstistöðu.
Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum (B:12) því það
hindrar loftræstingu.
Hljóðnemi
Talneminn verður að vera mjög nálægt munni (nær en
3 mm eða 1/8 úr tommu) í hávaðasömu umhverfi svo hann
skili hámarks afköstum þar.
75
B:3
B:6
B:9
B:12
3. NOTKUN/AÐGERÐIR
3.1 Að setja í rafhlöður
Notaðu skrúfjárn eða sambærilegt til opna lokið með því að
snúa skrúfunni rangsælis.
Settu í 1,5 V AA rafhlöðurnar. Gættu þess að rafhlöður snúi
rétt (+/–) áður en lokið er sett á (sjá teikningu á
rafhlöðuloki).
Raddskilaboð gefa til kynna að rafhlaða sé að tæmast:
„low battery" (rafhlaða að tæmast) endurtekið á fimm
mínútna fresti. Sé ekki skipt um rafhlöður heyrast að lokum
þessi skilaboð: „battery empty" (tóm rafhlaða). Tækið
slekkur þá sjálfkrafa á sér.
ATHUGASEMD: Afköst tækisins geta minnkað eftir því
sem rafhlöðuhleðsla minnkar.
ATHUGASEMD:
Ekki nota saman gamlar og nýjar rafhlöður.
Ekki nota saman alkaline, venjulegar eða hleðslurafhlöður.
Ekki má hlaða rafhlöður við hærra umhverfishitastig en
45°C (113°F).
3.2 Að kveikja og slökkva á heyrnartólunum
Þrýstu á On/Off/Mode hnappinn (A:9) og haltu honum niðri
uns raddskilaboð heyrast um að kveikja eða slökkva á
heyrnartólunum. Raddskilaboðin staðfesta að kveikt hefur
verið eða slökkt á tækinu. Síðasta stilling vistast alltaf
þegar slökkt er á heyrnartólunum.
ATHUGASEMD: Tækið slekkur sjálfkrafa á sér, hafi það
verið óvirkt í tvo klukkutíma. Raddskilaboð gefa til kynna
að tækið sé að slökkva sjálfvirkt á sér: „automatic power
off" (slekkur á sér sjálfvirkt), síðan fylgir röð stuttra
tónmerkja í 10 sekúndur áður en tækið slekkur á sér.
3.3 Sjálfvirkt slökkt á tækinu
Heyrnartólin slökkva sjálfvirkt á sér eftir tvær klukkustundir
(frá því síðast var þrýst á hnapp eða VOX-sending var).
3.4 Að skruna gegnum valmyndir
Þrýstu á On/Off/Mode hnappinn (A:9) til að fletta gegnum
eftirfarandi valmyndaratriði:
3.5 Radio volume (Styrkur hljóðs frá viðtæki)
Þrýstu á (+) hnappinn (A:10) eða (–) hnappinn (A:11) til að
stilla hljóðstyrk á bilinu einn til fimm. Eigi að slökkva á
tækinu, þrýstu á (–) hnappinn í tvær sekúndur.
Raddskilaboðin „radio volume off" (ekkert hljóð) staðfesta
breytinguna. Þrýstu á (+) hnappinn til að virkja þessa
aðgerð á ný.
ATHUGASEMD: Engin skilaboð heyrast í talstöð þegar
skrúfað hefur verið fyrir hljóðið.