1 Almennt
1 .1 FORORÐ
Þessar notkunarleiðbeiningar innihalda mikilvægar
upplýsingar og skal geyma þær nálægt vélinni.
Lesið og fylgið notkunarleiðbeiningunum áður en
vinna hefst við vélina.
Upprunalegu leiðbeiningarnar voru gerðar á
þýsku. Öll önnur tungumál skjalsins eru þýðingar á
upprunalegu leiðbeiningunum.
1 .2 NOTUÐ TÁKN
HÆTTA
Ef þessum öryggisleiðbeiningum
er ekki fylgt leiðir það til alvarlegra
meiðsla eða dauða.
VIÐVÖRUN
Ef þessum öryggisleiðbeiningum er
ekki fylgt getur það leitt til alvarlegra
meiðsla eða dauða.
VARÚÐ
Ef þessum öryggisleiðbeiningum er
ekki fylgt getur það leitt til lítilsháttar
eða meðalalvarlegra meiðsla.
ATHUGIÐ
Ef þessum öryggisleiðbeiningum
er ekki fylgt getur það leitt til
munatjóns eða umhverfisskaða.
Notið hlífðargleraugu.
Notið heyrnahlífar.
Notið hlífðarhanska.
Gagnlegar upplýsingar og
leiðbeiningar
294 | Íslenska
1 .3 UPPLÝSINGAR UM FRAMSETNINGU
TEXTA
•
Upptalning eða aðgerðir sem ekki þarf að
framkvæma í sérstakri röð
1.
Aðgerðir sem framkvæma þarf í sérstakri
röð
Afleiðing aðgerðar
»
1 .4 ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
1 .4 .1 Almennar öryggisleiðbeiningar
VIÐVÖRUN
Ef lögum og reglum er ekki fylgt
Alvarlegt líkams- eða munatjón
•
Fylgið öllum innlendum og
svæðisbundnum lögum og
reglum.
•
Fylgið öllum viðeigandi lögum
og reglum um vinnusvæðið.
•
Fylgið fyrirmælum á íhlutum
vélarinnar og öllum tilheyrandi
skjölum.
VIÐVÖRUN
Röng notkun
Dauði, alvarleg meiðsl eða
munatjón
•
Áður en vélin er starfrækt
skal lesa og fylgja
notkunarleiðbeiningunum.
•
Geymið
notkunarleiðbeiningarnar nærri
vélinni.
•
Starfrækið vélina aldrei ef
skemmdir hafa orðið á henni.
•
Notið vélina aðeins í tilætluðum
tilgangi.
•
Framkvæmið aðgerðir við
notkun samkvæmt þessum
leiðbeiningum.
•
Starfrækið vélina aldrei ef íhluta
vantar.
•
Framkvæmið engar óheimilar
breytingar á vélinni.