Descargar Imprimir esta página

cozze 90354 Manual De Usuario página 89

Publicidad

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 26
tækið og gaskút, innan þess tíma sem mælt er fyrir um samkvæmt gildandi reglum.Engir
hlutar slöngunnar eiga að snerta nokkurn hluta tækisins.
Nota má pítsuofninn með gasslöngu með ¼" þræði eða gasslöngu með nippli og
hosuklemmu.
Gakktu úr skugga um að þráðurinn og/eða klemman séu hert tryggilega og að tengingar
leki ekki.
Þegar gasslanga er fest við slöngutengi með hosuklemmu er ráðlagt að setja slönguna
í heitt vatn og setja örlítið að uppþvottalegi innan í hana til að auðvelda festingu
slöngunnar við slöngutengið.
GEYMSLA TÆKISINS
Aðeins má geyma tækið innandyra ef gaskúturinn er aftengdur og fjarlægður frá tækinu.
Þegar tækið er ekki notað í lengri tíma skal það geymt í upprunalegum umbúðum á
þurrum og ryklausum stað.
GASKÚTUR
Nota má tækið með gaskúti sem er á milli 4,5 og 15 kg ef um bútangas
er að ræða en 3,9 til 13 kg ef um própangas. Ekki má láta gaskúta falla
eða fara ógætilega með þá! Aftengja verður gaskútinn þegar tækið
er ekki í notkun. Settu öryggislok gaskútsins aftur á þegar hann hefur
verið aftengdur tækinu.
Geyma verður gaskúta upprétta utandyra þar sem börn ná ekki til.
Aldrei má geyma gaskúta þar sem hiti getur farið yfir 50°C.
Ekki geyma gaskút nærri logum, gaumljósum eða öðrum
kveikjuvöldum.
HREINSUN OG VIÐHALD
VARÚÐ: Aðeins skal hreinsa og sinna viðhaldi á pítsuofninum þegar hann er kaldur og
skrúfað er fyrir gasinntak á gaskúti.
Ráðlagt er að hreinsa og viðhalda tækinu að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
ÞRIF
Með því að „brenna af" pítsuofninum eftir hverja notkun (í um 15 mínútur) haldast
matarleifar í lágmarki.
YTRA YFIRBORÐ
Notaðu milt hreinsiefni eða bökunarsóda í heitu vatni. Einnig má nota ræstiduft sem ekki
er svarfandi á erfiða bletti og skola svo með vatni.
PLASTYFIRBORÐ
Þvoðu plastyfirborð með mjúkum klút og heitu sápuvatni. Skolaðu með vatni. Ekki nota
hreinsiefni sem er svarfandi, fituhreinsa eða grillhreinsiþykkni á plasthluta.
89

Publicidad

loading

Productos relacionados para cozze 90354

Este manual también es adecuado para:

Ag-pz03a-bk-dk