NOTKUN OG EINKENNI
Pítsuofninn er öruggur og einfaldur í notkun. Nota skal bútangas við 30 mbör. Gættu þess
að nota pítsuofninn réttan þrýsting sem tækið er hannað fyrir.
Nægileg loftun er nauðsynleg fyrir bruna og skilvirka notkun pítsuofnsins. Slíkt tryggir
öryggi notandans og annarra í námunda við pítsuofninn þegar hann er í notkun. Aldrei má
nota tækið á lokuðu svæði.
Ráðlagt er að forhita pítsusteininn áður en pítsa er bökuð.
EKKI nota steininn yfir opnum eldi.
Forðist miklar hitabreytingar á steininum. EKKI setja frosinn mat á heitan stein.
Steinninn er viðkvæmur og getur brotnað ef hann rekst í hluti eða fellur.
Steinninn er mjög heitur við notkun og helst heitur í langan tíma eftir notkun.
EKKI kæla steininn með vatni þegar hann er heitur.
Þegar steinninn hefur verið hreinsaður með vatni skal þurrka hann fyrir notkun. Þetta má
gera á hefðbundinn hátt.
Aldrei má skilja börn efir án eftirlits í námunda við ofn sem er í notkun. Aldrei má leyfa
börnum að sitja, standa eða leika sér umhverfis ofninn.
Föt eða önnur eldfim efni mega aldrei komast í snertingu við eða vera of nálægt brennara
eða heitu yfirborði. Kviknað gæti í efninu og það gæti valdið alvarlegu líkamstjóni.
Klæðast skal viðeigandi fatnaði til að tryggja öryggi. Aldrei má klæðast flaksandi fatnaði
eða ermum á meðan ofninn er notaður. Sum gerviefni eru mjög eldfim og ekki má
klæðast þeim við eldun.
Ekki hita óopnuð matarílát, þar sem uppsafnaður þrýstingur getur sprengt ílát. Sýna skal
árvekni þegar kveikt er á brennurum.
Ekki nota ofninn til að elda mjög feitt kjöt eða annan mat sem getur aukið logamyndun.
Heitt verður undir ofninum. Ekki setja ofninn á borð með eldfimum dúk, plasti eða öðru
eldfimu efni.
VIÐVÖRUN: Þegar ofninn er notaður má ekki snerta ytra yfirborð hans, bökunarsteininn
eða næsta umhverfi þar sem þessi svæði verða mjög heit og geta valdið bruna.
Þegar vindhraði er meiri en 2 m/sek. má pítsuofninn ekki snúa í átt að vindi þegar hann er
notaður.
Tækið er eingöngu gert fyrir notkun utandyra.
Ekki breyta tækinu.
Ekki færa tækið á meðan það er í notkun.
Tækið er ekki ætlað til uppsetningar í eða á bát. Tækið er ekki ætlað til uppsetningar í
eða á húsbíl.
Skrúfaðu fyrir gaskútinn eftir notkun.
Hvers kyns breytingar á tækinu geta verið hættulegar og valdið líkamstjóni eða
eignatjóni.
Óleyfilegar breytingar á tækinu fella ábyrgð þess úr gildi.
Halda verður tækinu fjarri eldfimum efnum á meðan það er notað.
Engir hlutir mega vera fyrir ofan pítsuofninn, svo sem tré eða þak.
84